Fær engar bætur fyrir hálsbrot eftir eftirför lögreglu Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2022 21:21 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tvö tryggingarfélög og íslenska ríkið af kröfum mannsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem slasaðist alvarlega þegar lögreglubifreið var ekið aftan á bifreið hans, með þeim afleiðingum að hún valt og hann hálsbrotnaði, fær engar bætur úr tryggingum eða frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Vörð tryggingar og íslenska ríkið af viðurkenningarkröfu um bótaábyrgð vegna líkamstjóns sem maðurinn varð fyrir eftir að eftirför lögreglu endaði með bílveltu og hálsbroti. Þá voru Sjóvá-Almennar tryggingar sýknaðar af varakröfu mannsins. Samkvæmt gögnum málsins var aðdragandi árekstursins sá að lögreglu barst tilkynning frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um að stefnandi væri að ráðast á heimili sitt með vinnugröfu, en innan dyra væri kona hans og börn. Lögregla hafi lagt af stað en á leiðinni á vettvang fengið upplýsingar um að maðurinn væri farinn akandi undir áhrifum áfengis af vettvangi. Lögregla hafi síðan mætt manninum þar sem hann ók á 114 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Manninum hafi verið gefið merki um að stöðva för sína en að hann hafi hundsað það. Upplýsti lögregla þá fjarskiptamiðstöð um að eftirför væri hafin og fékk jafnframt upplýsingar um að stefnandi væri mjög staðkunnugur í uppsveitum. Segir í lögregluskýrslunni að stefnandi hafi yfirleitt ekið á 80–95 kílómetra hraða á klukkustund og rásað mikið á veginum. Því hafi verið ákveðið að reyna að stöðva akstur hans með því að loka hann inni á milli tveggja lögreglubifreiða. Þegar það tókst ekki hafi verið ákveðið ákveðið að skipta um ökumann í annarri lögreglubifreiðinni sem var í eftirförinni og hafi ætlunin verið að sá lögreglumaður sem tók við akstrinum myndi freista þess að stöðva bifreið stefnanda með því að aka utan í afturenda bifreiðarinnar. Hafi fjarskiptamiðstöð verið upplýst um þetta. Lögreglumaðurinn ók síðan lögreglubifreiðinni utan í afturenda bifreiðar mannins með þeim afleiðingum að hún valt eina veltu út af veginum og endaði á hjólunum um tuttugu metrum frá veginum. Þá segir að maðurinn hafi verið dreginn út úr bifreiðinni farþegamegin. Hann hafi verið með sjáanlegan skurð á höfði og mikla blæðingu. Hann hafi verið rólegur, með fulla meðvitund en ekki svarað ávarpi. Finna hafi mátt áfengisfnyk frá vitum hans. Við komu á bráðamóttöku með þyrlu hafi verið tekin blóðsýni úr manninum sem sýndu að 1,72 prómill áfengis voru í blóði hans. Þá kom einnig í ljós að hann hafði hálsbrotnað. Ítarlega var fjallað um málið í Kompás á sínum tíma og var myndband af eftirförinni birt í þættinum: Lögreglumaðurinn hafði þegar verið sýknaður Sem áður segir krafðist maðurinn þess að bótaskylda Varðar trygginga og íslenska ríkisins yrði viðurkennd. Lögreglubifreiðin var tryggð lögboðinni ábyrgðartryggingu Verði en krafa á hendur ríkinu var reist á vinnuveitendaábyrgðarreglu skaðabótaréttarins. Þá var Sjóvá-Almennum tryggingum einnig stefnt til vara en bifreið mannsins var tryggð hjá félaginu. Vörður bar það fyrir sig að tjón mannsins hafi ekki leitt af hefðbundinni notkun lögreglubifreiðarinnar í skilningi umferðarlaga. Dómurinn féllst ekki á það og segir ótvírætt að tjónið verði rakið til notkunar bifreiðarinnar enda varð það þegar lögreglubifreiðinni var ekið á bifreið mannsins í kjölfar þeirrar eftirfarar sem áður hefur verið lýst. Hins vegar segir í dóminum að í umferðalögum komi fram að hljótist tjón af árekstri vélknúinna ökutækja skiptist tjónið á þau að tiltölu við sök þeirra sem hlut eiga að máli og með hliðsjón af atvikum öllum. Að virtum öllum atvikum taldi dómurinn að maðurinn beri að öllu leyti ábyrgð á þeim árekstri sem leiddi til líkamstjóns hans. Meðal annars vegna þess að lögreglumaðurinn sem ók á bíl mannsins hafði þegar verið sýknaður í öðru máli af ákæru þar sem honum var gefið að sök að hafa valdið líkamsmeiðingum af gáleysi og broti í opinberu starfi, með því að hafa ekið á bílinn. Af sömu ástæðu var íslenska ríkið sýknað af viðurkenningarkröfu mannsins þar sem enga saknæma háttsemi af hálfu starfsmanna þess var að ræða í málinu. Hvað varðar varastefnda Sjóvá var fyrirtækið sýknað með vísan til ákvæðis laga um vátryggingarsamninga sem segir til um að lækka megi, eða fella niður, kröfu vátryggðs ef hann ber sjálfur ábyrgð á vátryggingaratburði. Í dóminum segir að með háttsemi sinni hafi maðurinn átt svo mikla sök á eigin tjóni að skilyrði laganna séu uppfyllt til að fella niður ábyrgð tryggingarfélagsins. Málskostnaður milli aðila var felldur niður og þóknun lögmanns mannsins ríflega ein milljón króna, greiðist úr ríkissjóði þar sem hann hafði fengið gjafsóknarleyfi. Dómsmál Lögreglumál Tryggingar Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Vörð tryggingar og íslenska ríkið af viðurkenningarkröfu um bótaábyrgð vegna líkamstjóns sem maðurinn varð fyrir eftir að eftirför lögreglu endaði með bílveltu og hálsbroti. Þá voru Sjóvá-Almennar tryggingar sýknaðar af varakröfu mannsins. Samkvæmt gögnum málsins var aðdragandi árekstursins sá að lögreglu barst tilkynning frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um að stefnandi væri að ráðast á heimili sitt með vinnugröfu, en innan dyra væri kona hans og börn. Lögregla hafi lagt af stað en á leiðinni á vettvang fengið upplýsingar um að maðurinn væri farinn akandi undir áhrifum áfengis af vettvangi. Lögregla hafi síðan mætt manninum þar sem hann ók á 114 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Manninum hafi verið gefið merki um að stöðva för sína en að hann hafi hundsað það. Upplýsti lögregla þá fjarskiptamiðstöð um að eftirför væri hafin og fékk jafnframt upplýsingar um að stefnandi væri mjög staðkunnugur í uppsveitum. Segir í lögregluskýrslunni að stefnandi hafi yfirleitt ekið á 80–95 kílómetra hraða á klukkustund og rásað mikið á veginum. Því hafi verið ákveðið að reyna að stöðva akstur hans með því að loka hann inni á milli tveggja lögreglubifreiða. Þegar það tókst ekki hafi verið ákveðið ákveðið að skipta um ökumann í annarri lögreglubifreiðinni sem var í eftirförinni og hafi ætlunin verið að sá lögreglumaður sem tók við akstrinum myndi freista þess að stöðva bifreið stefnanda með því að aka utan í afturenda bifreiðarinnar. Hafi fjarskiptamiðstöð verið upplýst um þetta. Lögreglumaðurinn ók síðan lögreglubifreiðinni utan í afturenda bifreiðar mannins með þeim afleiðingum að hún valt eina veltu út af veginum og endaði á hjólunum um tuttugu metrum frá veginum. Þá segir að maðurinn hafi verið dreginn út úr bifreiðinni farþegamegin. Hann hafi verið með sjáanlegan skurð á höfði og mikla blæðingu. Hann hafi verið rólegur, með fulla meðvitund en ekki svarað ávarpi. Finna hafi mátt áfengisfnyk frá vitum hans. Við komu á bráðamóttöku með þyrlu hafi verið tekin blóðsýni úr manninum sem sýndu að 1,72 prómill áfengis voru í blóði hans. Þá kom einnig í ljós að hann hafði hálsbrotnað. Ítarlega var fjallað um málið í Kompás á sínum tíma og var myndband af eftirförinni birt í þættinum: Lögreglumaðurinn hafði þegar verið sýknaður Sem áður segir krafðist maðurinn þess að bótaskylda Varðar trygginga og íslenska ríkisins yrði viðurkennd. Lögreglubifreiðin var tryggð lögboðinni ábyrgðartryggingu Verði en krafa á hendur ríkinu var reist á vinnuveitendaábyrgðarreglu skaðabótaréttarins. Þá var Sjóvá-Almennum tryggingum einnig stefnt til vara en bifreið mannsins var tryggð hjá félaginu. Vörður bar það fyrir sig að tjón mannsins hafi ekki leitt af hefðbundinni notkun lögreglubifreiðarinnar í skilningi umferðarlaga. Dómurinn féllst ekki á það og segir ótvírætt að tjónið verði rakið til notkunar bifreiðarinnar enda varð það þegar lögreglubifreiðinni var ekið á bifreið mannsins í kjölfar þeirrar eftirfarar sem áður hefur verið lýst. Hins vegar segir í dóminum að í umferðalögum komi fram að hljótist tjón af árekstri vélknúinna ökutækja skiptist tjónið á þau að tiltölu við sök þeirra sem hlut eiga að máli og með hliðsjón af atvikum öllum. Að virtum öllum atvikum taldi dómurinn að maðurinn beri að öllu leyti ábyrgð á þeim árekstri sem leiddi til líkamstjóns hans. Meðal annars vegna þess að lögreglumaðurinn sem ók á bíl mannsins hafði þegar verið sýknaður í öðru máli af ákæru þar sem honum var gefið að sök að hafa valdið líkamsmeiðingum af gáleysi og broti í opinberu starfi, með því að hafa ekið á bílinn. Af sömu ástæðu var íslenska ríkið sýknað af viðurkenningarkröfu mannsins þar sem enga saknæma háttsemi af hálfu starfsmanna þess var að ræða í málinu. Hvað varðar varastefnda Sjóvá var fyrirtækið sýknað með vísan til ákvæðis laga um vátryggingarsamninga sem segir til um að lækka megi, eða fella niður, kröfu vátryggðs ef hann ber sjálfur ábyrgð á vátryggingaratburði. Í dóminum segir að með háttsemi sinni hafi maðurinn átt svo mikla sök á eigin tjóni að skilyrði laganna séu uppfyllt til að fella niður ábyrgð tryggingarfélagsins. Málskostnaður milli aðila var felldur niður og þóknun lögmanns mannsins ríflega ein milljón króna, greiðist úr ríkissjóði þar sem hann hafði fengið gjafsóknarleyfi.
Dómsmál Lögreglumál Tryggingar Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira