Hvað er HPV? Hrafnhildur Grímsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 10:30 Þegar heilsugæslan tók við umsjón leghálsskimana þá breyttist einnig verklag við greiningu sýnanna. Nú er kannað hvort smit með HPV veirunni sé til staðar og ef svo er, þá er gerð frumugreining. Ef HPV mælist ekki í sýninu er óþarfi að gera frumugreiningu. Konur fá boð í leghálsskimun frá 23-64 ára aldri. Vegna þess hve algengt HPV smit er meðal kvenna undir 30 ára aldri er áfram gerð frumugreining hjá þeim öllum. Þeir verkferlar sem unnið er eftir eru gefnir út af Embætti landlæknis og byggja á sambærilegum verkferlum og unnið er eftir á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þessar breyttu áherslur byggjast á niðurstöðum rannsókna, aukinni þekkingu og mikilli reynslu. Rannsóknir hafa sýnt að í langflestum tilfellum leghálskrabbameina hefur HPV veiran greinst. Til eru yfir 200 afbrigði af veirunni en einungis 15 þeirra geta valdið frumubreytingum í leghálsi og þróast í krabbameinsfrumur, þær kallast hágráðu HPV. Það eru þessar 15 tegundir sem skimað er fyrir þegar tekin eru leghálssýni. HPV veirusýking er flokkuð sem kynsjúkdómur þar sem hún smitast helst við kynmök. En veiran finnst þó á húð á öllu nærbuxnasvæðinu og getur því einnig smitast með snertingu. Um 80% smitast af HPV Talið er að flestir einstaklingar sem eiga náin kynni við annan einstakling komist í snertingu við veiruna einhvern tímann á lífsleiðinni og rannsóknir sýna að um 80% kvenna smitast af henni. Hæsta tíðni smita er hjá einstaklingum fyrsta áratuginn eftir að þeir byrja að stunda kynlíf, sem algengt er að sé á aldeinum 15 til 25 ára. Líkur á smiti aukast eftir því sem bólfélagarnir eru fleiri. Í flestum tilfellum vinnur ónæmiskerfið á veirunni og losar sig við hana á 1-2 árum. Á þeim tíma getur hún valdið frumubreytingum eða forstigsfrumubreytingum sem í flestum tilvikum hverfa af sjálfu sér án meðferðar. Ef HPV veira og/eða frumubreytingar greinast þá er því fylgt eftir með tíðari sýnatökum og í sumum tilfellum nánari rannsóknum, eins og leghálsspeglun og vefjasýnatöku. Tíminn sem ráðlagt er að líði milli sýnataka fer eftir því hvað greindist við fyrri sýnatöku, þ.e. hvaða undirtegund af HPV eða hvaða tegund frumubreytinga. Ef niðurstaða er ekki eðlileg en þarfnast ekki meðferðar þá er ráðlögð ný sýnataka að þeim tíma liðnum sem líkaminn þarf til að vinna sjálfur á meininu en innan þeirra tímamarka að kona sé lögð í hættu á að krabbamein geti þróast. Ef HPV veira greinist þá þarf það alls ekki að þýða að kona fái frumubreytingar eða krabbamein. Veiran getur hugsanlega valdið frumubreytingum sem geta svo mögulega þróast í krabbamein ef ekkert er að gert, en sú þróun tekur yfirleitt mörg ár eða allt að 10-20 ár. Þetta er ástæða þess að ráðlagt er að mæta reglulega í leghálsskimanir, til að fylgjast með og eftir þörfum meðhöndla frumubreytingar áður en þær geta þróast í krabbamein. Bólusetning er góð forvörn Það er ekki til nein lækning við HPV veirunni en til er vörn í formi bólusetningar. Öllum 12 ára stúlkum á Íslandi stendur til boða bólusetning gegn þeim týpum sem valda um 70% allra leghálskrabbameina. Best er að bólusetja einstakling áður en hann byrjar að stunda kynlíf. Hægt er að bólusetja síðar á ævinni en best er að ráðfæra sig við lækni með það. Með bólusetningu minnka líkur á smiti af skæðustu tegundum HPV. Með tímanum og aukinni þátttöku í bólusetningu getum við heft útbreiðslu veirunnar. Mikilvægt er að hafa í huga að HPV bólusetningin veitir ekki 100% vörn gegn leghálskrabbameini og því er mikilvægt að bólusettar konur komi einnig í skimun. Skimun kostar 500 krónur Það kostar einungis 500 krónur að fara í leghálsskimun á heilsugæslustöðvum um allt land. Hægt er að panta tíma á Heilsuveru á eigin heilsugæslustöð, en ef kona kýs að fara á aðra heilsugæslu eða til kvensjúkdómalæknis þá er hægt að hringja og panta tíma. Á Heilsuveru geta konur séð skimunarsögu sína en það er yfirlit yfir hvenær þær hafa fengið boðsbréf og hvenær þær hafa mætt í skoðanir. Niðurstöður berast inn á island.is, en munu munu síðan birtast á Heilsuveru síðar á árinu. Að þessu sögðu þá minnum við á mikilvægi þess að panta tíma þegar boðsbréfið berst. Við tökum vel á móti þér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Sjá meira
Þegar heilsugæslan tók við umsjón leghálsskimana þá breyttist einnig verklag við greiningu sýnanna. Nú er kannað hvort smit með HPV veirunni sé til staðar og ef svo er, þá er gerð frumugreining. Ef HPV mælist ekki í sýninu er óþarfi að gera frumugreiningu. Konur fá boð í leghálsskimun frá 23-64 ára aldri. Vegna þess hve algengt HPV smit er meðal kvenna undir 30 ára aldri er áfram gerð frumugreining hjá þeim öllum. Þeir verkferlar sem unnið er eftir eru gefnir út af Embætti landlæknis og byggja á sambærilegum verkferlum og unnið er eftir á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þessar breyttu áherslur byggjast á niðurstöðum rannsókna, aukinni þekkingu og mikilli reynslu. Rannsóknir hafa sýnt að í langflestum tilfellum leghálskrabbameina hefur HPV veiran greinst. Til eru yfir 200 afbrigði af veirunni en einungis 15 þeirra geta valdið frumubreytingum í leghálsi og þróast í krabbameinsfrumur, þær kallast hágráðu HPV. Það eru þessar 15 tegundir sem skimað er fyrir þegar tekin eru leghálssýni. HPV veirusýking er flokkuð sem kynsjúkdómur þar sem hún smitast helst við kynmök. En veiran finnst þó á húð á öllu nærbuxnasvæðinu og getur því einnig smitast með snertingu. Um 80% smitast af HPV Talið er að flestir einstaklingar sem eiga náin kynni við annan einstakling komist í snertingu við veiruna einhvern tímann á lífsleiðinni og rannsóknir sýna að um 80% kvenna smitast af henni. Hæsta tíðni smita er hjá einstaklingum fyrsta áratuginn eftir að þeir byrja að stunda kynlíf, sem algengt er að sé á aldeinum 15 til 25 ára. Líkur á smiti aukast eftir því sem bólfélagarnir eru fleiri. Í flestum tilfellum vinnur ónæmiskerfið á veirunni og losar sig við hana á 1-2 árum. Á þeim tíma getur hún valdið frumubreytingum eða forstigsfrumubreytingum sem í flestum tilvikum hverfa af sjálfu sér án meðferðar. Ef HPV veira og/eða frumubreytingar greinast þá er því fylgt eftir með tíðari sýnatökum og í sumum tilfellum nánari rannsóknum, eins og leghálsspeglun og vefjasýnatöku. Tíminn sem ráðlagt er að líði milli sýnataka fer eftir því hvað greindist við fyrri sýnatöku, þ.e. hvaða undirtegund af HPV eða hvaða tegund frumubreytinga. Ef niðurstaða er ekki eðlileg en þarfnast ekki meðferðar þá er ráðlögð ný sýnataka að þeim tíma liðnum sem líkaminn þarf til að vinna sjálfur á meininu en innan þeirra tímamarka að kona sé lögð í hættu á að krabbamein geti þróast. Ef HPV veira greinist þá þarf það alls ekki að þýða að kona fái frumubreytingar eða krabbamein. Veiran getur hugsanlega valdið frumubreytingum sem geta svo mögulega þróast í krabbamein ef ekkert er að gert, en sú þróun tekur yfirleitt mörg ár eða allt að 10-20 ár. Þetta er ástæða þess að ráðlagt er að mæta reglulega í leghálsskimanir, til að fylgjast með og eftir þörfum meðhöndla frumubreytingar áður en þær geta þróast í krabbamein. Bólusetning er góð forvörn Það er ekki til nein lækning við HPV veirunni en til er vörn í formi bólusetningar. Öllum 12 ára stúlkum á Íslandi stendur til boða bólusetning gegn þeim týpum sem valda um 70% allra leghálskrabbameina. Best er að bólusetja einstakling áður en hann byrjar að stunda kynlíf. Hægt er að bólusetja síðar á ævinni en best er að ráðfæra sig við lækni með það. Með bólusetningu minnka líkur á smiti af skæðustu tegundum HPV. Með tímanum og aukinni þátttöku í bólusetningu getum við heft útbreiðslu veirunnar. Mikilvægt er að hafa í huga að HPV bólusetningin veitir ekki 100% vörn gegn leghálskrabbameini og því er mikilvægt að bólusettar konur komi einnig í skimun. Skimun kostar 500 krónur Það kostar einungis 500 krónur að fara í leghálsskimun á heilsugæslustöðvum um allt land. Hægt er að panta tíma á Heilsuveru á eigin heilsugæslustöð, en ef kona kýs að fara á aðra heilsugæslu eða til kvensjúkdómalæknis þá er hægt að hringja og panta tíma. Á Heilsuveru geta konur séð skimunarsögu sína en það er yfirlit yfir hvenær þær hafa fengið boðsbréf og hvenær þær hafa mætt í skoðanir. Niðurstöður berast inn á island.is, en munu munu síðan birtast á Heilsuveru síðar á árinu. Að þessu sögðu þá minnum við á mikilvægi þess að panta tíma þegar boðsbréfið berst. Við tökum vel á móti þér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.
Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun