Af hverju seldi meirihlutinn mjólkurkúna? Sigurður P. Sigmundsson skrifar 16. febrúar 2022 11:30 Það hefur aldrei gefist vel til framtíðar að selja bestu mjólkurkúna til að bregðast við tímabundnum vanda. Það er eins og að pissa í skóinn sinn. Nú berast þær fréttir að hagnaður HS Veitna hafi aukist um 68% á árinu 2021 og numið kr. 949 milljónum. Virði fyrirtækisins hefur þar með aukist töluvert milli ára. Hafnarfjörður fær engan arð því bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar seldi 15,4% hlut bæjarins í fyrirtækinu haustið 2020. Fullnægjandi skýringar hafa ekki fengist á því af hverju meirihlutanum lá svona mikið á að keyra þessa sölu í gegn og af hverju Kviku banki var handvalinn til að sjá um söluna. Sú skýring var gefin að salan væri gerð með hag bæjarbúa að leiðarljósi. Minnihlutinn í bæjarstjórn lagðist gegn sölunni og hélt fram mikilvægi þess að fyrir lægju ítarlegar upplýsingar og útreikningar áður en kæmi til ákvörðunar um hugsanlega sölu. Á þetta var ekki hlustað. Þegar salan fór fram var ekki ljóst hver yrðu áhrif Covid-19 faraldursins á fjárhag bæjarins. Skýringar meirihlutans á þeim tíma voru því getgátur einar enda hefur komið í ljós að áhrif faraldursins á bæjarsjóð hafa orðið mun minni en áætlað var. Margt er enn óljóst hvað varðar þessa sölu. Meirihlutinn hefur ekki gefið skýr svör um það í hvað söluandvirðinu hefur verið varið. Einhver hluti fór til greiðslu afborgana lána og einhver hluti til reksturs. Það er hins vegar ekki hægt að sjá í bókhaldi bæjarins um hvaða upphæðir er að ræða eða hvernig þeim er skipt milli áranna 2020 og 2021. Fregnir af miklum hagnaði HS Veitna benda sterklega til þess að ákvörðun meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknar um sölu á hlut bæjarins í fyrirtækinu hafi verið röng og þar með til skaða fyrir bæjarfélagið. Þá hefur Hafnarfjarðarbær ekki lengur neitt um það að segja hver þróun starfsemi HS Veitna verður á athafnasvæði þess. Reykjanesbær ákvað hins vegar að halda eignarhlut sínum í HS Veitum þrátt fyrir að vera í þrengri stöðu fjárhagslega. Er ekki bara best að meirihlutinn í Hafnarfirði taki ábyrgð á gerðum sínum? Höfundur er frambjóðandi Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei gefist vel til framtíðar að selja bestu mjólkurkúna til að bregðast við tímabundnum vanda. Það er eins og að pissa í skóinn sinn. Nú berast þær fréttir að hagnaður HS Veitna hafi aukist um 68% á árinu 2021 og numið kr. 949 milljónum. Virði fyrirtækisins hefur þar með aukist töluvert milli ára. Hafnarfjörður fær engan arð því bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar seldi 15,4% hlut bæjarins í fyrirtækinu haustið 2020. Fullnægjandi skýringar hafa ekki fengist á því af hverju meirihlutanum lá svona mikið á að keyra þessa sölu í gegn og af hverju Kviku banki var handvalinn til að sjá um söluna. Sú skýring var gefin að salan væri gerð með hag bæjarbúa að leiðarljósi. Minnihlutinn í bæjarstjórn lagðist gegn sölunni og hélt fram mikilvægi þess að fyrir lægju ítarlegar upplýsingar og útreikningar áður en kæmi til ákvörðunar um hugsanlega sölu. Á þetta var ekki hlustað. Þegar salan fór fram var ekki ljóst hver yrðu áhrif Covid-19 faraldursins á fjárhag bæjarins. Skýringar meirihlutans á þeim tíma voru því getgátur einar enda hefur komið í ljós að áhrif faraldursins á bæjarsjóð hafa orðið mun minni en áætlað var. Margt er enn óljóst hvað varðar þessa sölu. Meirihlutinn hefur ekki gefið skýr svör um það í hvað söluandvirðinu hefur verið varið. Einhver hluti fór til greiðslu afborgana lána og einhver hluti til reksturs. Það er hins vegar ekki hægt að sjá í bókhaldi bæjarins um hvaða upphæðir er að ræða eða hvernig þeim er skipt milli áranna 2020 og 2021. Fregnir af miklum hagnaði HS Veitna benda sterklega til þess að ákvörðun meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknar um sölu á hlut bæjarins í fyrirtækinu hafi verið röng og þar með til skaða fyrir bæjarfélagið. Þá hefur Hafnarfjarðarbær ekki lengur neitt um það að segja hver þróun starfsemi HS Veitna verður á athafnasvæði þess. Reykjanesbær ákvað hins vegar að halda eignarhlut sínum í HS Veitum þrátt fyrir að vera í þrengri stöðu fjárhagslega. Er ekki bara best að meirihlutinn í Hafnarfirði taki ábyrgð á gerðum sínum? Höfundur er frambjóðandi Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun