Hafnarfjörður stækkar og blómstrar undir stjórn Sjálfstæðisflokksins Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 22. apríl 2022 00:02 Á þeim átta árum sem Sjálfstæðismenn hafa verið við stjórnvölinn hefur slæmri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar verið snúið við. Menningarlífið blómstrar og 90% Hafnfirðinga eru ánægð með bæinn sinn. Nú er gríðarleg uppbygging hafin í bænum þannig að á næstu 4-5 árum mun bæjarbúum fjölga um 7.500 manns. Á næstu tuttugu árum mun Hafnfirðingum fjölga um 17.000 manns. Uppbygging í Hafnarfirði 2021-2031 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt skipulag fyrir þéttingu byggðar og stækkun hverfa. Vekja má athygli á því að á Flensborgarhöfn/Óseyrarsvæði og Hraun vestur (5 mínútna hverfið) liggur fyrir samþykkt rammaskipulag og gert er ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum. Samhliða mun vinna við deiliskipulag eiga sér stað. Við áætlun á íbúafjölda er miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð. Séu öll svæði, sem þegar eru komin á skipulag innan Hafnarfjarðar, tekin saman er áætluð fjölgun íbúa til næstu tveggja áratuga um 17.000 manns. Þrjú ný og spennandi hverfi Í Hamranesi hafa bæjaryfirvöld undir stjórn Sjálfstæðismanna þegar hafið vinnu við byggingu nýs leikskóla því þar mun byggð stækka verulega. Þróunarreitir og fjölbýlishúsalóðir í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir seldust hratt á árunum2020-2021.Fyrsta skóflustungan í Hamranesi var tekin í febrúar 2021 og er uppbygging þar í fullum gangi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Frumbyggjar í Skarðshlíðarhverfi fluttu inn í hverfið sumarið 2020 og má gera ráð fyrir að frumbyggjar í Hamranesi flytji inn á þessu ári. Gert er ráð fyrir að fyrstu lóðunum í Áslandi 4 verði úthlutað á næstu vikum. Í þessum þremur nýju hverfum verða um 2.700 íbúðir og um 6.750 íbúar. Sjálfstæðismenn framkvæma Með Sjálfstæðismenn í forystu hefur meirihlutinn í Hafnarfirði hafið gríðarlegt uppbyggingarskeið í bænum og snúið við þeirri stöðnun sem einkenndi stjórnartíð vinstri manna. Uppbyggingin er þegar hafin og nýir íbúar flytja í Hafnarfjörð á hverjum degi. Við þurfum Sjálfstæðismenn áfram við völd til að tryggja að bærinn okkar verði ekki aðeins jafn góður og hann er í dag heldur enn betri. Þeir Hafnfirðingar sem það vilja munu setja X við D í kosningunum í maí því það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálftæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á þeim átta árum sem Sjálfstæðismenn hafa verið við stjórnvölinn hefur slæmri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar verið snúið við. Menningarlífið blómstrar og 90% Hafnfirðinga eru ánægð með bæinn sinn. Nú er gríðarleg uppbygging hafin í bænum þannig að á næstu 4-5 árum mun bæjarbúum fjölga um 7.500 manns. Á næstu tuttugu árum mun Hafnfirðingum fjölga um 17.000 manns. Uppbygging í Hafnarfirði 2021-2031 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt skipulag fyrir þéttingu byggðar og stækkun hverfa. Vekja má athygli á því að á Flensborgarhöfn/Óseyrarsvæði og Hraun vestur (5 mínútna hverfið) liggur fyrir samþykkt rammaskipulag og gert er ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum. Samhliða mun vinna við deiliskipulag eiga sér stað. Við áætlun á íbúafjölda er miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð. Séu öll svæði, sem þegar eru komin á skipulag innan Hafnarfjarðar, tekin saman er áætluð fjölgun íbúa til næstu tveggja áratuga um 17.000 manns. Þrjú ný og spennandi hverfi Í Hamranesi hafa bæjaryfirvöld undir stjórn Sjálfstæðismanna þegar hafið vinnu við byggingu nýs leikskóla því þar mun byggð stækka verulega. Þróunarreitir og fjölbýlishúsalóðir í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir seldust hratt á árunum2020-2021.Fyrsta skóflustungan í Hamranesi var tekin í febrúar 2021 og er uppbygging þar í fullum gangi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Frumbyggjar í Skarðshlíðarhverfi fluttu inn í hverfið sumarið 2020 og má gera ráð fyrir að frumbyggjar í Hamranesi flytji inn á þessu ári. Gert er ráð fyrir að fyrstu lóðunum í Áslandi 4 verði úthlutað á næstu vikum. Í þessum þremur nýju hverfum verða um 2.700 íbúðir og um 6.750 íbúar. Sjálfstæðismenn framkvæma Með Sjálfstæðismenn í forystu hefur meirihlutinn í Hafnarfirði hafið gríðarlegt uppbyggingarskeið í bænum og snúið við þeirri stöðnun sem einkenndi stjórnartíð vinstri manna. Uppbyggingin er þegar hafin og nýir íbúar flytja í Hafnarfjörð á hverjum degi. Við þurfum Sjálfstæðismenn áfram við völd til að tryggja að bærinn okkar verði ekki aðeins jafn góður og hann er í dag heldur enn betri. Þeir Hafnfirðingar sem það vilja munu setja X við D í kosningunum í maí því það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálftæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar