Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Jóhanna hafi yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu, þá einkum á sviði ferðaþjónustu. Hún starfaði sem mannauðs- og gæðastjóri hjá Reykjavík Excursions í níu ár og sem rekstrarstjóri þjónustu og rekstrar hjá sama fyrirtæki í þrjú ár.
„Jóhanna er stjórnmálafræðingur, með B.A. gráðu frá Háskóla Íslands ásamt því að hafa stundað Msc. nám í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði og mannauðsstjórnun í sama skóla.
Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, var stjórnarformaður RÚV frá 2020-2022, situr í útflutnings- og markaðsráði frá 2019, stjórnarformaður Lánatryggingasjóð kvenna 2014-2017 og hefur setið í nefndum og ráðum hjá Reykjavíkurborg og fyrir ýmis félaga- og íþróttasamtök,“ segir í tilkynningunni.