Vaktin: Óbreyttir borgarar myrtir í Donetsk Fanndís Birna Logadóttir, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 9. apríl 2022 19:25 Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar voru myrtir í Donetsk-héraði í dag. Andrea Carrubba/Anadolu Agency via Getty Images Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir 44 dögum hefur rússneskum hersveitum orðið lítið ágengt. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu á næstu dögum beita sér fyrir því að Alþjóðaglæpadómstóllinn taki fyrir mögulega stríðsglæpi Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Nýr hersforingi hefur tekið við skipulagningu innrásarinnar en gert er ráð fyrir auknum árásum í austurhluta Úkraínu á næstu dögum og vikum. Samið hefur verið um að opna öruggar flóttaleiðir á tíu stöðum, þar á meðal Mariupol. Yfirvöld í austurhluta landsins hvetja íbúa til að yfirgefa svæðið. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa ráðist á lestarstöð í Kramatorsk þar sem 52 létust. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að réttað verði yfir Rússum fyrir stríðsglæpi en yfirvöld í Rússlandi neita alfarið sök. Forsetinn kallar eftir auknum refsiaðgerðum gegn Rússum og vill að Vesturlandin leggi algert bann á rússneska orku, olíu og gas. Þá hefur hann kallað eftir fleiri vopnum. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir Rússa vísvitandi ráðast á almenna borgara og telur ljóst að þeir muni á næstu dögum og vikum einblína á Donbas, Mariupol og Mykolaiv. Ríkisstjórnir og bankar víða um heim hafa heitið fjárstuðningi við mannúðar- og flóttamannaaðstoð í og við Úkraínu, upp á meira en tíu milljarða evra, eða um 1.390 milljarða króna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Helstu vendingar: Nýr hersforingi hefur tekið við skipulagningu innrásarinnar en gert er ráð fyrir auknum árásum í austurhluta Úkraínu á næstu dögum og vikum. Samið hefur verið um að opna öruggar flóttaleiðir á tíu stöðum, þar á meðal Mariupol. Yfirvöld í austurhluta landsins hvetja íbúa til að yfirgefa svæðið. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa ráðist á lestarstöð í Kramatorsk þar sem 52 létust. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að réttað verði yfir Rússum fyrir stríðsglæpi en yfirvöld í Rússlandi neita alfarið sök. Forsetinn kallar eftir auknum refsiaðgerðum gegn Rússum og vill að Vesturlandin leggi algert bann á rússneska orku, olíu og gas. Þá hefur hann kallað eftir fleiri vopnum. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir Rússa vísvitandi ráðast á almenna borgara og telur ljóst að þeir muni á næstu dögum og vikum einblína á Donbas, Mariupol og Mykolaiv. Ríkisstjórnir og bankar víða um heim hafa heitið fjárstuðningi við mannúðar- og flóttamannaaðstoð í og við Úkraínu, upp á meira en tíu milljarða evra, eða um 1.390 milljarða króna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira