Framtíðin er núna Hörður Arnarson skrifar 13. apríl 2022 10:00 Orkugeirinn stendur á áhugaverðum tímamótum, nú þegar loftslagsmálin hafa loksins fengið stóraukið vægi. Umbreyting á orkukerfum heimsins er stærsta verkefnið sem við blasir. Við þurfum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti og í stað þess rafvæða orkukerfi heimsins með vistvænum orkugjöfum. Loftslagsmálin ein og sér eru nægt tilefni til að grípa tafarlaust til aðgerða. En sífellt fleiri gera sér líka grein fyrir að orkuöryggi þjóða skiptir miklu. Eftir innrás Rússa í Úkraínu standa margar þjóðir á meginlandi Evrópu frammi fyrir þeim vanda að geta ekki lengur treyst á gasið frá Rússum og eru sannarlega ekki í stakk búnar til að leysa það af hólmi með eigin orkugjöfum. Skýr framtíðarsýn og hlutverk Framtíðarsýn Landsvirkjunar er skýr. Við sjáum fyrir okkur sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Þessi sýn fellur einkar vel að þeirri vegferð sem alþjóðasamfélagið er í. Hlutverk Landsvirkjunar er ekki síður skýrt, að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við vitum að við þurfum meiri græna orku. En við gerum okkur líka grein fyrir því að beislun endurnýjanlegra auðlinda kallar á inngrip í náttúruna og við ætlum að vanda okkur. Við viljum starfa í víðtækri sátt við bæði náttúru og menn. Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir ábyrgð okkar að nýta stóran hluta orkuauðlinda þjóðarinnar og semja um sölu á raforku til alþjóðlegra stórfyrirtækja. Við tökum þá ábyrgð alvarlega og erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð. Það er von okkar hjá Landsvirkjun að endurskoðuð löggjöf um rammaáætlun og í framhaldinu vönduð framkvæmd þeirra laga hjálpi okkur að ná sem víðtækastri sátt og varði veg loftslagsaðgerða, náttúruverndar, efnahags og lífskjara. Græn framtíð En hvernig vinnum við að því að tryggja þessa grænu framtíð? Við leggjum sérstaka áherslu á fimm atriði: Við höfum forystu í sjálfbærri þróun, leikum lykilhlutverk í orkuskiptum og sýnum fordæmi með því að verða sjálf kolefnishlutlaus. Við tryggjum skilvirka orkuvinnslu og framþróun, rekum orkuvinnslu okkar á ábyrgan og öruggan hátt og þróum nýja græna orkukosti. Við veitum framúrskarandi þjónustu samhliða því að leita tækifæra til að auka fjölbreytni í viðskiptum. Við rekum framsækinn og eftirsóttan vinnustað sem hæfileikaríkasta fólkið kýs. Við byggjum undir traust og stuðning með opnum samskiptum og samstarfi. Við búum að góðum greiningum á orkuþörf framtíðar, en þær eru ekki endanleg sannindi. Framtíðarorkuþörf þarf stöðugt að endurmeta út frá nýjum upplýsingum, tækniþróun og fleiri atriðum. Þar skiptir til dæmis miklu hvort allir núverandi kaupendur raforku ákveði að starfa hér áfram. Áherslur næstu 4-6 ára Fleiri vilja endurnýjanlegu orkuna okkar en við getum sinnt. Þessari eftirspurn er hægt að skipta í fimm megin flokka og núna leggjum við mesta áherslu á þrjá þeirra. Við ætlum í fyrsta lagi að styðja við almennan hagvöxt og innlend orkuskipti í samræmi við stefnu stjórnvalda, það verður alltaf forgangsatriði. Í öðru lagi sjáum við nýjar iðngreinar í stafrænni vegferð og fjölnýtingu. Dæmi um fyrirtæki á þessu sviði eru gagnaver og matvælaframleiðsla. Þriðji flokkurinn er áframhaldandi stuðningur við núverandi viðskiptavini til að tryggja samkeppnishæfni og framleiðslu virðisaukandi afurða. Þessu til viðbótar eru síðan tveir áhugaverðir flokkar. Annars vegar eru það nýir stórnotendur. Við höfðum góða reynslu af núverandi stórnotendum, en ekki verður séð hvernig hægt er að tryggja framboð fyrir ný fyrirtæki inn á þann markað. Hins vegar er það útflutningur orku um sæstreng eða með rafeldsneyti. Báðir kostir eru áhugaverðir, en verkefni af þessum toga þurfa frekari umræðu og stefnumörkun. Ef ráðast ætti í þau þyrfti enn meiri raforku en nýjustu spár gera ráð fyrir. Að okkar mati eru hvorki tæknilegar né markaðslegar forsendur fyrir útflutningi á rafeldsneyti núna en það verður þó örugglega í framtíðinni. Enn er margt á huldu um þróun orku- og loftslagsmála. Landsvirkjun er hins vegar tilbúin að takast á við hvert það verkefni sem að höndum ber. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Orkugeirinn stendur á áhugaverðum tímamótum, nú þegar loftslagsmálin hafa loksins fengið stóraukið vægi. Umbreyting á orkukerfum heimsins er stærsta verkefnið sem við blasir. Við þurfum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti og í stað þess rafvæða orkukerfi heimsins með vistvænum orkugjöfum. Loftslagsmálin ein og sér eru nægt tilefni til að grípa tafarlaust til aðgerða. En sífellt fleiri gera sér líka grein fyrir að orkuöryggi þjóða skiptir miklu. Eftir innrás Rússa í Úkraínu standa margar þjóðir á meginlandi Evrópu frammi fyrir þeim vanda að geta ekki lengur treyst á gasið frá Rússum og eru sannarlega ekki í stakk búnar til að leysa það af hólmi með eigin orkugjöfum. Skýr framtíðarsýn og hlutverk Framtíðarsýn Landsvirkjunar er skýr. Við sjáum fyrir okkur sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Þessi sýn fellur einkar vel að þeirri vegferð sem alþjóðasamfélagið er í. Hlutverk Landsvirkjunar er ekki síður skýrt, að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við vitum að við þurfum meiri græna orku. En við gerum okkur líka grein fyrir því að beislun endurnýjanlegra auðlinda kallar á inngrip í náttúruna og við ætlum að vanda okkur. Við viljum starfa í víðtækri sátt við bæði náttúru og menn. Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir ábyrgð okkar að nýta stóran hluta orkuauðlinda þjóðarinnar og semja um sölu á raforku til alþjóðlegra stórfyrirtækja. Við tökum þá ábyrgð alvarlega og erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð. Það er von okkar hjá Landsvirkjun að endurskoðuð löggjöf um rammaáætlun og í framhaldinu vönduð framkvæmd þeirra laga hjálpi okkur að ná sem víðtækastri sátt og varði veg loftslagsaðgerða, náttúruverndar, efnahags og lífskjara. Græn framtíð En hvernig vinnum við að því að tryggja þessa grænu framtíð? Við leggjum sérstaka áherslu á fimm atriði: Við höfum forystu í sjálfbærri þróun, leikum lykilhlutverk í orkuskiptum og sýnum fordæmi með því að verða sjálf kolefnishlutlaus. Við tryggjum skilvirka orkuvinnslu og framþróun, rekum orkuvinnslu okkar á ábyrgan og öruggan hátt og þróum nýja græna orkukosti. Við veitum framúrskarandi þjónustu samhliða því að leita tækifæra til að auka fjölbreytni í viðskiptum. Við rekum framsækinn og eftirsóttan vinnustað sem hæfileikaríkasta fólkið kýs. Við byggjum undir traust og stuðning með opnum samskiptum og samstarfi. Við búum að góðum greiningum á orkuþörf framtíðar, en þær eru ekki endanleg sannindi. Framtíðarorkuþörf þarf stöðugt að endurmeta út frá nýjum upplýsingum, tækniþróun og fleiri atriðum. Þar skiptir til dæmis miklu hvort allir núverandi kaupendur raforku ákveði að starfa hér áfram. Áherslur næstu 4-6 ára Fleiri vilja endurnýjanlegu orkuna okkar en við getum sinnt. Þessari eftirspurn er hægt að skipta í fimm megin flokka og núna leggjum við mesta áherslu á þrjá þeirra. Við ætlum í fyrsta lagi að styðja við almennan hagvöxt og innlend orkuskipti í samræmi við stefnu stjórnvalda, það verður alltaf forgangsatriði. Í öðru lagi sjáum við nýjar iðngreinar í stafrænni vegferð og fjölnýtingu. Dæmi um fyrirtæki á þessu sviði eru gagnaver og matvælaframleiðsla. Þriðji flokkurinn er áframhaldandi stuðningur við núverandi viðskiptavini til að tryggja samkeppnishæfni og framleiðslu virðisaukandi afurða. Þessu til viðbótar eru síðan tveir áhugaverðir flokkar. Annars vegar eru það nýir stórnotendur. Við höfðum góða reynslu af núverandi stórnotendum, en ekki verður séð hvernig hægt er að tryggja framboð fyrir ný fyrirtæki inn á þann markað. Hins vegar er það útflutningur orku um sæstreng eða með rafeldsneyti. Báðir kostir eru áhugaverðir, en verkefni af þessum toga þurfa frekari umræðu og stefnumörkun. Ef ráðast ætti í þau þyrfti enn meiri raforku en nýjustu spár gera ráð fyrir. Að okkar mati eru hvorki tæknilegar né markaðslegar forsendur fyrir útflutningi á rafeldsneyti núna en það verður þó örugglega í framtíðinni. Enn er margt á huldu um þróun orku- og loftslagsmála. Landsvirkjun er hins vegar tilbúin að takast á við hvert það verkefni sem að höndum ber. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun