Vaktin: Selenskí segir rússneska herinn hörfa frá norðurhluta Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 31. mars 2022 23:27 Vólódímír Selenskí telur að rússneski herinn muni sækja enn harðar á öðrum vígstöðum. Getty Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútin, forseta Rússlands, vera valdaminni mann en hann var fyrir innrásina í Úkraínu. Hann væri fangi í eigin búri. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja að aukin áhersla Rússa á að ná tökum á Donbas-héraði gæti dregið stríðið í Úkraínu á langinn. Þar hefur í raun verið stríð samfleytt undanfarin átta ár og Bandaríkjamenn telja að úkraínskar hersveitir í héraðinu hafi veitt Rússum harða mótspyrnu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að hersveitir Rússa séu ekki að hörfa heldur séu Rússar að endurskipuleggja sig. Á sama tíma og Rússar ætli sér að gefa aukinn kraft í sókn þeirra í Donbass, ætli þeir að halda áfram þrýstingi á Úkraínumenn við Kænugarð. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í dag undir skipun um að 134.500 ungir menn yrðu kvaddir í rússneska herinn. Um árlegan viðburð er að ræða og halda forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands að herkvaðningin komi innrásinni í Úkraínu ekkert við. Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun um tímabundið vopnahlé í Maríupól í dag til að greiða fyrir rýmingu borgarinnar. Friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram á morgun. Selenskí sagði Úkraínu þurfa aðstoð og vopn. „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði,“ sagði hann. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda eru sagðar hafa komið hart niður á framleiðslu bifreiða og skriðdreka í Rússlandi. Rúblan hefur náð fyrri styrk en olíuverð lækkað. Líklega má rekja þetta til kröfu Rússa um að fá greitt fyrir orku í eigin gjaldmiðli og til fyrirætlana ráðamanna vestanhafs að ganga á olíubirgðir sínar. Átta rússneskir auðmenn sem eru nú á lista yfir þá sem sæta viðskiptaþvingunum fengu svokallað „gullið vegabréf“ í Bretlandi, eftir að hafa lofað að fjárfesta þar fyrir að minnsta kosti 2 milljónir punda. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútin, forseta Rússlands, vera valdaminni mann en hann var fyrir innrásina í Úkraínu. Hann væri fangi í eigin búri. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja að aukin áhersla Rússa á að ná tökum á Donbas-héraði gæti dregið stríðið í Úkraínu á langinn. Þar hefur í raun verið stríð samfleytt undanfarin átta ár og Bandaríkjamenn telja að úkraínskar hersveitir í héraðinu hafi veitt Rússum harða mótspyrnu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að hersveitir Rússa séu ekki að hörfa heldur séu Rússar að endurskipuleggja sig. Á sama tíma og Rússar ætli sér að gefa aukinn kraft í sókn þeirra í Donbass, ætli þeir að halda áfram þrýstingi á Úkraínumenn við Kænugarð. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í dag undir skipun um að 134.500 ungir menn yrðu kvaddir í rússneska herinn. Um árlegan viðburð er að ræða og halda forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands að herkvaðningin komi innrásinni í Úkraínu ekkert við. Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun um tímabundið vopnahlé í Maríupól í dag til að greiða fyrir rýmingu borgarinnar. Friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram á morgun. Selenskí sagði Úkraínu þurfa aðstoð og vopn. „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði,“ sagði hann. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda eru sagðar hafa komið hart niður á framleiðslu bifreiða og skriðdreka í Rússlandi. Rúblan hefur náð fyrri styrk en olíuverð lækkað. Líklega má rekja þetta til kröfu Rússa um að fá greitt fyrir orku í eigin gjaldmiðli og til fyrirætlana ráðamanna vestanhafs að ganga á olíubirgðir sínar. Átta rússneskir auðmenn sem eru nú á lista yfir þá sem sæta viðskiptaþvingunum fengu svokallað „gullið vegabréf“ í Bretlandi, eftir að hafa lofað að fjárfesta þar fyrir að minnsta kosti 2 milljónir punda. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira