Gríska goðið orðið stigahæst í sögu Bucks, Dísætur DeRozan og Lakers geta ekkert Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 07:30 Giannis er nú stigahæsti leikmaður í sögu Milwaukee Bucks. Al Bello/Getty Images Að venju var mikið um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Framlengja þurfti í tveimur háspennuleikjum, í öðrum þeirra varð Giannis Antetokounmpo stigahæsti leikmaður í sögu Milwaukee Bucks. Á sama tíma steinlá LeBron James-laust lið Los Angeles Lakers á útivelli gegn Utah Jazz. Stórleikur kvöldsins var án efa leikur Brooklyn Nets og meistara Milwaukee Bucks. Kyrie Irving má nú spila í Brooklyn og heimamenn vilja koma á siglingu inn i úrslitakeppnina. Sömu sögu er að segja af meisturunum sem hafa þó verið nokkuð óstöðugir í síðustu leikjum. Leikur næturinnar í Barclays Center minnti um margt á leik í úrslitakeppninni en það var ekkert gefið eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu með allt að tíu stigum í öðrum leikhluta. Það er þangað til gríska goðið Giannis Antetokounmpo sagði „hingað og ekki lengra.“ Munurinn kominn niður í aðeins fjögur stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Síðari hálfleikur var svo háspenna lífshætta. Undir lok þriðja leikhluta tóku gestirnir forystuna en heimamenn náðu aftur tökum á leiknum. Khris Middleton was ejected after this foul. pic.twitter.com/WblBFZEdwR— Bleacher Report (@BleacherReport) April 1, 2022 Khris Middleton var sendur í sturtu þegar fimm mínútur voru eftir en hann reif Bruce Brown þá niður sem var í þann mund að koma Brooklyn fimm stigum yfir. Heimamenn voru níu stigum yfir þegar rétt tæplega fjórar mínútur lifðu leiks. Bucks gáfust ekki upp og Giannis hafnaði metin í 110-110 þegar 18 sekúndur voru til leiksloka. Þar með var Giannis orðinn stigahæsti leikmaður Milwaukee Bucks frá upphafi. Nets skoruðu ekki í næstu sókn og því var framlengt. Giannis forces OT!Giannis also became the @Bucks franchise leader in points with this 3.OT Live Now on TNT pic.twitter.com/n42cqm1LGA— NBA (@NBA) April 1, 2022 Háspennan hélt áfram í framlengingunni, þegar tæpar 10 sekúndur voru eftir var brotið á Durant sem var á leiðinni upp í þriggja stiga skot. Durant setti öll þrjú skotin niður og Brooklyn leiddi 119-118 með 8,7 sekúndur eftir á klukkunni. Giannis fékk boltann, keyrði inn að vörn Brooklyn og á endanum var brotið á honum. Hann skoraði úr báðum vítaskotum sínum og tryggði Bucks magnaðan 120-119 sigur. Alls skoraði Giannis 44 stig í leiknum ásamt því að taka 14 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Gríska goðið er nú stigahæsti leikmaður í sögu Milwaukee. Fyrir kvöldið var hann 39 stigum á eftir goðsögninni Kareem Abdul-Jabbar og því var aðeins tímaspursmál hvenær Giannis myndi ná toppsætinu. Hann gerði það með stæl og tryggði Bucks magnaðan sigur í leiðinni. Alls hefur Giannis skorað 14.172 stig í NBA-deildinni. The Greek Freak became the @Bucks All-Time scoring leader on his CLUTCH 3-pointer to force OT, then followed that up by hitting the game-winning free throws in overtime! #FearTheDeer@Giannis_An34: 44 PTS, 14 REB, 6 AST pic.twitter.com/YheYxqo8kj— NBA (@NBA) April 1, 2022 From the 15th pick to Milwaukee s All-Time Scoring Leader. The work isn t done. Stay hungry. pic.twitter.com/decXP9Osz0— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 1, 2022 Hjá Nets var Durant með 26 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst. Kyrie var með 25 stig, 5 stoðsendingar og 3 fráköst. Chicago Bulls þurfti framlengingu til að leggja Los Angeles Clippers að velli, lokatölur 135-130. DeMar DeRozan tryggði sigur Nautanna en hann skoraði 50 stig í leiknum ásamt því að gefa 6 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Nikola Vučević kom þar á eftir með 22 stig og 14 fráköst. Hjá Clippers skoraði Reggie Jackson 34 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar. 5 0 POINTS!@DeMar_DeRozan left it all on the court, GOING OFF for 50 points to lead the @chicagobulls to the comeback victory after being down 16! #BullsNation50 PTS | 5 REB | 6 AST pic.twitter.com/Oxcu6tZko0— NBA (@NBA) April 1, 2022 Utah Jazz vann öruggan sigur á Los Angeles Lakers, lokatölur 122-109. Eins og staðan er í dag er Lakers ekki á leiðinni í umspil fyrir úrslitakeppnina. Liðið var án bæði Anthony Davis og LeBron James í nótt og það sást. Jazz betri aðilinn frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað verið mun stærri. Donovan Mitchell skoraði 29 stig fyrir Jazz ásamt því að gefa 7 stoðsendingar. Rudy Gobert skoraði 25 stig og tók 17 fráköst. Hjá Lakers skoraði Russell Westbrook 24 stig og gaf 7 stoðsendingar. Dwight Howard kom þar á eftir með 21 stig og 12 fráköst. 41 points in the win Wednesday Night 30 points in the win Thursday Night @TheTraeYoung jumped right back in his scoring bag to lead the @ATLHawks to the win! #TrueToAtlanta pic.twitter.com/pVFaJhLKGa— NBA (@NBA) April 1, 2022 Trae Young skoraði 30 stig er Atlanta Hawks rúllaði yfir Cleveland Cavaliers, lokatölur 131-107. Þá vann Detroit Pistons óvæntan sigur á Philadelphia 76ers, lokatölur 102-94. The Boston Celtics & Milwaukee Bucks have clinched a spot in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.https://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/3cE5ZbjmLT— NBA (@NBA) April 1, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Stórleikur kvöldsins var án efa leikur Brooklyn Nets og meistara Milwaukee Bucks. Kyrie Irving má nú spila í Brooklyn og heimamenn vilja koma á siglingu inn i úrslitakeppnina. Sömu sögu er að segja af meisturunum sem hafa þó verið nokkuð óstöðugir í síðustu leikjum. Leikur næturinnar í Barclays Center minnti um margt á leik í úrslitakeppninni en það var ekkert gefið eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu með allt að tíu stigum í öðrum leikhluta. Það er þangað til gríska goðið Giannis Antetokounmpo sagði „hingað og ekki lengra.“ Munurinn kominn niður í aðeins fjögur stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Síðari hálfleikur var svo háspenna lífshætta. Undir lok þriðja leikhluta tóku gestirnir forystuna en heimamenn náðu aftur tökum á leiknum. Khris Middleton was ejected after this foul. pic.twitter.com/WblBFZEdwR— Bleacher Report (@BleacherReport) April 1, 2022 Khris Middleton var sendur í sturtu þegar fimm mínútur voru eftir en hann reif Bruce Brown þá niður sem var í þann mund að koma Brooklyn fimm stigum yfir. Heimamenn voru níu stigum yfir þegar rétt tæplega fjórar mínútur lifðu leiks. Bucks gáfust ekki upp og Giannis hafnaði metin í 110-110 þegar 18 sekúndur voru til leiksloka. Þar með var Giannis orðinn stigahæsti leikmaður Milwaukee Bucks frá upphafi. Nets skoruðu ekki í næstu sókn og því var framlengt. Giannis forces OT!Giannis also became the @Bucks franchise leader in points with this 3.OT Live Now on TNT pic.twitter.com/n42cqm1LGA— NBA (@NBA) April 1, 2022 Háspennan hélt áfram í framlengingunni, þegar tæpar 10 sekúndur voru eftir var brotið á Durant sem var á leiðinni upp í þriggja stiga skot. Durant setti öll þrjú skotin niður og Brooklyn leiddi 119-118 með 8,7 sekúndur eftir á klukkunni. Giannis fékk boltann, keyrði inn að vörn Brooklyn og á endanum var brotið á honum. Hann skoraði úr báðum vítaskotum sínum og tryggði Bucks magnaðan 120-119 sigur. Alls skoraði Giannis 44 stig í leiknum ásamt því að taka 14 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Gríska goðið er nú stigahæsti leikmaður í sögu Milwaukee. Fyrir kvöldið var hann 39 stigum á eftir goðsögninni Kareem Abdul-Jabbar og því var aðeins tímaspursmál hvenær Giannis myndi ná toppsætinu. Hann gerði það með stæl og tryggði Bucks magnaðan sigur í leiðinni. Alls hefur Giannis skorað 14.172 stig í NBA-deildinni. The Greek Freak became the @Bucks All-Time scoring leader on his CLUTCH 3-pointer to force OT, then followed that up by hitting the game-winning free throws in overtime! #FearTheDeer@Giannis_An34: 44 PTS, 14 REB, 6 AST pic.twitter.com/YheYxqo8kj— NBA (@NBA) April 1, 2022 From the 15th pick to Milwaukee s All-Time Scoring Leader. The work isn t done. Stay hungry. pic.twitter.com/decXP9Osz0— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 1, 2022 Hjá Nets var Durant með 26 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst. Kyrie var með 25 stig, 5 stoðsendingar og 3 fráköst. Chicago Bulls þurfti framlengingu til að leggja Los Angeles Clippers að velli, lokatölur 135-130. DeMar DeRozan tryggði sigur Nautanna en hann skoraði 50 stig í leiknum ásamt því að gefa 6 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Nikola Vučević kom þar á eftir með 22 stig og 14 fráköst. Hjá Clippers skoraði Reggie Jackson 34 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar. 5 0 POINTS!@DeMar_DeRozan left it all on the court, GOING OFF for 50 points to lead the @chicagobulls to the comeback victory after being down 16! #BullsNation50 PTS | 5 REB | 6 AST pic.twitter.com/Oxcu6tZko0— NBA (@NBA) April 1, 2022 Utah Jazz vann öruggan sigur á Los Angeles Lakers, lokatölur 122-109. Eins og staðan er í dag er Lakers ekki á leiðinni í umspil fyrir úrslitakeppnina. Liðið var án bæði Anthony Davis og LeBron James í nótt og það sást. Jazz betri aðilinn frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað verið mun stærri. Donovan Mitchell skoraði 29 stig fyrir Jazz ásamt því að gefa 7 stoðsendingar. Rudy Gobert skoraði 25 stig og tók 17 fráköst. Hjá Lakers skoraði Russell Westbrook 24 stig og gaf 7 stoðsendingar. Dwight Howard kom þar á eftir með 21 stig og 12 fráköst. 41 points in the win Wednesday Night 30 points in the win Thursday Night @TheTraeYoung jumped right back in his scoring bag to lead the @ATLHawks to the win! #TrueToAtlanta pic.twitter.com/pVFaJhLKGa— NBA (@NBA) April 1, 2022 Trae Young skoraði 30 stig er Atlanta Hawks rúllaði yfir Cleveland Cavaliers, lokatölur 131-107. Þá vann Detroit Pistons óvæntan sigur á Philadelphia 76ers, lokatölur 102-94. The Boston Celtics & Milwaukee Bucks have clinched a spot in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.https://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/3cE5ZbjmLT— NBA (@NBA) April 1, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira