Framtíðin er núna Hörður Arnarson skrifar 13. apríl 2022 10:00 Orkugeirinn stendur á áhugaverðum tímamótum, nú þegar loftslagsmálin hafa loksins fengið stóraukið vægi. Umbreyting á orkukerfum heimsins er stærsta verkefnið sem við blasir. Við þurfum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti og í stað þess rafvæða orkukerfi heimsins með vistvænum orkugjöfum. Loftslagsmálin ein og sér eru nægt tilefni til að grípa tafarlaust til aðgerða. En sífellt fleiri gera sér líka grein fyrir að orkuöryggi þjóða skiptir miklu. Eftir innrás Rússa í Úkraínu standa margar þjóðir á meginlandi Evrópu frammi fyrir þeim vanda að geta ekki lengur treyst á gasið frá Rússum og eru sannarlega ekki í stakk búnar til að leysa það af hólmi með eigin orkugjöfum. Skýr framtíðarsýn og hlutverk Framtíðarsýn Landsvirkjunar er skýr. Við sjáum fyrir okkur sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Þessi sýn fellur einkar vel að þeirri vegferð sem alþjóðasamfélagið er í. Hlutverk Landsvirkjunar er ekki síður skýrt, að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við vitum að við þurfum meiri græna orku. En við gerum okkur líka grein fyrir því að beislun endurnýjanlegra auðlinda kallar á inngrip í náttúruna og við ætlum að vanda okkur. Við viljum starfa í víðtækri sátt við bæði náttúru og menn. Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir ábyrgð okkar að nýta stóran hluta orkuauðlinda þjóðarinnar og semja um sölu á raforku til alþjóðlegra stórfyrirtækja. Við tökum þá ábyrgð alvarlega og erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð. Það er von okkar hjá Landsvirkjun að endurskoðuð löggjöf um rammaáætlun og í framhaldinu vönduð framkvæmd þeirra laga hjálpi okkur að ná sem víðtækastri sátt og varði veg loftslagsaðgerða, náttúruverndar, efnahags og lífskjara. Græn framtíð En hvernig vinnum við að því að tryggja þessa grænu framtíð? Við leggjum sérstaka áherslu á fimm atriði: Við höfum forystu í sjálfbærri þróun, leikum lykilhlutverk í orkuskiptum og sýnum fordæmi með því að verða sjálf kolefnishlutlaus. Við tryggjum skilvirka orkuvinnslu og framþróun, rekum orkuvinnslu okkar á ábyrgan og öruggan hátt og þróum nýja græna orkukosti. Við veitum framúrskarandi þjónustu samhliða því að leita tækifæra til að auka fjölbreytni í viðskiptum. Við rekum framsækinn og eftirsóttan vinnustað sem hæfileikaríkasta fólkið kýs. Við byggjum undir traust og stuðning með opnum samskiptum og samstarfi. Við búum að góðum greiningum á orkuþörf framtíðar, en þær eru ekki endanleg sannindi. Framtíðarorkuþörf þarf stöðugt að endurmeta út frá nýjum upplýsingum, tækniþróun og fleiri atriðum. Þar skiptir til dæmis miklu hvort allir núverandi kaupendur raforku ákveði að starfa hér áfram. Áherslur næstu 4-6 ára Fleiri vilja endurnýjanlegu orkuna okkar en við getum sinnt. Þessari eftirspurn er hægt að skipta í fimm megin flokka og núna leggjum við mesta áherslu á þrjá þeirra. Við ætlum í fyrsta lagi að styðja við almennan hagvöxt og innlend orkuskipti í samræmi við stefnu stjórnvalda, það verður alltaf forgangsatriði. Í öðru lagi sjáum við nýjar iðngreinar í stafrænni vegferð og fjölnýtingu. Dæmi um fyrirtæki á þessu sviði eru gagnaver og matvælaframleiðsla. Þriðji flokkurinn er áframhaldandi stuðningur við núverandi viðskiptavini til að tryggja samkeppnishæfni og framleiðslu virðisaukandi afurða. Þessu til viðbótar eru síðan tveir áhugaverðir flokkar. Annars vegar eru það nýir stórnotendur. Við höfðum góða reynslu af núverandi stórnotendum, en ekki verður séð hvernig hægt er að tryggja framboð fyrir ný fyrirtæki inn á þann markað. Hins vegar er það útflutningur orku um sæstreng eða með rafeldsneyti. Báðir kostir eru áhugaverðir, en verkefni af þessum toga þurfa frekari umræðu og stefnumörkun. Ef ráðast ætti í þau þyrfti enn meiri raforku en nýjustu spár gera ráð fyrir. Að okkar mati eru hvorki tæknilegar né markaðslegar forsendur fyrir útflutningi á rafeldsneyti núna en það verður þó örugglega í framtíðinni. Enn er margt á huldu um þróun orku- og loftslagsmála. Landsvirkjun er hins vegar tilbúin að takast á við hvert það verkefni sem að höndum ber. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Orkugeirinn stendur á áhugaverðum tímamótum, nú þegar loftslagsmálin hafa loksins fengið stóraukið vægi. Umbreyting á orkukerfum heimsins er stærsta verkefnið sem við blasir. Við þurfum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti og í stað þess rafvæða orkukerfi heimsins með vistvænum orkugjöfum. Loftslagsmálin ein og sér eru nægt tilefni til að grípa tafarlaust til aðgerða. En sífellt fleiri gera sér líka grein fyrir að orkuöryggi þjóða skiptir miklu. Eftir innrás Rússa í Úkraínu standa margar þjóðir á meginlandi Evrópu frammi fyrir þeim vanda að geta ekki lengur treyst á gasið frá Rússum og eru sannarlega ekki í stakk búnar til að leysa það af hólmi með eigin orkugjöfum. Skýr framtíðarsýn og hlutverk Framtíðarsýn Landsvirkjunar er skýr. Við sjáum fyrir okkur sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Þessi sýn fellur einkar vel að þeirri vegferð sem alþjóðasamfélagið er í. Hlutverk Landsvirkjunar er ekki síður skýrt, að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við vitum að við þurfum meiri græna orku. En við gerum okkur líka grein fyrir því að beislun endurnýjanlegra auðlinda kallar á inngrip í náttúruna og við ætlum að vanda okkur. Við viljum starfa í víðtækri sátt við bæði náttúru og menn. Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir ábyrgð okkar að nýta stóran hluta orkuauðlinda þjóðarinnar og semja um sölu á raforku til alþjóðlegra stórfyrirtækja. Við tökum þá ábyrgð alvarlega og erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð. Það er von okkar hjá Landsvirkjun að endurskoðuð löggjöf um rammaáætlun og í framhaldinu vönduð framkvæmd þeirra laga hjálpi okkur að ná sem víðtækastri sátt og varði veg loftslagsaðgerða, náttúruverndar, efnahags og lífskjara. Græn framtíð En hvernig vinnum við að því að tryggja þessa grænu framtíð? Við leggjum sérstaka áherslu á fimm atriði: Við höfum forystu í sjálfbærri þróun, leikum lykilhlutverk í orkuskiptum og sýnum fordæmi með því að verða sjálf kolefnishlutlaus. Við tryggjum skilvirka orkuvinnslu og framþróun, rekum orkuvinnslu okkar á ábyrgan og öruggan hátt og þróum nýja græna orkukosti. Við veitum framúrskarandi þjónustu samhliða því að leita tækifæra til að auka fjölbreytni í viðskiptum. Við rekum framsækinn og eftirsóttan vinnustað sem hæfileikaríkasta fólkið kýs. Við byggjum undir traust og stuðning með opnum samskiptum og samstarfi. Við búum að góðum greiningum á orkuþörf framtíðar, en þær eru ekki endanleg sannindi. Framtíðarorkuþörf þarf stöðugt að endurmeta út frá nýjum upplýsingum, tækniþróun og fleiri atriðum. Þar skiptir til dæmis miklu hvort allir núverandi kaupendur raforku ákveði að starfa hér áfram. Áherslur næstu 4-6 ára Fleiri vilja endurnýjanlegu orkuna okkar en við getum sinnt. Þessari eftirspurn er hægt að skipta í fimm megin flokka og núna leggjum við mesta áherslu á þrjá þeirra. Við ætlum í fyrsta lagi að styðja við almennan hagvöxt og innlend orkuskipti í samræmi við stefnu stjórnvalda, það verður alltaf forgangsatriði. Í öðru lagi sjáum við nýjar iðngreinar í stafrænni vegferð og fjölnýtingu. Dæmi um fyrirtæki á þessu sviði eru gagnaver og matvælaframleiðsla. Þriðji flokkurinn er áframhaldandi stuðningur við núverandi viðskiptavini til að tryggja samkeppnishæfni og framleiðslu virðisaukandi afurða. Þessu til viðbótar eru síðan tveir áhugaverðir flokkar. Annars vegar eru það nýir stórnotendur. Við höfðum góða reynslu af núverandi stórnotendum, en ekki verður séð hvernig hægt er að tryggja framboð fyrir ný fyrirtæki inn á þann markað. Hins vegar er það útflutningur orku um sæstreng eða með rafeldsneyti. Báðir kostir eru áhugaverðir, en verkefni af þessum toga þurfa frekari umræðu og stefnumörkun. Ef ráðast ætti í þau þyrfti enn meiri raforku en nýjustu spár gera ráð fyrir. Að okkar mati eru hvorki tæknilegar né markaðslegar forsendur fyrir útflutningi á rafeldsneyti núna en það verður þó örugglega í framtíðinni. Enn er margt á huldu um þróun orku- og loftslagsmála. Landsvirkjun er hins vegar tilbúin að takast á við hvert það verkefni sem að höndum ber. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar