Forstjóri Boozt.com valinn viðskiptafræðingur ársins Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2022 14:36 Hermann Haraldsson tók þátt í stofnun Boozt.com fyrir ellefu árum síðan en markaðsvirði þess er 174 milljarða íslenskra króna í dag. Aðsend Hermann Haraldsson hefur verið valinn viðskiptafræðingur ársins 2022 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Í tilkynningu kemur fram að Hermann er forstjóri netverslunarinnar Boozt.com, stærstu netverslunar Norðurlandanna sem selji meðal annars snyrtivörur, heimilisbúnað, íþrótta- og tískufatnað. „Netverslunin hóf að selja til Íslands á síðasta ári og náði á skömmum tíma að afla sér mikilla vinsælda, en verslunin seldi Íslendingum fyrir tæpan milljarð á tímabilinu frá júlí til desember 2021. Hermann tók þátt í stofnun fyrirtækisins fyrir ellefu árum síðan en markaðsvirði þess er 174 milljarða íslenskra króna í dag. Félagið er skráð á markað í Svíþjóð og í Danmörku. Velta verslunarinnar nam 80 milljörðum króna á síðasta árið og jókst um 32% á milli ára. Félagið hefur skilað hagnaði frá árinu 2016 en hagnaður ársins 2020 nam um 1,9 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur gengi hlutabréfa fyrirtækisins þrefaldast frá því Covid skall á árið 2020,“ segir í tilkynningunni. Lykilmaður í hugmyndafræðinni sem fyrirtækið byggir á Í mat dómnefndar segir að innkoma Boozt hafi ekki farið framhjá neinum og sé sá árangur sem netverslunin hafi náð undraverður. „Hermann hefur leitt fyrirtækið allt frá stofnun og verið lykilmaður í þeirri hugmyndafræði sem fyrirtækið byggir á. Hann hefur á tíma þurft að sýna eljusemi og þrautsegju þegar kemur að rekstri fyrirtækisins og þurft að leggja allt undir til að sjá fyrirtækið ná árangri. Það er eimitt sú eljusemi og þrautsegja sem dómnefnd telur að vert sé að verðlauna fyrir“ segir í mati dómnefndar. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Lára Hrafnsdóttir formaður, Tryggvi Másson varaformaður, Bjarni Herrera, Gylfi Þór Sigurðsson, Harpa Rut Sigurjónsdóttir, Hálfdán Steinþórsson, Hjalti Harðarsson, Rut Kristjánsdóttir, Þórarinn Hjálmarsson og Þórunn Helgadóttir. Verslun Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Hermann er forstjóri netverslunarinnar Boozt.com, stærstu netverslunar Norðurlandanna sem selji meðal annars snyrtivörur, heimilisbúnað, íþrótta- og tískufatnað. „Netverslunin hóf að selja til Íslands á síðasta ári og náði á skömmum tíma að afla sér mikilla vinsælda, en verslunin seldi Íslendingum fyrir tæpan milljarð á tímabilinu frá júlí til desember 2021. Hermann tók þátt í stofnun fyrirtækisins fyrir ellefu árum síðan en markaðsvirði þess er 174 milljarða íslenskra króna í dag. Félagið er skráð á markað í Svíþjóð og í Danmörku. Velta verslunarinnar nam 80 milljörðum króna á síðasta árið og jókst um 32% á milli ára. Félagið hefur skilað hagnaði frá árinu 2016 en hagnaður ársins 2020 nam um 1,9 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur gengi hlutabréfa fyrirtækisins þrefaldast frá því Covid skall á árið 2020,“ segir í tilkynningunni. Lykilmaður í hugmyndafræðinni sem fyrirtækið byggir á Í mat dómnefndar segir að innkoma Boozt hafi ekki farið framhjá neinum og sé sá árangur sem netverslunin hafi náð undraverður. „Hermann hefur leitt fyrirtækið allt frá stofnun og verið lykilmaður í þeirri hugmyndafræði sem fyrirtækið byggir á. Hann hefur á tíma þurft að sýna eljusemi og þrautsegju þegar kemur að rekstri fyrirtækisins og þurft að leggja allt undir til að sjá fyrirtækið ná árangri. Það er eimitt sú eljusemi og þrautsegja sem dómnefnd telur að vert sé að verðlauna fyrir“ segir í mati dómnefndar. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Lára Hrafnsdóttir formaður, Tryggvi Másson varaformaður, Bjarni Herrera, Gylfi Þór Sigurðsson, Harpa Rut Sigurjónsdóttir, Hálfdán Steinþórsson, Hjalti Harðarsson, Rut Kristjánsdóttir, Þórarinn Hjálmarsson og Þórunn Helgadóttir.
Verslun Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent