Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 14:03 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er stödd í Lundúnum þar sem nú fer fram fundur í sameiginlegri viðbragðssveit Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Hollands undir forystu Bretlands í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Vilhelm Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. Frakkar áttu frumkvæðið að leiðtogafundinum. Hvíta húsið þegar sagt að fundurinn geti aðeins farið fram ráðist Rússar ekki inn í Úkraínu. Með fundinum er hugmyndin að reyna að leysa deiluna sem nú er uppi í Úkraínu en spennan í landinu hefur ekki verið eins mikil síðan á dögum Kalda stríðsins. Til stendur að ræða nánari útlistun fundarins þegar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á fimmtudag. Hins vegar kom fram hjá talsmanni Rússlandsforseta í hádeginu að ótímabært væri að tilkynna leiðtogafund milli forsetanna. Þó væri ekki útilokað að forsetarnir hittist í eigin persónu en ekkert sé þó frágengið í þeim efnum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að fari slíkur fundur fram gefi það tilefni til bjartsýni. „Það er jákvætt að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ákveði að funda. Við höfum lagt áherslu á að samtalið og diplómatískar leiðir séu ennþá möguleiki,“ segir Þórdís. Hún segir hins vegar að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. „Það er mjög mikil spenna á svæðinu og ekki hægt að segja að annað hvort gerist ekkert eða það verði innrás. Staðan á svæðinu hefur þegar versnað það mikið og er mun alvarlegri en hún var áður og bitnar verst á almennum borgurum. Við þurfum að stíga skref til baka ef við ætlum að komast í þá stöðu sem var áður en þetta hófst nú,“ segir Þórdís. Þórdís er stödd í Lundúnum þar sem fundur verður haldinn í sameiginlegri viðbragðssveit Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Hollands undir forystu Bretlands í öryggis- og varnarmálum. „Við erum að funda seinni partinn í dag og morgun. Þetta er fundur sem átti að vera í apríl en var flýtt vegna stöðunnar,“ segir Þórdís að lokum. Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Frakkar áttu frumkvæðið að leiðtogafundinum. Hvíta húsið þegar sagt að fundurinn geti aðeins farið fram ráðist Rússar ekki inn í Úkraínu. Með fundinum er hugmyndin að reyna að leysa deiluna sem nú er uppi í Úkraínu en spennan í landinu hefur ekki verið eins mikil síðan á dögum Kalda stríðsins. Til stendur að ræða nánari útlistun fundarins þegar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á fimmtudag. Hins vegar kom fram hjá talsmanni Rússlandsforseta í hádeginu að ótímabært væri að tilkynna leiðtogafund milli forsetanna. Þó væri ekki útilokað að forsetarnir hittist í eigin persónu en ekkert sé þó frágengið í þeim efnum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að fari slíkur fundur fram gefi það tilefni til bjartsýni. „Það er jákvætt að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ákveði að funda. Við höfum lagt áherslu á að samtalið og diplómatískar leiðir séu ennþá möguleiki,“ segir Þórdís. Hún segir hins vegar að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. „Það er mjög mikil spenna á svæðinu og ekki hægt að segja að annað hvort gerist ekkert eða það verði innrás. Staðan á svæðinu hefur þegar versnað það mikið og er mun alvarlegri en hún var áður og bitnar verst á almennum borgurum. Við þurfum að stíga skref til baka ef við ætlum að komast í þá stöðu sem var áður en þetta hófst nú,“ segir Þórdís. Þórdís er stödd í Lundúnum þar sem fundur verður haldinn í sameiginlegri viðbragðssveit Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Hollands undir forystu Bretlands í öryggis- og varnarmálum. „Við erum að funda seinni partinn í dag og morgun. Þetta er fundur sem átti að vera í apríl en var flýtt vegna stöðunnar,“ segir Þórdís að lokum.
Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57