Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2022 11:43 Ágúst segir skimunarverkefnið einnig munu verða til þess að fólk verður upplýstara um krabbamein í ristli og endaþarmi. Á myndinni má sjá heilbrigðan ristil. Getty Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári. Þetta segir yfirlæknir Samhæfingastöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við undirbúning skimanaverkefnisins hefst í mars. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, benti á það í grein sem birtist á Vísi í morgun að þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda hefði ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyir krabbameini í ristli og endaþarmi. „Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Halla. Ágúst Ingi Ágústsson, yfiræknir Samhæfingarstöðvarinnar og fyrrverandi yfirlæknir hjá KÍ, segist hjartanlega sammála Höllu. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Hann segir rannsóknir sýna að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi bjargi lífum. „Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar,“ segir hann. „En auðvitað þarf að gera þetta vel þannig að til að skapa ekki óraunhæfar væntingar þá verðum við að segja að þetta hefjist á næsta ári.“ Hægðapróf og ristilspeglun Í mars tekur til starfa verkefnastjóri sem mun leiða undirbúningsvinnuna en margir munu koma að verkefninu; Landspítalinn, embætti landlæknis, stjórnvöld og ekki síst sérfræðingar á borð við meltingalækna. Samhæfingastöðin mun halda utan um verkefnið. Ágúst segist sannfærður um að þegar undirbúningurinn fyrir framkvæmdina fari af stað nú í mars verði ekki frekari tafir á verkefninu. Aðspurður segist hann telja búið að fjármagna það að fullu. Enn á hins vegar eftir að útfæra og samþykkja verklagsreglur og hvernig gæðaeftirliti verður háttað. Þá á eftir að ákveða nákvæmlega hverjum verður boðið í skimun og hverjir sjá um hana. „Það verður að öllum líkindum farin blönduð leið,“ segir Ágúst. „Það verða gerðar svokallaðar hægðarannsóknir, leit að blóði í hægðum, og það er þá bara „kit“ sem fólk fær sent heim og er svo sent inn til rannsóknar. Þær verða á Landspítalanum. Síðan verður einhver ákveðinn hópur sem fær boð í ristilspeglun og það er eitt af því sem á eftir að kortleggja; hverjir það verða,“ segir hann. Spurður að því hvort afbrigðilegt sýni úr hægðarannsókn verði forsenda boðs í ristilspeglun segir Ágúst að öllum sem fá jákvæða niðurstöðu verði að sjálfsögðu boðið í speglum en líklega einhverjum hópi til viðbótar. Hvernig hann verður afmarkaður, eftir aldri eða öðrum forsendum, á eftir að koma í ljós. „Það er eitthvað sem þarf að ákveða og við leggjum áherslu á að það verði gert á faglegum forsendum og að þeir sem þekkja best til hafi eitthvað um það að segja.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, benti á það í grein sem birtist á Vísi í morgun að þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda hefði ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyir krabbameini í ristli og endaþarmi. „Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Halla. Ágúst Ingi Ágústsson, yfiræknir Samhæfingarstöðvarinnar og fyrrverandi yfirlæknir hjá KÍ, segist hjartanlega sammála Höllu. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Hann segir rannsóknir sýna að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi bjargi lífum. „Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar,“ segir hann. „En auðvitað þarf að gera þetta vel þannig að til að skapa ekki óraunhæfar væntingar þá verðum við að segja að þetta hefjist á næsta ári.“ Hægðapróf og ristilspeglun Í mars tekur til starfa verkefnastjóri sem mun leiða undirbúningsvinnuna en margir munu koma að verkefninu; Landspítalinn, embætti landlæknis, stjórnvöld og ekki síst sérfræðingar á borð við meltingalækna. Samhæfingastöðin mun halda utan um verkefnið. Ágúst segist sannfærður um að þegar undirbúningurinn fyrir framkvæmdina fari af stað nú í mars verði ekki frekari tafir á verkefninu. Aðspurður segist hann telja búið að fjármagna það að fullu. Enn á hins vegar eftir að útfæra og samþykkja verklagsreglur og hvernig gæðaeftirliti verður háttað. Þá á eftir að ákveða nákvæmlega hverjum verður boðið í skimun og hverjir sjá um hana. „Það verður að öllum líkindum farin blönduð leið,“ segir Ágúst. „Það verða gerðar svokallaðar hægðarannsóknir, leit að blóði í hægðum, og það er þá bara „kit“ sem fólk fær sent heim og er svo sent inn til rannsóknar. Þær verða á Landspítalanum. Síðan verður einhver ákveðinn hópur sem fær boð í ristilspeglun og það er eitt af því sem á eftir að kortleggja; hverjir það verða,“ segir hann. Spurður að því hvort afbrigðilegt sýni úr hægðarannsókn verði forsenda boðs í ristilspeglun segir Ágúst að öllum sem fá jákvæða niðurstöðu verði að sjálfsögðu boðið í speglum en líklega einhverjum hópi til viðbótar. Hvernig hann verður afmarkaður, eftir aldri eða öðrum forsendum, á eftir að koma í ljós. „Það er eitthvað sem þarf að ákveða og við leggjum áherslu á að það verði gert á faglegum forsendum og að þeir sem þekkja best til hafi eitthvað um það að segja.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira