Hafnarfjörður – „Fegurri en fegursti fjörður í Kraganum“ Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 21. apríl 2022 00:02 Friðrik Dór Jónsson, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021, mærir svo sannarlega bæinn sinn í nýja laginu sínu: Þú enda er fátt fallegra en Hafnarfjörður á góðum degi. Hafnarfjörður státar af einstökum bæjarbrag og er þekktur um allt land fyrir öflugt menningar- og listalíf. Sem formaður menningar- og ferðamálanefndar undanfarin fjögur ár hef ég lagt áherslu á að efla menningarlíf bæjarins og bjóða upp á viðburði sem höfða jafnt til Hafnfirðinga sem gesta okkar. Við höfum hvatt listamenn til að finna nýjar leiðir til að koma list sinni á framfæri á tímum Covid og við höfum eflt hvers kyns afþreyingu í bænum. Hafnfirðingar eru margir heimakærir og því duglegir að sækja viðburði í bænum sem og veitingastaði. Á síðasta kjörtímabili reyndum við að leggja aðaláherslu á upplifun í Hafnarfirði og að í bænum væri fjölbreytt úrval af viðburðum og lifandi menningu sem rúmaðist innan fjöldatakmarkana sem voru í gildi á hverjum tíma. Bæjarbragurinn er auðlind Það eru forréttindi að eiga bæði skemmtilegan miðbæ og fjölmargar útivistarperlur í bæjarlandinu sínu. Einnig er mikilvægt að geta tekið vel á móti ferðamönnum sem sækja viðburði, bæjarhátíðir, veitingastaði, sundlaugar og verslanir. Bæjarbragurinn í Hafnarfirði er mikill auður okkar bæjarbúa. Orkan í miðbænum byggir á gömlum merg og þar er að finna endalaus tækifæri til uppbyggingar. Það er í okkar höndum að grípa tækifærin og standa um leið vörð um miðbæinn. Í tíu manna samkomubanni um jólin 2020 greip menningar- og ferðamálnefnd bæjarins tækifærið og lét lýsa upp Hellisgerði og breyta lystigarðinum okkar í jólaævintýri. Þetta vakti verðskuldaða athygli og fjölmargir nutu þess að ganga um fallega skreyttan garðinn í jólacovidkúlu,, jafnt heimamenn sem gestir þeirra.. Breytingin á garðinum er ein af jákvæðum afleiðingum Covid en sýnir um leið hvað bærinn býður upp á mikla möguleika. Jólin 2021 var fjárfest í skautasvelli sem vakti mikla lukku og var opið samhliða jólaþorpinu og jólaævintýrinu í Hellisgerði. Stuðningur bæjarins við menningu Við höfum séð á síðustu átta árum hvað það skiptir miklu máli að meirihlutinn í bæjarstjórn styðji við sköpun og menningu í bænum. Gott dæmi eru samningar bæjarins við Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið. Bæjarbíó hýsir yfir 180 viðburði á ári og Gaflaraleikhúsið sýnir yfir 200 sýningar. Það var mér sannur heiður að fá að vera viðstödd frumsýningu í Gaflaraleikhúsinu laugardaginn 26. mars á leikritinu Langelstur að eilífu. Þrír bæjarlistamenn Hafnarfjarðar tóku þátt í sýningunni sem höfundur, leikari og leikstjóri. Þar af eru tveir sem fengu nafnbótina á þessu kjörtímabili. Á síðustu árum höfum við hækkað fjárveitingar til menningarmála og ég er stolt af því að sjá hversu vel það hefur skilað sér í skemmtilegum bæjarbrag. Fyrr í þessum mánuði veitti bæjarráð sérstakan styrk upp á fimm milljónir króna til að auðga menningarlífið í bænum eftir covid og er búið að auglýsa eftir umsóknum frá listamönnum og viðburðarhöldurum. Ég býð mig fram til áframhaldandi góðra verka fyrir bæinn minn því ég trúi á Hafnarfjörð og ég trúi því að við getum gert ennþá betur. Að setja X við D er það besta fyrir Hafnarfjörð Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, varabæjarfulltrúi og formaður menningar- og ferðamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Sjá meira
Friðrik Dór Jónsson, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021, mærir svo sannarlega bæinn sinn í nýja laginu sínu: Þú enda er fátt fallegra en Hafnarfjörður á góðum degi. Hafnarfjörður státar af einstökum bæjarbrag og er þekktur um allt land fyrir öflugt menningar- og listalíf. Sem formaður menningar- og ferðamálanefndar undanfarin fjögur ár hef ég lagt áherslu á að efla menningarlíf bæjarins og bjóða upp á viðburði sem höfða jafnt til Hafnfirðinga sem gesta okkar. Við höfum hvatt listamenn til að finna nýjar leiðir til að koma list sinni á framfæri á tímum Covid og við höfum eflt hvers kyns afþreyingu í bænum. Hafnfirðingar eru margir heimakærir og því duglegir að sækja viðburði í bænum sem og veitingastaði. Á síðasta kjörtímabili reyndum við að leggja aðaláherslu á upplifun í Hafnarfirði og að í bænum væri fjölbreytt úrval af viðburðum og lifandi menningu sem rúmaðist innan fjöldatakmarkana sem voru í gildi á hverjum tíma. Bæjarbragurinn er auðlind Það eru forréttindi að eiga bæði skemmtilegan miðbæ og fjölmargar útivistarperlur í bæjarlandinu sínu. Einnig er mikilvægt að geta tekið vel á móti ferðamönnum sem sækja viðburði, bæjarhátíðir, veitingastaði, sundlaugar og verslanir. Bæjarbragurinn í Hafnarfirði er mikill auður okkar bæjarbúa. Orkan í miðbænum byggir á gömlum merg og þar er að finna endalaus tækifæri til uppbyggingar. Það er í okkar höndum að grípa tækifærin og standa um leið vörð um miðbæinn. Í tíu manna samkomubanni um jólin 2020 greip menningar- og ferðamálnefnd bæjarins tækifærið og lét lýsa upp Hellisgerði og breyta lystigarðinum okkar í jólaævintýri. Þetta vakti verðskuldaða athygli og fjölmargir nutu þess að ganga um fallega skreyttan garðinn í jólacovidkúlu,, jafnt heimamenn sem gestir þeirra.. Breytingin á garðinum er ein af jákvæðum afleiðingum Covid en sýnir um leið hvað bærinn býður upp á mikla möguleika. Jólin 2021 var fjárfest í skautasvelli sem vakti mikla lukku og var opið samhliða jólaþorpinu og jólaævintýrinu í Hellisgerði. Stuðningur bæjarins við menningu Við höfum séð á síðustu átta árum hvað það skiptir miklu máli að meirihlutinn í bæjarstjórn styðji við sköpun og menningu í bænum. Gott dæmi eru samningar bæjarins við Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið. Bæjarbíó hýsir yfir 180 viðburði á ári og Gaflaraleikhúsið sýnir yfir 200 sýningar. Það var mér sannur heiður að fá að vera viðstödd frumsýningu í Gaflaraleikhúsinu laugardaginn 26. mars á leikritinu Langelstur að eilífu. Þrír bæjarlistamenn Hafnarfjarðar tóku þátt í sýningunni sem höfundur, leikari og leikstjóri. Þar af eru tveir sem fengu nafnbótina á þessu kjörtímabili. Á síðustu árum höfum við hækkað fjárveitingar til menningarmála og ég er stolt af því að sjá hversu vel það hefur skilað sér í skemmtilegum bæjarbrag. Fyrr í þessum mánuði veitti bæjarráð sérstakan styrk upp á fimm milljónir króna til að auðga menningarlífið í bænum eftir covid og er búið að auglýsa eftir umsóknum frá listamönnum og viðburðarhöldurum. Ég býð mig fram til áframhaldandi góðra verka fyrir bæinn minn því ég trúi á Hafnarfjörð og ég trúi því að við getum gert ennþá betur. Að setja X við D er það besta fyrir Hafnarfjörð Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, varabæjarfulltrúi og formaður menningar- og ferðamálanefndar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun