Vaktin: Segja hundruð þúsunda hafa snúið aftur til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason, Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. mars 2022 06:52 Slökkviliðsmenn berjast hér við mikinn eld í vöruskemmu í útjaðri Kænugarðs, eftir sprengjuárás Rússa. AP/Vadim Ghirda Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Enn er óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu í Maríupól þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Breska varnarmálaráðuneytið segir enn og aftur að Rússum sé ekki að verða neitt ágengt í sókn sinni. Þeir halda hins vegar áfram linnulausum árásum á nokkrar borgir, þeirra á meðal Kænugarð og Maríupól. Bandaríkjamenn hafa samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir miklu magni vopna, meðal annars hátæknivopnum sem embættismenn segja auðflytjanleg og krefjast lítillar þjálfunar. Alþjóðasamfélagið býr sig undir mikinn vöruskort vegna stríðsins. OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu vegna átakanna. Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að yfir 320.000 Úkraínumenn sem flúð höfðu landið séu snúnir aftur heim, meirihlutinn karlmenn. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Enn er óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu í Maríupól þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Breska varnarmálaráðuneytið segir enn og aftur að Rússum sé ekki að verða neitt ágengt í sókn sinni. Þeir halda hins vegar áfram linnulausum árásum á nokkrar borgir, þeirra á meðal Kænugarð og Maríupól. Bandaríkjamenn hafa samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir miklu magni vopna, meðal annars hátæknivopnum sem embættismenn segja auðflytjanleg og krefjast lítillar þjálfunar. Alþjóðasamfélagið býr sig undir mikinn vöruskort vegna stríðsins. OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu vegna átakanna. Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að yfir 320.000 Úkraínumenn sem flúð höfðu landið séu snúnir aftur heim, meirihlutinn karlmenn. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira