Fá hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leigu vegna faraldursins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2022 23:23 Hótelið var meðal annars nýtt undir farsóttarhús fyrir Covid-smitaða. Vísir/Egill Fosshótel fær 33 prósent afslátt af leigugreiðslum sem spönnuðu yfir eins árs tímabil og þar af leiðandi hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leiguverði. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu nýlega, en áður hafði dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að lækka bæri leiguna um 50 prósent. Hæstiréttur ómerkti þann dóm vegna annmarka á dómi héraðsdóms en tók ekki efnislega afstöðu til leigugreiðslnanna. Markaðsaðstæður geti breyst Fosshótel bar fyrir sig að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, svokallað force majeure, hafi gert það að verkum að því væri ókleift að efna leigusamninginn. Ósanngjarnt væri að hótelið þyrfti eitt að bera þungan af lokunum vegna kórónuveirunnar en hótelinu var lokað í heilt ár, frá 31. mars 2020 til 31. mars 2021 og öllum 129 starfsmönnum hótelsins sagt upp. Fyrirtækið Íþaka ehf., sem leigir Fosshótelum húsnæðið, sagði að faraldurinn hafi ekki verið hindrun í kröfuréttarlegum skilningi heldur væri einfaldlega um breyttar markaðsaðstæður að ræða. Hærri leigugreiðslna yrði ekki krafist þegar vel gengi, ekki frekar en þegar illa gengi í rekstrinum, og Fosshótelum hafi því ekki verið ókleift að efna samninginn. Leigufélagið sagði enn fremur að í viðskiptum mætti alltaf búast við því að ytri aðstæður gætu breyst og haft þannig áhrif á gengi hótelsins. Ósanngjarnt væri að verri markaðsaðstæður leiddu til þess að leigugreiðslur féllu niður eða að greiða ætti lægri leigu fyrir húsnæðið. Faraldurinn force majeure Héraðsdómur sagði ljóst að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik gætu leitt til þess að ómögulegt væri að efna skuldbindingar samkvæmt samningum. Kórónuveirufaraldurinn falli sannarlega undir slík atvik. Því var niðurstaðan sú að eðlilegt væri, vegna atvika sem síðar komu til, að breyta leiguverði samkvæmt samningnum. Fosshótelum bæri því að greiða tvo þriðju hluta leigufjárhæðarinnar eða tæpar 280 milljónir króna en leigufélagið krafðist Héraðsdómurinn er nokkuð ítarlegur en hann má lesa í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu nýlega, en áður hafði dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að lækka bæri leiguna um 50 prósent. Hæstiréttur ómerkti þann dóm vegna annmarka á dómi héraðsdóms en tók ekki efnislega afstöðu til leigugreiðslnanna. Markaðsaðstæður geti breyst Fosshótel bar fyrir sig að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, svokallað force majeure, hafi gert það að verkum að því væri ókleift að efna leigusamninginn. Ósanngjarnt væri að hótelið þyrfti eitt að bera þungan af lokunum vegna kórónuveirunnar en hótelinu var lokað í heilt ár, frá 31. mars 2020 til 31. mars 2021 og öllum 129 starfsmönnum hótelsins sagt upp. Fyrirtækið Íþaka ehf., sem leigir Fosshótelum húsnæðið, sagði að faraldurinn hafi ekki verið hindrun í kröfuréttarlegum skilningi heldur væri einfaldlega um breyttar markaðsaðstæður að ræða. Hærri leigugreiðslna yrði ekki krafist þegar vel gengi, ekki frekar en þegar illa gengi í rekstrinum, og Fosshótelum hafi því ekki verið ókleift að efna samninginn. Leigufélagið sagði enn fremur að í viðskiptum mætti alltaf búast við því að ytri aðstæður gætu breyst og haft þannig áhrif á gengi hótelsins. Ósanngjarnt væri að verri markaðsaðstæður leiddu til þess að leigugreiðslur féllu niður eða að greiða ætti lægri leigu fyrir húsnæðið. Faraldurinn force majeure Héraðsdómur sagði ljóst að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik gætu leitt til þess að ómögulegt væri að efna skuldbindingar samkvæmt samningum. Kórónuveirufaraldurinn falli sannarlega undir slík atvik. Því var niðurstaðan sú að eðlilegt væri, vegna atvika sem síðar komu til, að breyta leiguverði samkvæmt samningnum. Fosshótelum bæri því að greiða tvo þriðju hluta leigufjárhæðarinnar eða tæpar 280 milljónir króna en leigufélagið krafðist Héraðsdómurinn er nokkuð ítarlegur en hann má lesa í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira