Ráðherra skipulagsmála boðar frestun uppbyggingar í Skerjafirði Bergþór Ólason skrifar 1. mars 2022 13:30 Eflaust gerir maður of lítið af því að hrósa pólitískum andstæðingum en innanríkisráðherra brást þannig við í umræðum á Alþingi í gær, um málefni flugvalla, að ekki er annað hægt en að hrósa honum fyrir. Í umræðu um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata óskaði eftir, spurði ég innviðaráðherra að því hvernig hann sjái fyrir sér þróun innanlandsflugs, komi upp sú staða að rekstrarhæfi vallarins í Vatnsmýrinni skerðist umtalsvert vegna byggingar nýrra hverfa við flugvöllinn. Spurningin var sett fram í því samhengi að ráðherrann áætlar að það taki 15-20 ár að gera nýjan flugvöll starfhæfan í Hvassahrauni (það bíður betri tíma að ræða hvort vit sé í þeirri framkvæmd). Um þetta spurði ég í því ljósi að stöðugt er þrengt að flugvellinum í Vatnsmýrinni og þar með dregið úr rekstraröryggi hans. Mat Hollensku flug- og geimferðastofnunarinnar (NLR), sem ISAVIA fékk til að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, bendir til að byggð eins og sú sem nú er áætluð í Skerjafirði geti haft umtalsverð neikvæð áhrif á rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Byggðin á Valssvæðinu hefur þegar haft neikvæð áhrif. Þrengingastefnan gagnvart flugvellinum hefur áhrif strax og byggðin rís, en lausnin sem er boðuð er fugl í skógi eftir 15-20 ár, og það er ef allt gengur eins og í sögu (jafn ólíklegt og það nú er). Iðulega eru svör ráðherra í sambærilegum umræðum óljós og fáu er hönd á festandi, en í gær svaraði innviðaráðherra (og þar með ráðherra skipulagsmála) því til að það væri „alveg skýrt að í þessu samkomulagi þá skal Reykjavíkurborg viðhalda sama rekstraröryggi og er á núverandi flugvelli. Ef að Skerjafjarðarhugmyndirnar raska [flugöryggi], þá þurfa þær einfaldlega að stöðvast, að bíða, það liggur alveg augljóslega fyrir nema einhverjar mótvægisaðgerðir séu til, ef að það væri þannig, þessu þarf bara að svara og er í vinnslu og mun skýrast“. Mótvægisaðgerðir eru þær helstar að draga úr byggingamagni og lækka fyrirhugaða byggð í Skerjafirðinum en á meðan formaður skipulagsráðs heldur því fram að án landfyllingar í Skerjafirði verði nýja hverfið ekki sjálfbært, þá er eflaust tómt mál að tala um þá lausn gagnvart Reykjavíkurborg. Eða, eins og Hollenska flug- og geimferðastofnunin bendir á í úttekt sinni, þar sem niðurstaðan var afdráttarlaus um að nýtt hverfi í Skerjafirði kallaði á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi flugvallarins. Í þessu ljósi er ekkert annað í stöðunni en að fresta uppbyggingu á svæðinu, þar til nýr flugvöllur fyrir innanlandsflugið verður tekinn í notkun, hvenær svo sem það verður. Það getur ekki verið ásættanlegt að Reykjavíkurborg velji úr þau atriði sem borgin ætlar að standa við í samningum sínum við fulltrúa ríkisvaldsins. Þá gildir einu um hvort samkomulag snúi að flugvellinum í Vatnsmýrinni eða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Á meðan áform borgarinnar um uppbyggingu í Skerjafirði virðast vera á sjálfstýringu þá er ekki annað í stöðunni fyrir innviðaráðherra en að stíga með ákveðnum hætti inn í málið, enda er hann nú orðinn ráðherra skipulagsmála, flugvallarmála, byggðamála og í rauninni allra þeirra mála sem mestu skipta er varða flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Ég hvet innviðaráðherra til dáða í þessum efnum, en tíminn er takmarkaður til að bregðast við. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþór Ólason Miðflokkurinn Reykjavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Eflaust gerir maður of lítið af því að hrósa pólitískum andstæðingum en innanríkisráðherra brást þannig við í umræðum á Alþingi í gær, um málefni flugvalla, að ekki er annað hægt en að hrósa honum fyrir. Í umræðu um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata óskaði eftir, spurði ég innviðaráðherra að því hvernig hann sjái fyrir sér þróun innanlandsflugs, komi upp sú staða að rekstrarhæfi vallarins í Vatnsmýrinni skerðist umtalsvert vegna byggingar nýrra hverfa við flugvöllinn. Spurningin var sett fram í því samhengi að ráðherrann áætlar að það taki 15-20 ár að gera nýjan flugvöll starfhæfan í Hvassahrauni (það bíður betri tíma að ræða hvort vit sé í þeirri framkvæmd). Um þetta spurði ég í því ljósi að stöðugt er þrengt að flugvellinum í Vatnsmýrinni og þar með dregið úr rekstraröryggi hans. Mat Hollensku flug- og geimferðastofnunarinnar (NLR), sem ISAVIA fékk til að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, bendir til að byggð eins og sú sem nú er áætluð í Skerjafirði geti haft umtalsverð neikvæð áhrif á rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Byggðin á Valssvæðinu hefur þegar haft neikvæð áhrif. Þrengingastefnan gagnvart flugvellinum hefur áhrif strax og byggðin rís, en lausnin sem er boðuð er fugl í skógi eftir 15-20 ár, og það er ef allt gengur eins og í sögu (jafn ólíklegt og það nú er). Iðulega eru svör ráðherra í sambærilegum umræðum óljós og fáu er hönd á festandi, en í gær svaraði innviðaráðherra (og þar með ráðherra skipulagsmála) því til að það væri „alveg skýrt að í þessu samkomulagi þá skal Reykjavíkurborg viðhalda sama rekstraröryggi og er á núverandi flugvelli. Ef að Skerjafjarðarhugmyndirnar raska [flugöryggi], þá þurfa þær einfaldlega að stöðvast, að bíða, það liggur alveg augljóslega fyrir nema einhverjar mótvægisaðgerðir séu til, ef að það væri þannig, þessu þarf bara að svara og er í vinnslu og mun skýrast“. Mótvægisaðgerðir eru þær helstar að draga úr byggingamagni og lækka fyrirhugaða byggð í Skerjafirðinum en á meðan formaður skipulagsráðs heldur því fram að án landfyllingar í Skerjafirði verði nýja hverfið ekki sjálfbært, þá er eflaust tómt mál að tala um þá lausn gagnvart Reykjavíkurborg. Eða, eins og Hollenska flug- og geimferðastofnunin bendir á í úttekt sinni, þar sem niðurstaðan var afdráttarlaus um að nýtt hverfi í Skerjafirði kallaði á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi flugvallarins. Í þessu ljósi er ekkert annað í stöðunni en að fresta uppbyggingu á svæðinu, þar til nýr flugvöllur fyrir innanlandsflugið verður tekinn í notkun, hvenær svo sem það verður. Það getur ekki verið ásættanlegt að Reykjavíkurborg velji úr þau atriði sem borgin ætlar að standa við í samningum sínum við fulltrúa ríkisvaldsins. Þá gildir einu um hvort samkomulag snúi að flugvellinum í Vatnsmýrinni eða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Á meðan áform borgarinnar um uppbyggingu í Skerjafirði virðast vera á sjálfstýringu þá er ekki annað í stöðunni fyrir innviðaráðherra en að stíga með ákveðnum hætti inn í málið, enda er hann nú orðinn ráðherra skipulagsmála, flugvallarmála, byggðamála og í rauninni allra þeirra mála sem mestu skipta er varða flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Ég hvet innviðaráðherra til dáða í þessum efnum, en tíminn er takmarkaður til að bregðast við. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun