Ekkert fundarboð vegna „mikilmennskuæðis“ stjórnarflokkanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2022 14:42 Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar er afar ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og telur að mistökin megi rekja til „mikilmennskuæðis“ hennar. vísir/vilhelm Í morgun var fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt en það fórst fyrir að bjóða tveimur áheyrnarfulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd á kynninguna. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins að hann hefði fylgst með tölvupóstinum sínum til miðnættis í von um fundarboð en það barst aldrei. Það kom því í hlut Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að sinna hlutverki stjórnarandstöðunnar allrar á kynningunni í ljósi þess að hann var eini fulltrúi hennar þar. Guðbrandur Einarsson og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fengu ekki boð á kynninguna en hinir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem fengu boð forfölluðust. „Þannig að úr varð, vegna eðlilegra annarra forfalla að ég var sá eini úr stjórnarandstöðunni sem sat á þessum fundi. Það var mjög „kúnstugt“. Það var mjög áhugaverð upplifun verð ég að segja og má segja að ég hafi haft nóg að gera til að sinna störfum stjórnarandstöðunnar á þeim fundi en þá er ég samt ekki í þeirri stöðu. Það er hver og einn flokkur fyrir sig og það verður að bjóða öllum,“ sagði Björn Leví. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, steig því næst í pontu og tók undir með þingmanni Pírata. Hún sagði að síðastliðið haust hefði ríkisstjórnin beitt „áður óþekktu meirihlutaræði“ til að fjölga nefndarmönnum stjórnarflokkanna í fastanefndum Alþingis þvert á varnaðarorð stjórnarandstöðunnar sem taldi að þetta fyrirkomulag myndi hafa neikvæð áhrif á störfin á Alþingi, framkvæmdina og lýðræðið. Hanna kveðst hafa séð ýmis merki þess að þetta fyrirkomulag hafi verið vanhugsað en skýrasta dæmið væri þó að áheyrnarfulltrúunum hafi ekki verið boðið. „Nú geri ég alveg ráð fyrir því að það hafi verið mistök en það er nákvæmlega þessi mistök sem þetta fljótræði, þessi valdbeiting, þetta hugsunarleysi, þetta mikilmennskuæði stjórnarflokkanna leiðir af sér,“ sagði Hanna Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Það kom því í hlut Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að sinna hlutverki stjórnarandstöðunnar allrar á kynningunni í ljósi þess að hann var eini fulltrúi hennar þar. Guðbrandur Einarsson og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fengu ekki boð á kynninguna en hinir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem fengu boð forfölluðust. „Þannig að úr varð, vegna eðlilegra annarra forfalla að ég var sá eini úr stjórnarandstöðunni sem sat á þessum fundi. Það var mjög „kúnstugt“. Það var mjög áhugaverð upplifun verð ég að segja og má segja að ég hafi haft nóg að gera til að sinna störfum stjórnarandstöðunnar á þeim fundi en þá er ég samt ekki í þeirri stöðu. Það er hver og einn flokkur fyrir sig og það verður að bjóða öllum,“ sagði Björn Leví. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, steig því næst í pontu og tók undir með þingmanni Pírata. Hún sagði að síðastliðið haust hefði ríkisstjórnin beitt „áður óþekktu meirihlutaræði“ til að fjölga nefndarmönnum stjórnarflokkanna í fastanefndum Alþingis þvert á varnaðarorð stjórnarandstöðunnar sem taldi að þetta fyrirkomulag myndi hafa neikvæð áhrif á störfin á Alþingi, framkvæmdina og lýðræðið. Hanna kveðst hafa séð ýmis merki þess að þetta fyrirkomulag hafi verið vanhugsað en skýrasta dæmið væri þó að áheyrnarfulltrúunum hafi ekki verið boðið. „Nú geri ég alveg ráð fyrir því að það hafi verið mistök en það er nákvæmlega þessi mistök sem þetta fljótræði, þessi valdbeiting, þetta hugsunarleysi, þetta mikilmennskuæði stjórnarflokkanna leiðir af sér,“ sagði Hanna Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46
Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00
Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49