Niðurstaða í máli Garðyrkjuskólans á Reykjum Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 30. apríl 2022 21:30 Málefni Garðyrkjuskólans á Reykjum hafa heldur betur verið milli tannanna á fólki síðastliðnar vikur og mánuði. Ýmsir aðilar kepptust um að fullyrða um að ekkert væri viðhafst innan ríkisstjórnarinnar og spjótum beint að Framsókn. Auðvitað var það svo ráðherra Framsóknar, Ásmundur Einar Daðason, sem greip boltann og leiddi málið til lykta með árangursríkum hætti sem er garðyrkjunámi á Íslandi til hagsbóta. Verkin tala sínu máli og munu gera það áfram. Framsókn klárar málið Á föstudaginn síðastliðinn kynnti mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar, samkomulag um að rekstur starfsmenntanáms í garðyrkju og skyldum greinum yrði tryggður. Fjölbrautaskóli Suðurlands mun taka við umsjón verkefnisins og bjóða öllu starfsfólki Landbúnaðarháskóla Íslands sem hefur sinnt kennslu og tengdum störfum á Reykjum ráðningu frá 1. ágúst 2022. Þetta er vissulega fagnaðarefni. Samkomulagið mun tryggja áframhaldandi garðyrkjunám á Reykjum og fyrirkomulagið mun efla það enn frekar. Starfsmenn halda sinni vinnu og nemar þurfa ekki að hafa áhyggjur. Eflt nám og uppbygging Einnig var ákveðið að umsýsla Reykjatorfunnar og mannvirkja fyrrum Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi flytjist frá Landbúnaðarháskóla Íslands til Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna við upphaf haustannar 2022. Það er forsenda þess að hægt sé að nýta svæðið á nýjum vettvangi undir námið. Með því verða húsakostum viðhaldið á réttan máta ásamt því að frekari uppbyggingu má vænta. Næsta ár verða heldur betur spennandi í íslensku garðyrkjunámi. Einnig verður skipaður starfshópur undir forystu mennta- og barnamálaráðuneytisins um framtíðarfyrirkomulag og nýtingu á Reykjum og eflingu starfsnáms, rannsókna og nýsköpunarstarfs. Starfshópurinn mun skoða tengingu námsins við atvinnulífið og ákveðið sjálfstæði þess gagnvart FSU. Að loknum störfum skal starfshópurinn skila inn tillögum að úrbótum á starfsemi og frekari eflingu hennar, þá varðandi bæði uppbyggingu á svæðinu, bætta kennslu og bættrar námsaðstöðu (aðstaða, tækjakostur, námsefni o.fl. sem þar á við). Mennta- og barnamálaráðherra getur þá í samvinnu við FSU unnið í átt að gera námið enn öflugra, sem vissulega er starfsmönnum, nemum og garðyrkjunáminu öllu til hagsbóta. Gert er ráð fyrir að tillögur starfshópsins liggi fyrir í desember 2022. Mikil gróska á náminu Nú þegar hafa 108 manns innritað sig í starfsnám í garðyrkju og skyldum greinum. Það er greinilegt að áhuginn er til staðar og því er mikilvægt að þessi stóru skref voru stigin í átt að frekari eflingu námsins. Garðyrkjunám þjónar stóru hlutverki í framtíð Íslands, þá bæði varðandi fæðuöryggi og baráttunni við loftlagsbreytingar. Með aðgerðum Framsóknar er verið að stuðla að sjálfbærri framleiðslu íslenskra matvæla og auka tæknivæðingu. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Garðyrkja Ölfus Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Málefni Garðyrkjuskólans á Reykjum hafa heldur betur verið milli tannanna á fólki síðastliðnar vikur og mánuði. Ýmsir aðilar kepptust um að fullyrða um að ekkert væri viðhafst innan ríkisstjórnarinnar og spjótum beint að Framsókn. Auðvitað var það svo ráðherra Framsóknar, Ásmundur Einar Daðason, sem greip boltann og leiddi málið til lykta með árangursríkum hætti sem er garðyrkjunámi á Íslandi til hagsbóta. Verkin tala sínu máli og munu gera það áfram. Framsókn klárar málið Á föstudaginn síðastliðinn kynnti mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar, samkomulag um að rekstur starfsmenntanáms í garðyrkju og skyldum greinum yrði tryggður. Fjölbrautaskóli Suðurlands mun taka við umsjón verkefnisins og bjóða öllu starfsfólki Landbúnaðarháskóla Íslands sem hefur sinnt kennslu og tengdum störfum á Reykjum ráðningu frá 1. ágúst 2022. Þetta er vissulega fagnaðarefni. Samkomulagið mun tryggja áframhaldandi garðyrkjunám á Reykjum og fyrirkomulagið mun efla það enn frekar. Starfsmenn halda sinni vinnu og nemar þurfa ekki að hafa áhyggjur. Eflt nám og uppbygging Einnig var ákveðið að umsýsla Reykjatorfunnar og mannvirkja fyrrum Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi flytjist frá Landbúnaðarháskóla Íslands til Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna við upphaf haustannar 2022. Það er forsenda þess að hægt sé að nýta svæðið á nýjum vettvangi undir námið. Með því verða húsakostum viðhaldið á réttan máta ásamt því að frekari uppbyggingu má vænta. Næsta ár verða heldur betur spennandi í íslensku garðyrkjunámi. Einnig verður skipaður starfshópur undir forystu mennta- og barnamálaráðuneytisins um framtíðarfyrirkomulag og nýtingu á Reykjum og eflingu starfsnáms, rannsókna og nýsköpunarstarfs. Starfshópurinn mun skoða tengingu námsins við atvinnulífið og ákveðið sjálfstæði þess gagnvart FSU. Að loknum störfum skal starfshópurinn skila inn tillögum að úrbótum á starfsemi og frekari eflingu hennar, þá varðandi bæði uppbyggingu á svæðinu, bætta kennslu og bættrar námsaðstöðu (aðstaða, tækjakostur, námsefni o.fl. sem þar á við). Mennta- og barnamálaráðherra getur þá í samvinnu við FSU unnið í átt að gera námið enn öflugra, sem vissulega er starfsmönnum, nemum og garðyrkjunáminu öllu til hagsbóta. Gert er ráð fyrir að tillögur starfshópsins liggi fyrir í desember 2022. Mikil gróska á náminu Nú þegar hafa 108 manns innritað sig í starfsnám í garðyrkju og skyldum greinum. Það er greinilegt að áhuginn er til staðar og því er mikilvægt að þessi stóru skref voru stigin í átt að frekari eflingu námsins. Garðyrkjunám þjónar stóru hlutverki í framtíð Íslands, þá bæði varðandi fæðuöryggi og baráttunni við loftlagsbreytingar. Með aðgerðum Framsóknar er verið að stuðla að sjálfbærri framleiðslu íslenskra matvæla og auka tæknivæðingu. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar