Um 78 starfsmenn gista í nótt og aðrir eiga að bíða af sér veðrið Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2022 23:24 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill Um 78 starfsmenn Landspítalans munu gista þar í nótt til að tryggja lágmarksmönnun á meðan versta óveðrið gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Stjórnendur spítalans biðja aðra stafsmenn um að leggja ekki af stað til vinnu fyrr en veðrinu slotar og óhætt er að fara af stað. „Við erum að undirbúa spítalann fyrir þessa rekstrarvá sem vofir yfir ef allt gengur eftir og við erum búin að vera fara yfir okkar viðbúnað með tilliti til varaaflsstöðva, að sjúklingar geti fengið mat og að við getum mannað vaktaskiptin,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir að einna mest hætta stafi af hugsanlegu rafmagnsleysi eða rekstrartruflunum á nettengingu sjúkrahússins. Búið sé að yfirfara varaaflsstöðvar við Hringbraut og í Fossvogi. „Við erum í góðu samstarfi við almannavarnir og Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Við erum að vinna þetta allt í sameiningu en okkar er að geta haldið uppi þeirri þjónustu sem okkur ber að veita.“ Lítill fjöldi starfsmanna fyrir stóra stofnun Einungis nauðsynleg heilbrigðisþjónusta verður veitt á Landspítalanum á meðan versta veðrið gengur yfir og til að mynda er búið að aflýsa öllum göngudeildartímum í fyrramálið. Guðlaug beinir þeim skilaboðum til starfsmanna og almennings að ferðast ekki að óþörfu og bíða frekar og sjá til að vera viss um að færð eða veður hindri ekki að fólk komist á áfangastað. „Við erum búin að manna nóttina og svo erum við með starfsfólk í húsi sem er tilbúið til að taka við þessu helsta í fyrramálið. Það er ekkert annað en það enda eru um 70 starfsmenn ekki mikið fyrir svona stóra stofnun, þetta er bara það allra nauðsynlegasta. Við erum að tala um gjörgæslu, skurðstofu, svæfingu, og legudeildirnar bara rétt til þess að bæta í liðsaukann í fyrramálið.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
„Við erum að undirbúa spítalann fyrir þessa rekstrarvá sem vofir yfir ef allt gengur eftir og við erum búin að vera fara yfir okkar viðbúnað með tilliti til varaaflsstöðva, að sjúklingar geti fengið mat og að við getum mannað vaktaskiptin,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir að einna mest hætta stafi af hugsanlegu rafmagnsleysi eða rekstrartruflunum á nettengingu sjúkrahússins. Búið sé að yfirfara varaaflsstöðvar við Hringbraut og í Fossvogi. „Við erum í góðu samstarfi við almannavarnir og Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Við erum að vinna þetta allt í sameiningu en okkar er að geta haldið uppi þeirri þjónustu sem okkur ber að veita.“ Lítill fjöldi starfsmanna fyrir stóra stofnun Einungis nauðsynleg heilbrigðisþjónusta verður veitt á Landspítalanum á meðan versta veðrið gengur yfir og til að mynda er búið að aflýsa öllum göngudeildartímum í fyrramálið. Guðlaug beinir þeim skilaboðum til starfsmanna og almennings að ferðast ekki að óþörfu og bíða frekar og sjá til að vera viss um að færð eða veður hindri ekki að fólk komist á áfangastað. „Við erum búin að manna nóttina og svo erum við með starfsfólk í húsi sem er tilbúið til að taka við þessu helsta í fyrramálið. Það er ekkert annað en það enda eru um 70 starfsmenn ekki mikið fyrir svona stóra stofnun, þetta er bara það allra nauðsynlegasta. Við erum að tala um gjörgæslu, skurðstofu, svæfingu, og legudeildirnar bara rétt til þess að bæta í liðsaukann í fyrramálið.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira