Tónlistarborgin Alexandra Briem skrifar 21. febrúar 2022 14:30 Fyrsta stefnumótunin sem ég fór fyrir var að skrifa stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, með góðu liðssinni bæði borgarfulltrúa og starfsfólks á skóla- og frístundasviði. Það sem var strax augljóst var að það vantar meira framboð á tónlistarkennslu, það þarf að jafna tækifæri barna til að stunda tónlistarnám, draga úr kostnaðarþátttöku foreldra og það þarf að stuðla að jafnari dreifingu tónlistarkennslu milli borgarhluta. Annað sem var augljóst var Reykjavík býr í dag að ákveðnu fjöreggi sem við viljum ekki glata. Tónlistarskólar og skólahljómsveitir eru að skila mjög öflugu og góðu starfi, sem er ekki bara gott fyrir þau sem fá að njóta þess sjálf, heldur stuðlar líka að því að við hin búum í borg sem hefur af að státa öflugu tónlistarfólki á heimsmælikvarða. Hljómsveitum, einstöku tónlistarfólki, og líka höfundum tónlistar og öðrum sem leggja frekar fyrir sig útsetningu eða hljóðblöndun. Þetta er mikill menningarauður sem ég vil ekki hugsa til að missa. Stefnan miðar að því að efla tækifæri barna til tónlistarnáms, búa til hvata til þess að nýta frekar möguleika samspils og hópkennslu, og nýta betur tæknina. Á sama tíma þarf að fjölga plássum, bæði í tónlistarskólum og í skólahljómsveitum borgarinnar. Það er óheppilegt að stefnumótunin sem fór í gang á vissum uppgangstíma árið 2019, við gengum stórhuga til leiks. En þegar vinnunni lauk 2021 var einfaldlega allt önnur tíð. Mikið tekjufall, fjölgun á fjárhagsaðstoð og óvissa um framtíðina. Það svigrúm sem við höfðum fór í að efla velferðarþjónustu, bregðast við í skólaþjónustu og fara í framkvæmdir til að sporna gegn atvinnuleysi. Það var því erfitt að geta ekki farið eins kröftuglega af stað og lagt hafði verið upp með. Núna er yfirstandandi gerð aðgerðaáætlunar til að innleiða áherslur stefnunnar. Við náðum að koma tveimur áherslum til framkvæmdar í fjárhagsáætlun ársins 2022, en það eru annars vegar tilraunaverkefni um stofnun hverfiskóra í tveimur hverfum. Hitt tilraunaverkefnið snýst um fría hópkennslu í hljóðfæraleik. Þessi verkefni eru þannig að með þeim næst mikill árangur tiltölulega hratt án þess að þarfnast mikils kostnaðar í upphafi. En það skiptir gífurlega miklu máli að þessi stefna gleymist ekki, að innleiðingin fari í gang af krafti þegar svigrúm eykst. Við viljum áfram búa í öflugri tónlistarborg. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Reykjavík Skóla - og menntamál Tónlist Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Tónlistarnám Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta stefnumótunin sem ég fór fyrir var að skrifa stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, með góðu liðssinni bæði borgarfulltrúa og starfsfólks á skóla- og frístundasviði. Það sem var strax augljóst var að það vantar meira framboð á tónlistarkennslu, það þarf að jafna tækifæri barna til að stunda tónlistarnám, draga úr kostnaðarþátttöku foreldra og það þarf að stuðla að jafnari dreifingu tónlistarkennslu milli borgarhluta. Annað sem var augljóst var Reykjavík býr í dag að ákveðnu fjöreggi sem við viljum ekki glata. Tónlistarskólar og skólahljómsveitir eru að skila mjög öflugu og góðu starfi, sem er ekki bara gott fyrir þau sem fá að njóta þess sjálf, heldur stuðlar líka að því að við hin búum í borg sem hefur af að státa öflugu tónlistarfólki á heimsmælikvarða. Hljómsveitum, einstöku tónlistarfólki, og líka höfundum tónlistar og öðrum sem leggja frekar fyrir sig útsetningu eða hljóðblöndun. Þetta er mikill menningarauður sem ég vil ekki hugsa til að missa. Stefnan miðar að því að efla tækifæri barna til tónlistarnáms, búa til hvata til þess að nýta frekar möguleika samspils og hópkennslu, og nýta betur tæknina. Á sama tíma þarf að fjölga plássum, bæði í tónlistarskólum og í skólahljómsveitum borgarinnar. Það er óheppilegt að stefnumótunin sem fór í gang á vissum uppgangstíma árið 2019, við gengum stórhuga til leiks. En þegar vinnunni lauk 2021 var einfaldlega allt önnur tíð. Mikið tekjufall, fjölgun á fjárhagsaðstoð og óvissa um framtíðina. Það svigrúm sem við höfðum fór í að efla velferðarþjónustu, bregðast við í skólaþjónustu og fara í framkvæmdir til að sporna gegn atvinnuleysi. Það var því erfitt að geta ekki farið eins kröftuglega af stað og lagt hafði verið upp með. Núna er yfirstandandi gerð aðgerðaáætlunar til að innleiða áherslur stefnunnar. Við náðum að koma tveimur áherslum til framkvæmdar í fjárhagsáætlun ársins 2022, en það eru annars vegar tilraunaverkefni um stofnun hverfiskóra í tveimur hverfum. Hitt tilraunaverkefnið snýst um fría hópkennslu í hljóðfæraleik. Þessi verkefni eru þannig að með þeim næst mikill árangur tiltölulega hratt án þess að þarfnast mikils kostnaðar í upphafi. En það skiptir gífurlega miklu máli að þessi stefna gleymist ekki, að innleiðingin fari í gang af krafti þegar svigrúm eykst. Við viljum áfram búa í öflugri tónlistarborg. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar