Samkeppnishæfur fjölskyldubær Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 15:00 Í Reykjanesbæ líkt og í öðrum sveitafélögum ber okkur skylda að sinna lögbundinni lágmarksþjónustu við íbúa. Forgangsröðun verkefna í þágu grunnþjónustunnar er því eitt mikilvægasta verkefni sveitafélaga og uppbygging nýrra leikskóla á að vera ofarlega á þeim lista. Það þarf að tryggja börnum öruggt leikskólapláss, ekki bara börnum sem náð hafa tveggja ára aldri, heldur þarf að tryggja börnum dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi foreldra. Þetta er því miður ekki staðan í okkar góða bæjarfélagi. Samkvæmt skýrslu fræðsluráðs Reykjanesbæjar í júní 2021 var hlutfall átján mánaða barna með leikskólapláss aðeins 19%. Þetta eru sláandi tölur og það þarf að gera betur. Miklu betur. Það þarf sýn og það þarf plan. Nýr leikskóli er áformaður í Hlíðarhverfinu og þar þarf að vinna hratt og örugglega. Þar vil ég líka sjá nýjungar í framkvæmd og ungbarnadeild til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er fyrir dagvistunarpláss fyrir yngstu börnin. Það er þó ekki nóg eitt og sér, og miðað við vöxtinn í bæjarfélaginu þarf að taka rösklega til hendinni í þessum málum og leggja drög að fleiri leikskólum og/eða stækkun þeirra leikskóla sem eru starfandi í dag. Hugum að ímynd bæjarins – verum stolt af bænum okkar Nýlega var Stapaskóli tekinn í notkun í Innri-Njarðvík og kórónar hann hið glæsilega hverfi sem hefur risið hratt síðustu árin. Skólinn er framúrskarandi, leiðandi á sínu sviði og fyrirmynd fyrir aðra skóla sem eiga eftir að rísa á Íslandi. Lítið hefur hinsvegar heyrst af þessum glæsilega skóla þegar rýnt er í aðra miðla en bæjarmiðilinn. Með einfaldri Google-leit að „Stapaskóli“er til að mynda ekki að finna eina einustu frétt í neinum af stærstu fréttamiðlum landsins. Reykjanesbær er í samkeppni. Samkeppni við önnur sveitarfélög um íbúa, fyrirtæki og athygli frá hinu opinbera. Við eigum að vera stolt af bænum okkar, tala hann upp og láta alla vita af því að hér er gott að búa. Nýtum styrkleikana okkar og byggjum upp samfélag sem fólk sækist í, þar sem fólk vill starfa, ala upp börnin sín og verja frítíma sínum. Ég flutti til Reykjanesbæjar fyrir rúmum áratug. Sem aðfluttur íbúi hef ég í ófá skipti þurft að svara fyrir það hvernig mér hefði eiginlega getað dottið það í hug að koma hingað úr Reykjavík. Og þá er ég fljót að nefna alla þá fjölmörgu kosti við það að búa í Reykjanesbæ. Við megum ekki láta slæmar fréttir um bæinn okkar kaffæra þær góðu – hér er ótrúlega gott að búa. Verum stolt, höfum hátt og gerum bæinn okkar ennþá betri. Mig langar að taka þátt í því og þess vegna bið ég um stuðning ykkar í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 26. febrúar. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í Reykjanesbæ líkt og í öðrum sveitafélögum ber okkur skylda að sinna lögbundinni lágmarksþjónustu við íbúa. Forgangsröðun verkefna í þágu grunnþjónustunnar er því eitt mikilvægasta verkefni sveitafélaga og uppbygging nýrra leikskóla á að vera ofarlega á þeim lista. Það þarf að tryggja börnum öruggt leikskólapláss, ekki bara börnum sem náð hafa tveggja ára aldri, heldur þarf að tryggja börnum dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi foreldra. Þetta er því miður ekki staðan í okkar góða bæjarfélagi. Samkvæmt skýrslu fræðsluráðs Reykjanesbæjar í júní 2021 var hlutfall átján mánaða barna með leikskólapláss aðeins 19%. Þetta eru sláandi tölur og það þarf að gera betur. Miklu betur. Það þarf sýn og það þarf plan. Nýr leikskóli er áformaður í Hlíðarhverfinu og þar þarf að vinna hratt og örugglega. Þar vil ég líka sjá nýjungar í framkvæmd og ungbarnadeild til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er fyrir dagvistunarpláss fyrir yngstu börnin. Það er þó ekki nóg eitt og sér, og miðað við vöxtinn í bæjarfélaginu þarf að taka rösklega til hendinni í þessum málum og leggja drög að fleiri leikskólum og/eða stækkun þeirra leikskóla sem eru starfandi í dag. Hugum að ímynd bæjarins – verum stolt af bænum okkar Nýlega var Stapaskóli tekinn í notkun í Innri-Njarðvík og kórónar hann hið glæsilega hverfi sem hefur risið hratt síðustu árin. Skólinn er framúrskarandi, leiðandi á sínu sviði og fyrirmynd fyrir aðra skóla sem eiga eftir að rísa á Íslandi. Lítið hefur hinsvegar heyrst af þessum glæsilega skóla þegar rýnt er í aðra miðla en bæjarmiðilinn. Með einfaldri Google-leit að „Stapaskóli“er til að mynda ekki að finna eina einustu frétt í neinum af stærstu fréttamiðlum landsins. Reykjanesbær er í samkeppni. Samkeppni við önnur sveitarfélög um íbúa, fyrirtæki og athygli frá hinu opinbera. Við eigum að vera stolt af bænum okkar, tala hann upp og láta alla vita af því að hér er gott að búa. Nýtum styrkleikana okkar og byggjum upp samfélag sem fólk sækist í, þar sem fólk vill starfa, ala upp börnin sín og verja frítíma sínum. Ég flutti til Reykjanesbæjar fyrir rúmum áratug. Sem aðfluttur íbúi hef ég í ófá skipti þurft að svara fyrir það hvernig mér hefði eiginlega getað dottið það í hug að koma hingað úr Reykjavík. Og þá er ég fljót að nefna alla þá fjölmörgu kosti við það að búa í Reykjanesbæ. Við megum ekki láta slæmar fréttir um bæinn okkar kaffæra þær góðu – hér er ótrúlega gott að búa. Verum stolt, höfum hátt og gerum bæinn okkar ennþá betri. Mig langar að taka þátt í því og þess vegna bið ég um stuðning ykkar í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 26. febrúar. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun