Bjarni telur tóm vandræði geta hlotist af þjóðaratkvæðagreiðslum Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2022 14:37 Bjarni túlkar niðurstöðu síðustu alþingiskosninga, sem gerði Sjálfstæðisflokki, VG og Framsókn kleift að mynda ríkisstjórn, svo að þjóðin sé á móti aðildarviðræðum við ESB. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var til svara í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi undir hádegi í dag og sagðist ætla að koma út með þá skoðun sína að við Íslendingar eigum sitthvað ólært um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar. „Og já, ég er þeirrar skoðunar að það geti skapast tóm vandræði af því að leggja fyrir þjóðina spurningar sem fyrir fram liggur fyrir að meiri hluti þingsins er á móti. Ég býð ekki upp á það hvað þingmeirihlutinn eigi að segja við starfsbræður sína í Brussel þegar þeir ætla að fara að handsala samninginn og þeir segja hérna: Þingmennirnir og ráðherrarnir. Takk fyrir viðræðurnar. Ég ætla að fara heim og berjast gegn niðurstöðunni,“ sagði Bjarni í svari fyrirspurnar Dagbjarts Gunnars Lúðvíkssonar þingmanns Viðreisnar sem spurði Bjarna út í aðild Íslands í Evrópusambandinu. Bjarni er þar samkvæmur sjálfum sér en fleyg eru orð hans um hinn „pólitíska ómöguleika“ sem hann lét falla í febrúar 2014 þegar ríkisstjórnin ákvað að slíta aðildarviðræðum þó bæði hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá formaður Framsóknarflokksins sem svo mynduðu ríkisstjórn, hefðu sagt í kosningabaráttu að kosið yrði um hvort aðildarviðræðum yrði fram haldið eða ekki. Hvað óttast Bjarni? Dagbjartur Gunnar minnti á að þann 16. júní 2009 ályktaði Alþingi að hefja skyldi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þjóðin hafi ekki verið spurð álits. 12. mars 2015 tilkynnti þáverandi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, að ríkisstjórnin hygðist hætta viðræðum. Þjóðin hafi ekki verið spurð álits. Dagbjartur Gunnar sagði aðild að Evrópusambandinu mikið hagsmunamál fyrir íslensku þjóðina. Aðild ætti að vera í höndum þjóðarinnar sem sé svo aldrei spurð álits? „Þessi ákvörðun á heima í höndum þjóðarinnar sem hefur aldrei verið spurð álits. Skoðanakannanir sýna stóraukinn stuðning við áframhaldandi aðildarviðræður. Sú þróun á sér ekki eingöngu stað hér á landi. Hæstvirtur forsætisráðherra sagði í þessum sal í síðustu viku að það hafi verið mistök að fella kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikilvægast væri þó að meirihluti sé á þinginu. Hæstvirtur ráðherrar tala um svokallaðan þjóðarvilja sem sumar þjóðir kallað lýðræði. Þá vil ég því vil ég spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins hvort afstaða hans sé sú að þjóðin skuli aðeins spurð álits um mál sem þegar er þingmeirihluti fyrir?“ sagði Dagbjartur. Bjarni taldi vert að ræða Evrópusambandsmálin opið og óhindrað í þinginu. Hann hefði ekkert á móti því. En taldi ekki eftir miklu að slægjast fyrir Íslendinga að þiggja lagasmíð frá Brussel. Dagbjartur Gunnar spurði Bjarna hvort hann óttaðist vilja þjóðarinnar?viðreisn Dagbjartur sagði að það væri veigamikil ákvörðun að sækja um aðild að ESB en það væri líka stór ákvörðun að gera það ekki og ítrekaði spurningu sína; hvers vegna Bjarni vildi ekki leyfa þjóðinni að eiga aðkomu að þessari stóru ákvörðun? Hvað hefur hann að óttast? Kjósendur lýstu skoðun sinni í alþingiskosningum Bjarni sneri hins vegar uppá spurninguna og spurði á móti: „Hvers vegna stakk Viðreisn ESB-málinu í rassvasann fyrir kosningar? Hvers vegna var málinu ekki flaggað?“ Og sömuleiðis með Samfylkinguna, hélt ráðherrann áfram. Bjarni sagði að í síðustu alþingiskosningum hefðu verið tækifæri þjóðarinnar til að lýsa yfir eindreginni afstöðu. „Ég segi það sama með mál eins og stjórnarskrána sem Pírata sögðu að væri stærsta málið og ætluðu að gera að úrslitaatriði við stjórnarmyndun. Hver var niðurstaðan í því? Voru ekki lýðræðislegar kosningar? Ég held að við getum lesið það út úr sem sagt fylginu sem viðkomandi flokkar tóku með sér frá kosningunum.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Að halda sig hafa vit fyrir heilli þjóð Það var áhugavert að heyra svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Aðspurð hvort hún styddi að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálfsagt að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu - en bara ef fyrir lægi augljós meirihluti meðal þingmanna fyrir aðild að sambandinu. 22. mars 2022 14:30 Hátt í helmingur hlynntur ESB-aðild Íslands og þriðjungur mótfallinn Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Umtalsvert fleiri eru hlynntir ESB-aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan. 10. mars 2022 10:20 Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Og já, ég er þeirrar skoðunar að það geti skapast tóm vandræði af því að leggja fyrir þjóðina spurningar sem fyrir fram liggur fyrir að meiri hluti þingsins er á móti. Ég býð ekki upp á það hvað þingmeirihlutinn eigi að segja við starfsbræður sína í Brussel þegar þeir ætla að fara að handsala samninginn og þeir segja hérna: Þingmennirnir og ráðherrarnir. Takk fyrir viðræðurnar. Ég ætla að fara heim og berjast gegn niðurstöðunni,“ sagði Bjarni í svari fyrirspurnar Dagbjarts Gunnars Lúðvíkssonar þingmanns Viðreisnar sem spurði Bjarna út í aðild Íslands í Evrópusambandinu. Bjarni er þar samkvæmur sjálfum sér en fleyg eru orð hans um hinn „pólitíska ómöguleika“ sem hann lét falla í febrúar 2014 þegar ríkisstjórnin ákvað að slíta aðildarviðræðum þó bæði hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá formaður Framsóknarflokksins sem svo mynduðu ríkisstjórn, hefðu sagt í kosningabaráttu að kosið yrði um hvort aðildarviðræðum yrði fram haldið eða ekki. Hvað óttast Bjarni? Dagbjartur Gunnar minnti á að þann 16. júní 2009 ályktaði Alþingi að hefja skyldi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þjóðin hafi ekki verið spurð álits. 12. mars 2015 tilkynnti þáverandi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, að ríkisstjórnin hygðist hætta viðræðum. Þjóðin hafi ekki verið spurð álits. Dagbjartur Gunnar sagði aðild að Evrópusambandinu mikið hagsmunamál fyrir íslensku þjóðina. Aðild ætti að vera í höndum þjóðarinnar sem sé svo aldrei spurð álits? „Þessi ákvörðun á heima í höndum þjóðarinnar sem hefur aldrei verið spurð álits. Skoðanakannanir sýna stóraukinn stuðning við áframhaldandi aðildarviðræður. Sú þróun á sér ekki eingöngu stað hér á landi. Hæstvirtur forsætisráðherra sagði í þessum sal í síðustu viku að það hafi verið mistök að fella kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikilvægast væri þó að meirihluti sé á þinginu. Hæstvirtur ráðherrar tala um svokallaðan þjóðarvilja sem sumar þjóðir kallað lýðræði. Þá vil ég því vil ég spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins hvort afstaða hans sé sú að þjóðin skuli aðeins spurð álits um mál sem þegar er þingmeirihluti fyrir?“ sagði Dagbjartur. Bjarni taldi vert að ræða Evrópusambandsmálin opið og óhindrað í þinginu. Hann hefði ekkert á móti því. En taldi ekki eftir miklu að slægjast fyrir Íslendinga að þiggja lagasmíð frá Brussel. Dagbjartur Gunnar spurði Bjarna hvort hann óttaðist vilja þjóðarinnar?viðreisn Dagbjartur sagði að það væri veigamikil ákvörðun að sækja um aðild að ESB en það væri líka stór ákvörðun að gera það ekki og ítrekaði spurningu sína; hvers vegna Bjarni vildi ekki leyfa þjóðinni að eiga aðkomu að þessari stóru ákvörðun? Hvað hefur hann að óttast? Kjósendur lýstu skoðun sinni í alþingiskosningum Bjarni sneri hins vegar uppá spurninguna og spurði á móti: „Hvers vegna stakk Viðreisn ESB-málinu í rassvasann fyrir kosningar? Hvers vegna var málinu ekki flaggað?“ Og sömuleiðis með Samfylkinguna, hélt ráðherrann áfram. Bjarni sagði að í síðustu alþingiskosningum hefðu verið tækifæri þjóðarinnar til að lýsa yfir eindreginni afstöðu. „Ég segi það sama með mál eins og stjórnarskrána sem Pírata sögðu að væri stærsta málið og ætluðu að gera að úrslitaatriði við stjórnarmyndun. Hver var niðurstaðan í því? Voru ekki lýðræðislegar kosningar? Ég held að við getum lesið það út úr sem sagt fylginu sem viðkomandi flokkar tóku með sér frá kosningunum.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Að halda sig hafa vit fyrir heilli þjóð Það var áhugavert að heyra svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Aðspurð hvort hún styddi að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálfsagt að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu - en bara ef fyrir lægi augljós meirihluti meðal þingmanna fyrir aðild að sambandinu. 22. mars 2022 14:30 Hátt í helmingur hlynntur ESB-aðild Íslands og þriðjungur mótfallinn Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Umtalsvert fleiri eru hlynntir ESB-aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan. 10. mars 2022 10:20 Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Að halda sig hafa vit fyrir heilli þjóð Það var áhugavert að heyra svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Aðspurð hvort hún styddi að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálfsagt að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu - en bara ef fyrir lægi augljós meirihluti meðal þingmanna fyrir aðild að sambandinu. 22. mars 2022 14:30
Hátt í helmingur hlynntur ESB-aðild Íslands og þriðjungur mótfallinn Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Umtalsvert fleiri eru hlynntir ESB-aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan. 10. mars 2022 10:20
Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56