„Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 14:43 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að foreldrar verði að vakna til meðvitundar um það vandamál sem virðingarleysi í skólum sé. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. Fréttastofa greindi frá því í gærkvöldi að grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hefðu verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Umræddur kennari svaraði nemanda í sömu mynt þegar hann sló til nemandans. Fyrir þessar sakir vék Dalvíkurbær kennaranum úr starfi. Dómur héraðsdóms Norðurlands eystra hefur vakið talsverð viðbrögð. Sjá nánar: Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Í dómnum kemur fram að setja þurfi kinnhestinn í heildarsamhengi. Atvikið hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður segir að hún geti að sjálfsögðu ekki sætt sig við að kennari slái til barns en er sammála dómnum um að horfa beri á atvikið í heildarsamhengi. „Við töldum og teljum enn – og dómurinn auðvitað tekur undir með okkur – að þarna hefði kennarinn átt að fá áminningu en ekki brottrekstur.“ Hún segir starfsaðstæður kennara vera órjúfanlega hluta málsins. Það sé nánast daglegt brauð að nemendur hafi í frammi dómaskap og grípi jafnvel til ofbeldis gagnvart kennurum. Skólastjórnendur geri ekki nægilega mikið til að tryggja öryggi kennara á vinnustað. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega.“ Kennarinn sviptur æru og lífsviðurværi Atvikið átti sér stað síðastliðið vor en kennaranum voru dæmdar sex milljónir króna vegna fjártjóns og aðrar tvær í miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Þá ber Dalvíkurbyggð að greiða 1,2 milljón í málskostnað. „Það er verið að dæma miklar miskabætur í þessu máli enda er málið þess eðlis að þarna er kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi í þorpi út á landi og á afskaplega litla möguleika á að starfa og búa í samfélagi sem verður henni óvinveitt með þessum hætti enda er þetta bæjarfélagið sem tekur þessa ákvörðun um að reka hana.“ Foreldrar þurfi að stíga inn í ástandið Þorgerður segir þetta og fleiri áþekk mál tilefni til endurskoðunar á hugsunarhætti. Foreldrar verði í auknum mæli að stíga inn í og hjálpa börnum sínum að virða reglur. Um sé að ræða menningu virðingarleysis. Foreldrar þurfi að hugsa sig um hvort þeim hugnist þau uppeldisskilyrði sem börnin þeirra búa við í grunnskólum landsins þar sem „menning vanvirðingar“ sé að festa sig æ meira í sessi. „Ég held að þarna sé veruleg ástæða fyrir foreldra að huga að því hvort þau vilji að börnin þeirra alist upp í umhverfi þar sem samskipti, sem endurspeglast í þessum dómi, orðaflaumur og jafnvel stimpingar, séu það sem börnin séu að horfa á því þetta er auðvitað ekki það sem er hollt, hvorki ungum né öldnum.“ Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. 14. desember 2021 17:58 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gærkvöldi að grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hefðu verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Umræddur kennari svaraði nemanda í sömu mynt þegar hann sló til nemandans. Fyrir þessar sakir vék Dalvíkurbær kennaranum úr starfi. Dómur héraðsdóms Norðurlands eystra hefur vakið talsverð viðbrögð. Sjá nánar: Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Í dómnum kemur fram að setja þurfi kinnhestinn í heildarsamhengi. Atvikið hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður segir að hún geti að sjálfsögðu ekki sætt sig við að kennari slái til barns en er sammála dómnum um að horfa beri á atvikið í heildarsamhengi. „Við töldum og teljum enn – og dómurinn auðvitað tekur undir með okkur – að þarna hefði kennarinn átt að fá áminningu en ekki brottrekstur.“ Hún segir starfsaðstæður kennara vera órjúfanlega hluta málsins. Það sé nánast daglegt brauð að nemendur hafi í frammi dómaskap og grípi jafnvel til ofbeldis gagnvart kennurum. Skólastjórnendur geri ekki nægilega mikið til að tryggja öryggi kennara á vinnustað. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega.“ Kennarinn sviptur æru og lífsviðurværi Atvikið átti sér stað síðastliðið vor en kennaranum voru dæmdar sex milljónir króna vegna fjártjóns og aðrar tvær í miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Þá ber Dalvíkurbyggð að greiða 1,2 milljón í málskostnað. „Það er verið að dæma miklar miskabætur í þessu máli enda er málið þess eðlis að þarna er kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi í þorpi út á landi og á afskaplega litla möguleika á að starfa og búa í samfélagi sem verður henni óvinveitt með þessum hætti enda er þetta bæjarfélagið sem tekur þessa ákvörðun um að reka hana.“ Foreldrar þurfi að stíga inn í ástandið Þorgerður segir þetta og fleiri áþekk mál tilefni til endurskoðunar á hugsunarhætti. Foreldrar verði í auknum mæli að stíga inn í og hjálpa börnum sínum að virða reglur. Um sé að ræða menningu virðingarleysis. Foreldrar þurfi að hugsa sig um hvort þeim hugnist þau uppeldisskilyrði sem börnin þeirra búa við í grunnskólum landsins þar sem „menning vanvirðingar“ sé að festa sig æ meira í sessi. „Ég held að þarna sé veruleg ástæða fyrir foreldra að huga að því hvort þau vilji að börnin þeirra alist upp í umhverfi þar sem samskipti, sem endurspeglast í þessum dómi, orðaflaumur og jafnvel stimpingar, séu það sem börnin séu að horfa á því þetta er auðvitað ekki það sem er hollt, hvorki ungum né öldnum.“
Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. 14. desember 2021 17:58 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10
Sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. 14. desember 2021 17:58