Reykjavík á að verða hjólaborg Ástvaldur Lárusson skrifar 3. maí 2022 14:31 Hjólreiðar skipta mig miklu máli. Ég hef hjólað til og frá vinnu um árabil og ég vil ekki skipta yfir í aðra samgöngumáta. Fyrir mér eru kostirnir við hjólreiðar ótvíræðir, en með því að stunda þessu léttu hreyfingu kvölds og morgna næ ég að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu. Ég næ að spara stórar fjárhæðir sem annars færu í bensín og síðast en ekki síst er þetta umhverfisvænn ferðamáti. Það versta er að Reykjavík er ekki sérlega góð hjólaborg. Er það ekki rakið dæmi að borgin okkar eigi að stefna að því að halda vel utan um innviðina í kringum samgönguhjólreiðar? Ef við fáum fólk úr bílunum á reiðhjólin þá erum við að fara að bæta lýðheilsu borgarbúa með því að stuðla að hreyfingu og minni mengum. Þar að auki benda flestir útreikningar til þess að hver kílómetri af hjólreiðastíg er margfalt ódýrari í lagningu og viðhaldi en hver kílómetri af akvegi. Mér finnst eins og að fólk óttist það að hjólreiðastígarnir taki pláss frá einkabílnum. Ef það eru fleiri sem hjóla og þar með færri sem keyra þá er auðvitað meira pláss á vegunum fyrir þau sem þurfa sannarlega að nota einkabílinn. Sjálfur hef ég hjólað í 8 löndum á meginlandinu og hef því séð að það er hægt að gera hlutina vel og það er ekkert sem segir að staðsetning Reykjavíkur norður í ballarhafi komi í veg fyrir að það sé hægt að sýna metnað hér líka og gera hlutina almennilega. Það skiptir ekki máli þó það rigni, snjói og blási og allt sé í brekkum; það eru til snjómoksturstæki, rafmangnshjól og útivistarföt. Það sem skiptir máli er að fólki finnst það öruggt þegar það ferðast um á hjóli og að stígakerfið meiki sens. Ég skil það vel að fólk missi áhugann á því að hjóla þegar það á stöðugt í hættu á því að verða fyrir bíl og það þarf að hjóla á krókóttum og kræklóttum stígum sem enda svo á einhverri gangstéttarbrún. Ég vil búa í borg þar sem allir geta hjólað án tilliti til aldurs eða fjölskylduaðstæðna. Ég vil ekki þurfa að hætta að hjóla þegar ég þarf að fara að skutla börnum á leikskóla og í frístund. Ég vil geta haldið áfram að hjóla þegar ég verð orðinn afi. Ég vil hafa frelsi til þess að velja annan samgöngumáta en einkabílinn. Það hefur lengi verið stefna VG að auðvelda borgarbúum að fara leiðar sinnar hjólandi, gangandi eða með öðrum virkum samgöngumátum. Vinstri-græn vilja beita sér fyrir því að unnið verði eftir nýrri hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar og flýtt verði framkvæmdum við hjóla- og göngustíga. Höfundur er frambjóðandi í 10. sæti á lista VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hjólreiðar Samgöngur Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hjólreiðar skipta mig miklu máli. Ég hef hjólað til og frá vinnu um árabil og ég vil ekki skipta yfir í aðra samgöngumáta. Fyrir mér eru kostirnir við hjólreiðar ótvíræðir, en með því að stunda þessu léttu hreyfingu kvölds og morgna næ ég að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu. Ég næ að spara stórar fjárhæðir sem annars færu í bensín og síðast en ekki síst er þetta umhverfisvænn ferðamáti. Það versta er að Reykjavík er ekki sérlega góð hjólaborg. Er það ekki rakið dæmi að borgin okkar eigi að stefna að því að halda vel utan um innviðina í kringum samgönguhjólreiðar? Ef við fáum fólk úr bílunum á reiðhjólin þá erum við að fara að bæta lýðheilsu borgarbúa með því að stuðla að hreyfingu og minni mengum. Þar að auki benda flestir útreikningar til þess að hver kílómetri af hjólreiðastíg er margfalt ódýrari í lagningu og viðhaldi en hver kílómetri af akvegi. Mér finnst eins og að fólk óttist það að hjólreiðastígarnir taki pláss frá einkabílnum. Ef það eru fleiri sem hjóla og þar með færri sem keyra þá er auðvitað meira pláss á vegunum fyrir þau sem þurfa sannarlega að nota einkabílinn. Sjálfur hef ég hjólað í 8 löndum á meginlandinu og hef því séð að það er hægt að gera hlutina vel og það er ekkert sem segir að staðsetning Reykjavíkur norður í ballarhafi komi í veg fyrir að það sé hægt að sýna metnað hér líka og gera hlutina almennilega. Það skiptir ekki máli þó það rigni, snjói og blási og allt sé í brekkum; það eru til snjómoksturstæki, rafmangnshjól og útivistarföt. Það sem skiptir máli er að fólki finnst það öruggt þegar það ferðast um á hjóli og að stígakerfið meiki sens. Ég skil það vel að fólk missi áhugann á því að hjóla þegar það á stöðugt í hættu á því að verða fyrir bíl og það þarf að hjóla á krókóttum og kræklóttum stígum sem enda svo á einhverri gangstéttarbrún. Ég vil búa í borg þar sem allir geta hjólað án tilliti til aldurs eða fjölskylduaðstæðna. Ég vil ekki þurfa að hætta að hjóla þegar ég þarf að fara að skutla börnum á leikskóla og í frístund. Ég vil geta haldið áfram að hjóla þegar ég verð orðinn afi. Ég vil hafa frelsi til þess að velja annan samgöngumáta en einkabílinn. Það hefur lengi verið stefna VG að auðvelda borgarbúum að fara leiðar sinnar hjólandi, gangandi eða með öðrum virkum samgöngumátum. Vinstri-græn vilja beita sér fyrir því að unnið verði eftir nýrri hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar og flýtt verði framkvæmdum við hjóla- og göngustíga. Höfundur er frambjóðandi í 10. sæti á lista VG í Reykjavík.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun