„Þetta er ekki bara vinna heldur líka það að vera innan um fólk“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. apríl 2022 09:01 Maður á áttræðisaldri sem fékk vinnu á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur segir það ljótt af vinnuveitendum að segja fólki upp sökum aldurs. Hann segir mikinn félagsskap fólginn í vinnu og hlakkar til að takast á við ný verkefni. Forsaga málsins er sú að Jóni Arnari veitingamanni blöskraði fréttir af því að fólk yfir sextugt ætti erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Ákvað hann því að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. Yfir hundrað manns úr þessum aldurshópi sóttu um og eftir fjölmörg atvinnuviðtöl réð hann tíu manns. „Dóttir mín sem var á leiðinni til Akureyrar hringdi í pabba sinn og sagði að það væri verið að opna stað þar sem verið er að auglýsa eftir eldra fólki. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig sagði hún og mér fannst þetta svo flott, að það væri verið að bjóða eldra fólki að vinna,“ sagði Ólafur Sveinsson, 75 ára starfsmaður á Grazie Trattoria. Ólafur hætti að vinna fyrir fjórum árum síðan en hann hefur áratuga reynslu af þjónustustörfum. Það hefur Ingólfur Kristinn einnig. „Ég sá þessa skemmtilegu auglýsingu í blaðinu og hafði bara mikinn áhuga. Og ég tala nú ekki um þegar ég kom hérna og sá lookið á staðnum, allt hér til fyrirmyndar,“ sagði Ingólfur Kristinn Einarsson, 58 ára starfsmaður á Grazie Trattoria. „Maður er búinn að heyra svo margar sögur um það að fólk sem komið er yfir 67 ára eða 70 ára og hefur áhuga á því að vinna meira, þá er það yfirleitt sett til baka í þjóðfélaginu og það er það sem mér finnst svo óskaplega ljótt,“ sagði Ólafur. Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria segir að flestir þeirra sem sóttu um hafi ítrekað sótt um allls konar vinnu eftir að þeim var sagt upp vegna aldurs en alltaf fengið höfnun. „Nokkrir voru búnir að sækja um og sækja um og ein var búin að gefast upp og hafði ekki sótt um í tvö eða tvö og hálft ár. Hún sagði bara: Ég var búin að gefast upp, mig langaði að vinna meira en það gekk ekki upp! Og maður fann það alveg að það var pínu stress yfir því að það væri kannski bara of gamalt eða ekki nógu gott,“ sagði Jón Arnar. Nauðsynlegt að geta hitt fólk Ólafur segir mikinn félagsskap fólginn í vinnu og því sé nauðsynlegt að fólk sem komið er á aldur fái að vinna langi það til þess. „Þetta er ekki bara vinna, þetta er líka það að vera innan um fólk. Þú sérð það bara hér að vera innan um fólk í stað þess að vera heima hjá sér og horfa kannski á sjónvarpið. En það er fullt af fólki sem á ekki þennan möguleika að vera innan um annað fólk. Mér finnst þetta vera hluti af því að geta farið út og hitt fólk,“ sagði Ólafur. Aðrir veitingastaðir farnir að ráða eldra fólk Jón Arnar segir að framtakið hafi vakið gríðarlega athygli. „Meðal annars veitingamenn byrjaðir að hringja í mig og segja: Hey getum við fengið affallið hjá þér, sem er bara geggjað og svarið var já það er ekkert mál, Endilega. Þannig að það er greinilega orðin mikil vakning og það er líka tilgangurinn. Að við myndum vakna og fara að gera eitthvað í þessu.“ „Mér finnst það bara meiriháttar, maður er búinn að lesa um svo marga sem hafa verið að leita að vinnu og ekki fengið neitt í lengri tíma þannig mér finnst þetta bara mjög virðingarvert,“ sagði Ingólfur. „Svo er ein skemmtileg saga um konu sem missti manninn sinn fyrir ári síðan. Hún var búin að eiga erfiðan tíma og sá auglýsinguna og hugsaði: Nú fer ég af stað og hún kom, sótti um og vinnur tvö til þrjú kvöld í viku og hún sagðist ekki geta beðið eftir því að fá að koma. Ég fæ gæsahúð þegar ég heyri svona sögur. Þetta er ótrúlegt, þetta er magnað,“ sagði Jón Arnar. Hlakkar til að takast á við verkefnið Ólafur segir að það hafi verið nokkuð ráðandi að í veitingageiranum sé ungt fólk helst ráðið í þjónustustörf. Hann segir fólk á sínum aldri ekki síðri starfskraftur og hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. „Það verður gaman að geta farið út að vinna. Tilhlökkun? Já það verður bara mjög skemmtilegt.“ Vinnumarkaður Veitingastaðir Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir „Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. 20. mars 2022 20:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Jóni Arnari veitingamanni blöskraði fréttir af því að fólk yfir sextugt ætti erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Ákvað hann því að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. Yfir hundrað manns úr þessum aldurshópi sóttu um og eftir fjölmörg atvinnuviðtöl réð hann tíu manns. „Dóttir mín sem var á leiðinni til Akureyrar hringdi í pabba sinn og sagði að það væri verið að opna stað þar sem verið er að auglýsa eftir eldra fólki. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig sagði hún og mér fannst þetta svo flott, að það væri verið að bjóða eldra fólki að vinna,“ sagði Ólafur Sveinsson, 75 ára starfsmaður á Grazie Trattoria. Ólafur hætti að vinna fyrir fjórum árum síðan en hann hefur áratuga reynslu af þjónustustörfum. Það hefur Ingólfur Kristinn einnig. „Ég sá þessa skemmtilegu auglýsingu í blaðinu og hafði bara mikinn áhuga. Og ég tala nú ekki um þegar ég kom hérna og sá lookið á staðnum, allt hér til fyrirmyndar,“ sagði Ingólfur Kristinn Einarsson, 58 ára starfsmaður á Grazie Trattoria. „Maður er búinn að heyra svo margar sögur um það að fólk sem komið er yfir 67 ára eða 70 ára og hefur áhuga á því að vinna meira, þá er það yfirleitt sett til baka í þjóðfélaginu og það er það sem mér finnst svo óskaplega ljótt,“ sagði Ólafur. Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria segir að flestir þeirra sem sóttu um hafi ítrekað sótt um allls konar vinnu eftir að þeim var sagt upp vegna aldurs en alltaf fengið höfnun. „Nokkrir voru búnir að sækja um og sækja um og ein var búin að gefast upp og hafði ekki sótt um í tvö eða tvö og hálft ár. Hún sagði bara: Ég var búin að gefast upp, mig langaði að vinna meira en það gekk ekki upp! Og maður fann það alveg að það var pínu stress yfir því að það væri kannski bara of gamalt eða ekki nógu gott,“ sagði Jón Arnar. Nauðsynlegt að geta hitt fólk Ólafur segir mikinn félagsskap fólginn í vinnu og því sé nauðsynlegt að fólk sem komið er á aldur fái að vinna langi það til þess. „Þetta er ekki bara vinna, þetta er líka það að vera innan um fólk. Þú sérð það bara hér að vera innan um fólk í stað þess að vera heima hjá sér og horfa kannski á sjónvarpið. En það er fullt af fólki sem á ekki þennan möguleika að vera innan um annað fólk. Mér finnst þetta vera hluti af því að geta farið út og hitt fólk,“ sagði Ólafur. Aðrir veitingastaðir farnir að ráða eldra fólk Jón Arnar segir að framtakið hafi vakið gríðarlega athygli. „Meðal annars veitingamenn byrjaðir að hringja í mig og segja: Hey getum við fengið affallið hjá þér, sem er bara geggjað og svarið var já það er ekkert mál, Endilega. Þannig að það er greinilega orðin mikil vakning og það er líka tilgangurinn. Að við myndum vakna og fara að gera eitthvað í þessu.“ „Mér finnst það bara meiriháttar, maður er búinn að lesa um svo marga sem hafa verið að leita að vinnu og ekki fengið neitt í lengri tíma þannig mér finnst þetta bara mjög virðingarvert,“ sagði Ingólfur. „Svo er ein skemmtileg saga um konu sem missti manninn sinn fyrir ári síðan. Hún var búin að eiga erfiðan tíma og sá auglýsinguna og hugsaði: Nú fer ég af stað og hún kom, sótti um og vinnur tvö til þrjú kvöld í viku og hún sagðist ekki geta beðið eftir því að fá að koma. Ég fæ gæsahúð þegar ég heyri svona sögur. Þetta er ótrúlegt, þetta er magnað,“ sagði Jón Arnar. Hlakkar til að takast á við verkefnið Ólafur segir að það hafi verið nokkuð ráðandi að í veitingageiranum sé ungt fólk helst ráðið í þjónustustörf. Hann segir fólk á sínum aldri ekki síðri starfskraftur og hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. „Það verður gaman að geta farið út að vinna. Tilhlökkun? Já það verður bara mjög skemmtilegt.“
Vinnumarkaður Veitingastaðir Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir „Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. 20. mars 2022 20:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. 20. mars 2022 20:00