„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 10:49 Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar og Jón Gunnar Jónsson forstjóri hennar svöruðu fyrir söluna á hlutum ríkins í Íslandsbanka á fundi Fjárlagnefndar Alþingis. Vísir/Arnar Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. Lárus og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, svöruðu spurningum þingmanna í fjárlaganefnd á opnum fundi nefndarinnar í morgun. Fundurinn átti upphaflega að fara fram á mánudag en var frestað til miðvikudags þar sem vinnslu á minnisblaði Bankasýslunnar var ekki lokið. Minnisblaðið var birt í gærkvöldi. Salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið gagnrýnd harðlega og efnt hefur verið til mótmæla undanfarið vegna hennar. Kallað hefur verið eftir afsögn fjármálaráðherra vegna málsins. Lárus sagði á fundinum í morgun skýrt að ráðherra hefði valdið en Bankasýslan væri framkvæmdaaðilinn. Vissu ekki að faðir fjármálaráðherra væri meðal kaupenda Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnara, spurði út í gagnrýni er snýr að hagsmunaárekstrum og hæfi. Nefndi hún sem dæmi að Benedikt Sveinsson hefði verið meðal kaupenda en Benedikt er faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þorbjörg spurði hvort Bankasýslan hefði litið svo á að upplýsa þyrfti ráðherra um að meðal kaupenda væri aðili sem væri honum svo tengdur. Þannig þyrfti Bjarni í raun að samþykkja eða hafna tilboði frá föður sínum. Bjarni hefur sagst ekki hafa vitað að faðir hans væri meðal kaupenda fyrr en listi yfir kaupendur var birtur að loknu útboðinu. Ákvörðun sem Bjarni tók sjálfur. „Við vissum bara ekki af því fyrr en listinn var birtur,“ sagði Lárus. Þeir Jón Gunnar minntu á að kaupendur hefðu verið um 200 félög og sjóðir. Jón Gunnar sagðist hafa fundið að því að starfsmaður Íslandsbanka væri á meðal kaupenda. „Ég spurði Íslandsbanka, sá að það var nafn eins starfsmanns, hvað er þessi maður að gera á þessum lista? Hann sagði, regluvörður er búinn að samþykkja. Erlendis hefði þetta aldrei tíðkast. Reglur væru með þeim hætti að þátttaka starfsmanna í svona útboðum af hálfu söluaðila, hún væri litin hornauga.“ Hann hefði sömuleiðis ekki haft hugmynd um að faðir fjármálaráðherra væri á meðal kaupenda. Nefndi Þorbjörg Sigríður þá að fyrst þetta hefði farið fram hjá fólki að óhjákvæmilegt væri að velta fyrir sér hvað annað gæti hafa farið fram hjá mönnum. Hún spurði hvort þeir hefðu velt fyrir sér að stíga til hliðar og gefa ráðherra að skipa menn sem hann beri traust til. „Það hefur komið skýrt fram af hálfu fjármálaráðherra að þetta sé ekki vantraust á stjórn og starfsmenn bankasýslunnar. Hins vegar höfum við velt þessum máli fyrir og gera grein fyrir því starfi sem hefur verið unnið og þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar.“ Ósáttur með löng svör Jóns Gunnars Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, spurði fulltrúana út í söluna. Jón Gunnar var til svara. „Það er fráleitt að halda því fram að við höfum ekki náð markaðsvirði og niðurstaða útboðsins bendir einnig til þess. Við hófum þetta ferli þar sem okkur var sagt að við myndum kannski selja fimmtán prósent á kannski fimm til sjö prósent lægra verði en lokaverðið. Endum á að selja 22,5 prósent á fráviki sem er 4,1 prósent, sem er fáheyrt, fáheyrt í Evrópu. Ef þú kynnir þér sölu með tilboðsfyrirkomulagi á evrópskum félögum þá er útkoma sölu íslenska ríkisins á Íslandsbanka fáheyrð varðandi fjárhagslega niðurstöðu,“ sagði Jón Gunnar. Eyjólfur var ósáttur við löng svör Jóns Gunnars og spurði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formann fjárlaganefndar, hvers vegna hún stoppaði ekki Jón Gunnar í svörum hans. Breyta þurfi lögum ef handvelja eigi menn til kaupa Fram hefur komið í fjölmiðlum að á meðal kaupenda eru margir af þeim sem voru stórtækir á árunum fyrir hrun. Jafnvel menn sem hafa verið dæmdir eða liggja undir grun fyrir misferli þegar kemur að fjármálum. „Hverjir kaupendurnir voru er auðvitað ágreiningsefni sem að teygir sig til bankahrunsins,“ sagði Lárus. Hann sagðist hafa skilning á þeim vangaveltum og áhyggjum fólks. Fulltrúar Bankasýslu ríkisins komu til fundar Fjárlaganefndar Alþingis í dag til að svara fyrir sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.Vísir/Arnar „En við höfum oft bent á að við höfum engin verkfæri til að handvelja menn út úr kaupendahópnum á grundvelli einhverra óræðra ásakana eða sögu einhverra manna. Í sjálfu sér getur dæmdur morðingi á Litla-Hrauni keypt hlut í svona útboði. Ef menn vilja að hægt sé að bregðast við svona atriðum þá verður að veita einhverja heimild til þess í lögum.“ Segir hafa komið á óvart að litlir fjárfestar hafi fengið að kaupa Þá hefur vakið athygli að sumir sem virðast hafa uppfyllt kröfu söluaðila um að vera hæfir fjárfestar hafi hingað til ekki verið taldir áberandi í faginu. „Varðandi þessa litlu fjárfesta þá skilur maður það að það koma fréttir af einhverjum innherjum sem líta ekkert út eins og einhverjir fagfjárfestar,“ sagði Lárus. Gerðar séu töluvert miklar kröfur til fagfjárfesta. Þeir þurfi að uppfylla tvö af þremur skilyrðum. Eiga eignasafn upp á um sjötíu milljónir króna, hafa stundað viðskipti tíu sinnum í fjórum síðustu ársfjórðungum eða hafa sérþekkingu sem byggi á starf hjá fjármálastofnun í eitt ár við slík viðskipti. „Þetta er töluvert íþyngjandi og ekki menn sem eru að eiga viðskipti endrum og sinnum. Því kom þetta á óvart og maður veltir fyrir sér hvort menn hafi farið alveg eftir reglunum um það hvernig velja á fagfjárfesta. Það er eitthvað sem kemur í ljós í þeirri skoðun, eitt af því sem ég held að fjármálaeftirlitið sé að skoða. Það kann að breyta þessari mynd eitthvað.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Tengdar fréttir Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. 26. apríl 2022 11:30 „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32 Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lárus og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, svöruðu spurningum þingmanna í fjárlaganefnd á opnum fundi nefndarinnar í morgun. Fundurinn átti upphaflega að fara fram á mánudag en var frestað til miðvikudags þar sem vinnslu á minnisblaði Bankasýslunnar var ekki lokið. Minnisblaðið var birt í gærkvöldi. Salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið gagnrýnd harðlega og efnt hefur verið til mótmæla undanfarið vegna hennar. Kallað hefur verið eftir afsögn fjármálaráðherra vegna málsins. Lárus sagði á fundinum í morgun skýrt að ráðherra hefði valdið en Bankasýslan væri framkvæmdaaðilinn. Vissu ekki að faðir fjármálaráðherra væri meðal kaupenda Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnara, spurði út í gagnrýni er snýr að hagsmunaárekstrum og hæfi. Nefndi hún sem dæmi að Benedikt Sveinsson hefði verið meðal kaupenda en Benedikt er faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þorbjörg spurði hvort Bankasýslan hefði litið svo á að upplýsa þyrfti ráðherra um að meðal kaupenda væri aðili sem væri honum svo tengdur. Þannig þyrfti Bjarni í raun að samþykkja eða hafna tilboði frá föður sínum. Bjarni hefur sagst ekki hafa vitað að faðir hans væri meðal kaupenda fyrr en listi yfir kaupendur var birtur að loknu útboðinu. Ákvörðun sem Bjarni tók sjálfur. „Við vissum bara ekki af því fyrr en listinn var birtur,“ sagði Lárus. Þeir Jón Gunnar minntu á að kaupendur hefðu verið um 200 félög og sjóðir. Jón Gunnar sagðist hafa fundið að því að starfsmaður Íslandsbanka væri á meðal kaupenda. „Ég spurði Íslandsbanka, sá að það var nafn eins starfsmanns, hvað er þessi maður að gera á þessum lista? Hann sagði, regluvörður er búinn að samþykkja. Erlendis hefði þetta aldrei tíðkast. Reglur væru með þeim hætti að þátttaka starfsmanna í svona útboðum af hálfu söluaðila, hún væri litin hornauga.“ Hann hefði sömuleiðis ekki haft hugmynd um að faðir fjármálaráðherra væri á meðal kaupenda. Nefndi Þorbjörg Sigríður þá að fyrst þetta hefði farið fram hjá fólki að óhjákvæmilegt væri að velta fyrir sér hvað annað gæti hafa farið fram hjá mönnum. Hún spurði hvort þeir hefðu velt fyrir sér að stíga til hliðar og gefa ráðherra að skipa menn sem hann beri traust til. „Það hefur komið skýrt fram af hálfu fjármálaráðherra að þetta sé ekki vantraust á stjórn og starfsmenn bankasýslunnar. Hins vegar höfum við velt þessum máli fyrir og gera grein fyrir því starfi sem hefur verið unnið og þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar.“ Ósáttur með löng svör Jóns Gunnars Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, spurði fulltrúana út í söluna. Jón Gunnar var til svara. „Það er fráleitt að halda því fram að við höfum ekki náð markaðsvirði og niðurstaða útboðsins bendir einnig til þess. Við hófum þetta ferli þar sem okkur var sagt að við myndum kannski selja fimmtán prósent á kannski fimm til sjö prósent lægra verði en lokaverðið. Endum á að selja 22,5 prósent á fráviki sem er 4,1 prósent, sem er fáheyrt, fáheyrt í Evrópu. Ef þú kynnir þér sölu með tilboðsfyrirkomulagi á evrópskum félögum þá er útkoma sölu íslenska ríkisins á Íslandsbanka fáheyrð varðandi fjárhagslega niðurstöðu,“ sagði Jón Gunnar. Eyjólfur var ósáttur við löng svör Jóns Gunnars og spurði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formann fjárlaganefndar, hvers vegna hún stoppaði ekki Jón Gunnar í svörum hans. Breyta þurfi lögum ef handvelja eigi menn til kaupa Fram hefur komið í fjölmiðlum að á meðal kaupenda eru margir af þeim sem voru stórtækir á árunum fyrir hrun. Jafnvel menn sem hafa verið dæmdir eða liggja undir grun fyrir misferli þegar kemur að fjármálum. „Hverjir kaupendurnir voru er auðvitað ágreiningsefni sem að teygir sig til bankahrunsins,“ sagði Lárus. Hann sagðist hafa skilning á þeim vangaveltum og áhyggjum fólks. Fulltrúar Bankasýslu ríkisins komu til fundar Fjárlaganefndar Alþingis í dag til að svara fyrir sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.Vísir/Arnar „En við höfum oft bent á að við höfum engin verkfæri til að handvelja menn út úr kaupendahópnum á grundvelli einhverra óræðra ásakana eða sögu einhverra manna. Í sjálfu sér getur dæmdur morðingi á Litla-Hrauni keypt hlut í svona útboði. Ef menn vilja að hægt sé að bregðast við svona atriðum þá verður að veita einhverja heimild til þess í lögum.“ Segir hafa komið á óvart að litlir fjárfestar hafi fengið að kaupa Þá hefur vakið athygli að sumir sem virðast hafa uppfyllt kröfu söluaðila um að vera hæfir fjárfestar hafi hingað til ekki verið taldir áberandi í faginu. „Varðandi þessa litlu fjárfesta þá skilur maður það að það koma fréttir af einhverjum innherjum sem líta ekkert út eins og einhverjir fagfjárfestar,“ sagði Lárus. Gerðar séu töluvert miklar kröfur til fagfjárfesta. Þeir þurfi að uppfylla tvö af þremur skilyrðum. Eiga eignasafn upp á um sjötíu milljónir króna, hafa stundað viðskipti tíu sinnum í fjórum síðustu ársfjórðungum eða hafa sérþekkingu sem byggi á starf hjá fjármálastofnun í eitt ár við slík viðskipti. „Þetta er töluvert íþyngjandi og ekki menn sem eru að eiga viðskipti endrum og sinnum. Því kom þetta á óvart og maður veltir fyrir sér hvort menn hafi farið alveg eftir reglunum um það hvernig velja á fagfjárfesta. Það er eitthvað sem kemur í ljós í þeirri skoðun, eitt af því sem ég held að fjármálaeftirlitið sé að skoða. Það kann að breyta þessari mynd eitthvað.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Tengdar fréttir Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. 26. apríl 2022 11:30 „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32 Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. 26. apríl 2022 11:30
„Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32
Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32