„Þetta er ekki bara vinna heldur líka það að vera innan um fólk“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. apríl 2022 09:01 Maður á áttræðisaldri sem fékk vinnu á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur segir það ljótt af vinnuveitendum að segja fólki upp sökum aldurs. Hann segir mikinn félagsskap fólginn í vinnu og hlakkar til að takast á við ný verkefni. Forsaga málsins er sú að Jóni Arnari veitingamanni blöskraði fréttir af því að fólk yfir sextugt ætti erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Ákvað hann því að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. Yfir hundrað manns úr þessum aldurshópi sóttu um og eftir fjölmörg atvinnuviðtöl réð hann tíu manns. „Dóttir mín sem var á leiðinni til Akureyrar hringdi í pabba sinn og sagði að það væri verið að opna stað þar sem verið er að auglýsa eftir eldra fólki. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig sagði hún og mér fannst þetta svo flott, að það væri verið að bjóða eldra fólki að vinna,“ sagði Ólafur Sveinsson, 75 ára starfsmaður á Grazie Trattoria. Ólafur hætti að vinna fyrir fjórum árum síðan en hann hefur áratuga reynslu af þjónustustörfum. Það hefur Ingólfur Kristinn einnig. „Ég sá þessa skemmtilegu auglýsingu í blaðinu og hafði bara mikinn áhuga. Og ég tala nú ekki um þegar ég kom hérna og sá lookið á staðnum, allt hér til fyrirmyndar,“ sagði Ingólfur Kristinn Einarsson, 58 ára starfsmaður á Grazie Trattoria. „Maður er búinn að heyra svo margar sögur um það að fólk sem komið er yfir 67 ára eða 70 ára og hefur áhuga á því að vinna meira, þá er það yfirleitt sett til baka í þjóðfélaginu og það er það sem mér finnst svo óskaplega ljótt,“ sagði Ólafur. Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria segir að flestir þeirra sem sóttu um hafi ítrekað sótt um allls konar vinnu eftir að þeim var sagt upp vegna aldurs en alltaf fengið höfnun. „Nokkrir voru búnir að sækja um og sækja um og ein var búin að gefast upp og hafði ekki sótt um í tvö eða tvö og hálft ár. Hún sagði bara: Ég var búin að gefast upp, mig langaði að vinna meira en það gekk ekki upp! Og maður fann það alveg að það var pínu stress yfir því að það væri kannski bara of gamalt eða ekki nógu gott,“ sagði Jón Arnar. Nauðsynlegt að geta hitt fólk Ólafur segir mikinn félagsskap fólginn í vinnu og því sé nauðsynlegt að fólk sem komið er á aldur fái að vinna langi það til þess. „Þetta er ekki bara vinna, þetta er líka það að vera innan um fólk. Þú sérð það bara hér að vera innan um fólk í stað þess að vera heima hjá sér og horfa kannski á sjónvarpið. En það er fullt af fólki sem á ekki þennan möguleika að vera innan um annað fólk. Mér finnst þetta vera hluti af því að geta farið út og hitt fólk,“ sagði Ólafur. Aðrir veitingastaðir farnir að ráða eldra fólk Jón Arnar segir að framtakið hafi vakið gríðarlega athygli. „Meðal annars veitingamenn byrjaðir að hringja í mig og segja: Hey getum við fengið affallið hjá þér, sem er bara geggjað og svarið var já það er ekkert mál, Endilega. Þannig að það er greinilega orðin mikil vakning og það er líka tilgangurinn. Að við myndum vakna og fara að gera eitthvað í þessu.“ „Mér finnst það bara meiriháttar, maður er búinn að lesa um svo marga sem hafa verið að leita að vinnu og ekki fengið neitt í lengri tíma þannig mér finnst þetta bara mjög virðingarvert,“ sagði Ingólfur. „Svo er ein skemmtileg saga um konu sem missti manninn sinn fyrir ári síðan. Hún var búin að eiga erfiðan tíma og sá auglýsinguna og hugsaði: Nú fer ég af stað og hún kom, sótti um og vinnur tvö til þrjú kvöld í viku og hún sagðist ekki geta beðið eftir því að fá að koma. Ég fæ gæsahúð þegar ég heyri svona sögur. Þetta er ótrúlegt, þetta er magnað,“ sagði Jón Arnar. Hlakkar til að takast á við verkefnið Ólafur segir að það hafi verið nokkuð ráðandi að í veitingageiranum sé ungt fólk helst ráðið í þjónustustörf. Hann segir fólk á sínum aldri ekki síðri starfskraftur og hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. „Það verður gaman að geta farið út að vinna. Tilhlökkun? Já það verður bara mjög skemmtilegt.“ Vinnumarkaður Veitingastaðir Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir „Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. 20. mars 2022 20:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Jóni Arnari veitingamanni blöskraði fréttir af því að fólk yfir sextugt ætti erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Ákvað hann því að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. Yfir hundrað manns úr þessum aldurshópi sóttu um og eftir fjölmörg atvinnuviðtöl réð hann tíu manns. „Dóttir mín sem var á leiðinni til Akureyrar hringdi í pabba sinn og sagði að það væri verið að opna stað þar sem verið er að auglýsa eftir eldra fólki. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig sagði hún og mér fannst þetta svo flott, að það væri verið að bjóða eldra fólki að vinna,“ sagði Ólafur Sveinsson, 75 ára starfsmaður á Grazie Trattoria. Ólafur hætti að vinna fyrir fjórum árum síðan en hann hefur áratuga reynslu af þjónustustörfum. Það hefur Ingólfur Kristinn einnig. „Ég sá þessa skemmtilegu auglýsingu í blaðinu og hafði bara mikinn áhuga. Og ég tala nú ekki um þegar ég kom hérna og sá lookið á staðnum, allt hér til fyrirmyndar,“ sagði Ingólfur Kristinn Einarsson, 58 ára starfsmaður á Grazie Trattoria. „Maður er búinn að heyra svo margar sögur um það að fólk sem komið er yfir 67 ára eða 70 ára og hefur áhuga á því að vinna meira, þá er það yfirleitt sett til baka í þjóðfélaginu og það er það sem mér finnst svo óskaplega ljótt,“ sagði Ólafur. Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria segir að flestir þeirra sem sóttu um hafi ítrekað sótt um allls konar vinnu eftir að þeim var sagt upp vegna aldurs en alltaf fengið höfnun. „Nokkrir voru búnir að sækja um og sækja um og ein var búin að gefast upp og hafði ekki sótt um í tvö eða tvö og hálft ár. Hún sagði bara: Ég var búin að gefast upp, mig langaði að vinna meira en það gekk ekki upp! Og maður fann það alveg að það var pínu stress yfir því að það væri kannski bara of gamalt eða ekki nógu gott,“ sagði Jón Arnar. Nauðsynlegt að geta hitt fólk Ólafur segir mikinn félagsskap fólginn í vinnu og því sé nauðsynlegt að fólk sem komið er á aldur fái að vinna langi það til þess. „Þetta er ekki bara vinna, þetta er líka það að vera innan um fólk. Þú sérð það bara hér að vera innan um fólk í stað þess að vera heima hjá sér og horfa kannski á sjónvarpið. En það er fullt af fólki sem á ekki þennan möguleika að vera innan um annað fólk. Mér finnst þetta vera hluti af því að geta farið út og hitt fólk,“ sagði Ólafur. Aðrir veitingastaðir farnir að ráða eldra fólk Jón Arnar segir að framtakið hafi vakið gríðarlega athygli. „Meðal annars veitingamenn byrjaðir að hringja í mig og segja: Hey getum við fengið affallið hjá þér, sem er bara geggjað og svarið var já það er ekkert mál, Endilega. Þannig að það er greinilega orðin mikil vakning og það er líka tilgangurinn. Að við myndum vakna og fara að gera eitthvað í þessu.“ „Mér finnst það bara meiriháttar, maður er búinn að lesa um svo marga sem hafa verið að leita að vinnu og ekki fengið neitt í lengri tíma þannig mér finnst þetta bara mjög virðingarvert,“ sagði Ingólfur. „Svo er ein skemmtileg saga um konu sem missti manninn sinn fyrir ári síðan. Hún var búin að eiga erfiðan tíma og sá auglýsinguna og hugsaði: Nú fer ég af stað og hún kom, sótti um og vinnur tvö til þrjú kvöld í viku og hún sagðist ekki geta beðið eftir því að fá að koma. Ég fæ gæsahúð þegar ég heyri svona sögur. Þetta er ótrúlegt, þetta er magnað,“ sagði Jón Arnar. Hlakkar til að takast á við verkefnið Ólafur segir að það hafi verið nokkuð ráðandi að í veitingageiranum sé ungt fólk helst ráðið í þjónustustörf. Hann segir fólk á sínum aldri ekki síðri starfskraftur og hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. „Það verður gaman að geta farið út að vinna. Tilhlökkun? Já það verður bara mjög skemmtilegt.“
Vinnumarkaður Veitingastaðir Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir „Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. 20. mars 2022 20:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. 20. mars 2022 20:00