„Algjört vald“ en engin ábyrgð? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 19. apríl 2022 15:30 „Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Hann gagnrýndi að með frumvarpinu væri „Alþingi að veita ráðherra algjört ákvörðunarvald í þessu“. Frumvarpið var samþykkt og þetta er sá lagarammi sem gildir um söluna á Íslandsbanka. Lögin gera ráð fyrir að fjármálaráðherra, aðili sem nýtur trausts meirihluta á Alþingi sem vörslumaður ríkiseigna, ráði ferðinni við sölu á banka og beri ábyrgðina, bæði þegar vel gengur og þegar eitthvað fer úrskeiðis. Samkvæmt lögunum gerir Bankasýslan tillögur til ráðherra um sölu. Hún fylgir eftir ákvörðunum ráðherra og leggur fram rökstutt mat á tilboðum sem berast, en það er ráðherra sem hefur yfirumsjón með ferlinu og á að búa þannig um hnútana að markmiðum laganna um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni sé fylgt. Það er ráðherra sem fer með endanlegt ákvörðunarvald um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu á eignarhlutum. Við slíka meðferð opinbers valds er ráðherra auðvitað bundinn af meginreglum stjórnsýsluréttar. Hann og ráðuneytið undir hans yfirstjórn þurfa að vanda til verka og afla allra nauðsynlegra gagna til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Eins og Guðlaugur Þór benti á árið 2012 eru lögin skýr um að ákvörðunarvaldið er hjá ráðherra, ekki hjá undirstofnunum eða Alþingi, og þar sem ákvörðunarvaldið liggur, þar liggur líka lagalega og pólitíska ábyrgðin sama hvernig Katrín Jakobsdóttir og þingmenn stjórnarmeirihlutans reyna að telja okkur trú um annað. Útspil formanna ríkisstjórnarflokkanna í morgun um að leggja niður Bankasýsluna, og hengja allar brotalamir í söluferlinu um háls þeirrar stofnunar, verður að teljast nokkuð óvænt, enda hafa formennirnir þrír ekki greint frá því með hvaða hætti Bankasýslan brást; hvort og hvernig framkvæmdin stangaðist á við fyrirmæli fjármálaráðherra. Hafi Bankasýslan vikið með einhverjum hætti frá forskrift ráðherra við söluna og ekki starfað samkvæmt lögum og reglum, þá verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar að upplýsa strax um hvað gerðist í stað þess að fara með hálfkveðnar vísur í fjölmiðlum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Samfylkingin Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
„Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Hann gagnrýndi að með frumvarpinu væri „Alþingi að veita ráðherra algjört ákvörðunarvald í þessu“. Frumvarpið var samþykkt og þetta er sá lagarammi sem gildir um söluna á Íslandsbanka. Lögin gera ráð fyrir að fjármálaráðherra, aðili sem nýtur trausts meirihluta á Alþingi sem vörslumaður ríkiseigna, ráði ferðinni við sölu á banka og beri ábyrgðina, bæði þegar vel gengur og þegar eitthvað fer úrskeiðis. Samkvæmt lögunum gerir Bankasýslan tillögur til ráðherra um sölu. Hún fylgir eftir ákvörðunum ráðherra og leggur fram rökstutt mat á tilboðum sem berast, en það er ráðherra sem hefur yfirumsjón með ferlinu og á að búa þannig um hnútana að markmiðum laganna um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni sé fylgt. Það er ráðherra sem fer með endanlegt ákvörðunarvald um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu á eignarhlutum. Við slíka meðferð opinbers valds er ráðherra auðvitað bundinn af meginreglum stjórnsýsluréttar. Hann og ráðuneytið undir hans yfirstjórn þurfa að vanda til verka og afla allra nauðsynlegra gagna til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Eins og Guðlaugur Þór benti á árið 2012 eru lögin skýr um að ákvörðunarvaldið er hjá ráðherra, ekki hjá undirstofnunum eða Alþingi, og þar sem ákvörðunarvaldið liggur, þar liggur líka lagalega og pólitíska ábyrgðin sama hvernig Katrín Jakobsdóttir og þingmenn stjórnarmeirihlutans reyna að telja okkur trú um annað. Útspil formanna ríkisstjórnarflokkanna í morgun um að leggja niður Bankasýsluna, og hengja allar brotalamir í söluferlinu um háls þeirrar stofnunar, verður að teljast nokkuð óvænt, enda hafa formennirnir þrír ekki greint frá því með hvaða hætti Bankasýslan brást; hvort og hvernig framkvæmdin stangaðist á við fyrirmæli fjármálaráðherra. Hafi Bankasýslan vikið með einhverjum hætti frá forskrift ráðherra við söluna og ekki starfað samkvæmt lögum og reglum, þá verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar að upplýsa strax um hvað gerðist í stað þess að fara með hálfkveðnar vísur í fjölmiðlum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun