Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. mars 2022 16:01 Sérfræðingar segja illa farið með unga rússneska hermenn í herþjálfuninni. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum og Jón Ólafsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddu málin á Sprengisandi í morgun. Þau segja fullkomlega ljóst að liðsandi innan Rússahers sé stórt vandamál. Fréttir hafa meðal annars borist af því að hermenn Rússa hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum. Busavígslan viðbjóðslegt form af ofbeldi Brynja Huld segir að svokölluð busavígsla hafi lengi tíðkast við móttöku nýliða í rússneska hernum. Aðferðunum sem Rússar beiti séu oft og tíðum grófar og til þess fallnar að grafa undan liðsanda. „Þessi busavígsla sem er í rauninni viðbjóðslegt form af ofbeldi, þar sem nýliðar í hernum eru beittir kynferðisofbeldi, þeim er haldið vakandi í lengri tíma, þeir eru pyntaðir og neyddir til að pynta og beita aðra ofbeldi. Það gerir það kannski að verkum að það sé ekki mikill liðsandi. Og almennt í herfræðunum þá er það oft það mikilvægasta í hvata herdeilda, [það] er tengingin milli eða samböndin milli einstaklinga. Þessi tilfinningatengsl og svona bolmagn milli herdeildanna er gífurlega mikill hvati. Og þessi hvati er eða tilfinningatengsl eru mjög löskuð. Ef þú ert með að þú ert með kannski 25% innan hersins sem hafa verið beittir hafa verið ofbeldi af öðrum í hernum,“ segir Brynja Huld. Rússneskir fjölmiðlar minnist ekki á unga hermenn Jón tekur í sama streng og segir að rekja megi busavígsluna til Sovétríkjanna. Hann voni þó að vígslan hafi skánað nú á síðari árum en það hafi verið mikið til umræðu í Rússlandi hve illa sé farið með þá sem þurfi að gegna herþjónustu. Mennirnir ungu komi gjarnan alveg bugaðir úr hernum jafnvel þótt þeir hafi ekki þurft að taka þátt í bardögum. „Í fjölmiðlum í Rússlandi er ekki talað um það að það séu ungir menn þarna. Þetta er séraðgerð samkvæmt þeim og það þýðir að það séu officerar í henni. En við sjáum það bara af þeim sem hafa verið sýndir fallnir eða teknir til fanga, þá eru tuttugu og fimm prósent örugglega nærri lagi,“ segir Jón. Hann segir að erfitt sé að ganga að því vísu að ungu mennirnir, sem margir fari tilneyddir í herinn vegna herkvaðningar, séu undirbúnir fyrir átökin. „Þá er ótrúlega auðvelt að spyrja, myndirðu fórna lífi þínu fyrir einhvern sem hefur beitt þig grófu ofbeldi og treystirðu þeim sem pynti þig til að bera hag þinn fyrir brjósti á vígvellinum? Og ég held að þetta spili ótrúlega mikið inn í móralinn hjá rússneska hernum,“ segir Brynja Huld. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sprengisandur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum og Jón Ólafsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddu málin á Sprengisandi í morgun. Þau segja fullkomlega ljóst að liðsandi innan Rússahers sé stórt vandamál. Fréttir hafa meðal annars borist af því að hermenn Rússa hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum. Busavígslan viðbjóðslegt form af ofbeldi Brynja Huld segir að svokölluð busavígsla hafi lengi tíðkast við móttöku nýliða í rússneska hernum. Aðferðunum sem Rússar beiti séu oft og tíðum grófar og til þess fallnar að grafa undan liðsanda. „Þessi busavígsla sem er í rauninni viðbjóðslegt form af ofbeldi, þar sem nýliðar í hernum eru beittir kynferðisofbeldi, þeim er haldið vakandi í lengri tíma, þeir eru pyntaðir og neyddir til að pynta og beita aðra ofbeldi. Það gerir það kannski að verkum að það sé ekki mikill liðsandi. Og almennt í herfræðunum þá er það oft það mikilvægasta í hvata herdeilda, [það] er tengingin milli eða samböndin milli einstaklinga. Þessi tilfinningatengsl og svona bolmagn milli herdeildanna er gífurlega mikill hvati. Og þessi hvati er eða tilfinningatengsl eru mjög löskuð. Ef þú ert með að þú ert með kannski 25% innan hersins sem hafa verið beittir hafa verið ofbeldi af öðrum í hernum,“ segir Brynja Huld. Rússneskir fjölmiðlar minnist ekki á unga hermenn Jón tekur í sama streng og segir að rekja megi busavígsluna til Sovétríkjanna. Hann voni þó að vígslan hafi skánað nú á síðari árum en það hafi verið mikið til umræðu í Rússlandi hve illa sé farið með þá sem þurfi að gegna herþjónustu. Mennirnir ungu komi gjarnan alveg bugaðir úr hernum jafnvel þótt þeir hafi ekki þurft að taka þátt í bardögum. „Í fjölmiðlum í Rússlandi er ekki talað um það að það séu ungir menn þarna. Þetta er séraðgerð samkvæmt þeim og það þýðir að það séu officerar í henni. En við sjáum það bara af þeim sem hafa verið sýndir fallnir eða teknir til fanga, þá eru tuttugu og fimm prósent örugglega nærri lagi,“ segir Jón. Hann segir að erfitt sé að ganga að því vísu að ungu mennirnir, sem margir fari tilneyddir í herinn vegna herkvaðningar, séu undirbúnir fyrir átökin. „Þá er ótrúlega auðvelt að spyrja, myndirðu fórna lífi þínu fyrir einhvern sem hefur beitt þig grófu ofbeldi og treystirðu þeim sem pynti þig til að bera hag þinn fyrir brjósti á vígvellinum? Og ég held að þetta spili ótrúlega mikið inn í móralinn hjá rússneska hernum,“ segir Brynja Huld. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sprengisandur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira