Aðgengi allra, líka þegar snjóar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. mars 2022 15:30 Síðustu vikur hefur færð á landinu verið mörgum erfið. Við heyrum fréttir af því að fatlað fólk, sem nú þegar glímir oft við erfitt aðgengi almennt, hefur þurft að hætta við læknisheimsóknir og að sækja aðra grunnþjónustu þar sem erfitt hefur verið, ef ekki ómögulegt, að komast úr húsi. Nú gerum við ríkar kröfur til framkvæmdaaðila um að hanna skuli og byggja á grundvelli algildrar hönnunar. Það þýðir einfaldlega að byggingar og aðkomu að þeim skuli nýtast öllum. Í ljósi færðar á landinu er vert að benda á það að aðgengi að samfélaginu má ekki binda við veðráttu. Aðgengi þarf einnig að vera tryggt að vetri til þegar snjó kyngir niður og hefur áhrif á færð. Bandarísk löggjöf til fyrirmyndar? Í þessu sambandi má nefna að innan ADA, bandarísku löggjafarinnar um bann á mismunun á grundvelli fötlunar, er að finna sérstakt ákvæði sem krefur bæði opinbera aðila og einkaaðila um að gera viðeigandi ráðstafanir til að göngustígar, bílastæði, inngangar og almenningssamgöngur séu aðgengilegir fötluðu fólki, líka þegar snjóar og færð verður erfið. Snjór skal hreinsaður af bílastæðum, ryðja þarf við rampa hjá kantsteinum og aldrei má hlaða snjó í stæði fyrir fatlaða. Einnig skal tryggja að gangstígar og gangbrautir skuli vera stöðugt aðgengilegar og allar inn- og útgönguleiðir verði að vera snjólausir og tryggja öruggan og greiðan aðgang að og úr byggingu. Þarna er auðvitað að finna ýmislegt meira og annað. Gerum nauðsynlegar úrbætur Ég held að öllum okkar þyki þetta nokkuð sjálfsagt og gerist jafnvel af sjálfu sér. En því miður er það ekki svo. Með sambærilegri löggjöf og þeirri bandarísku opnast kæruleið fyrir fatlað fólk telji það sig vera mismunað um aðgengi vegna athafnaleysis við að ryðja frá snjó. Á þetta hefur verið bent síðustu daga. Skoðun mín er því sú að slík löggjöf væri til bóta. Í raun yrði hún hvati og myndi stuðla að frumkvæði hins opinbera og einkaaðila við að tryggja aðgengi fyrir alla í öllum veðrum og aðstæðum, allt árið um kring. Ég mun vinna málið áfram og vona að þetta sé eitthvað sem við getum sameinast um á þingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur færð á landinu verið mörgum erfið. Við heyrum fréttir af því að fatlað fólk, sem nú þegar glímir oft við erfitt aðgengi almennt, hefur þurft að hætta við læknisheimsóknir og að sækja aðra grunnþjónustu þar sem erfitt hefur verið, ef ekki ómögulegt, að komast úr húsi. Nú gerum við ríkar kröfur til framkvæmdaaðila um að hanna skuli og byggja á grundvelli algildrar hönnunar. Það þýðir einfaldlega að byggingar og aðkomu að þeim skuli nýtast öllum. Í ljósi færðar á landinu er vert að benda á það að aðgengi að samfélaginu má ekki binda við veðráttu. Aðgengi þarf einnig að vera tryggt að vetri til þegar snjó kyngir niður og hefur áhrif á færð. Bandarísk löggjöf til fyrirmyndar? Í þessu sambandi má nefna að innan ADA, bandarísku löggjafarinnar um bann á mismunun á grundvelli fötlunar, er að finna sérstakt ákvæði sem krefur bæði opinbera aðila og einkaaðila um að gera viðeigandi ráðstafanir til að göngustígar, bílastæði, inngangar og almenningssamgöngur séu aðgengilegir fötluðu fólki, líka þegar snjóar og færð verður erfið. Snjór skal hreinsaður af bílastæðum, ryðja þarf við rampa hjá kantsteinum og aldrei má hlaða snjó í stæði fyrir fatlaða. Einnig skal tryggja að gangstígar og gangbrautir skuli vera stöðugt aðgengilegar og allar inn- og útgönguleiðir verði að vera snjólausir og tryggja öruggan og greiðan aðgang að og úr byggingu. Þarna er auðvitað að finna ýmislegt meira og annað. Gerum nauðsynlegar úrbætur Ég held að öllum okkar þyki þetta nokkuð sjálfsagt og gerist jafnvel af sjálfu sér. En því miður er það ekki svo. Með sambærilegri löggjöf og þeirri bandarísku opnast kæruleið fyrir fatlað fólk telji það sig vera mismunað um aðgengi vegna athafnaleysis við að ryðja frá snjó. Á þetta hefur verið bent síðustu daga. Skoðun mín er því sú að slík löggjöf væri til bóta. Í raun yrði hún hvati og myndi stuðla að frumkvæði hins opinbera og einkaaðila við að tryggja aðgengi fyrir alla í öllum veðrum og aðstæðum, allt árið um kring. Ég mun vinna málið áfram og vona að þetta sé eitthvað sem við getum sameinast um á þingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun