Leysum leikskólavandann og eflum skólana Marta Guðjónsdóttir skrifar 3. maí 2022 16:32 Það er löngu orðið tímabært að færa grunnskólann niður um einn árgang þannig að börn hér á landi hefji grunnskólanám fimm ára og ljúki því fimmtán ára. Fyrir þessu má færa veigamikil rök, ekki síst á sviði uppeldis- og kennslufræði. Sú fræðigrein hefur á undanförnum áratugum gagnrýnt margar eldri höfuð kenningar sínar sem augljóslega vanmátu greind og þroska barna. Áhrif þessarar gagnrýni má m.a. finna stað í þeirri viðleitni að breyta leikskólum í síauknum mæli úr dagvistun í metnaðarfulla skóla með skipulagt námsefni. Auk þess yrði þessi breyting stórt skref í átt að einstaklingsmiðuðu námi sem nú er mjög í deiglunni. Góð reynsla í 94 ár Skóli Ísaks Jónssonar er sjálfseignarstofnun sem sinnt hefur markvissri kennslu fimm ára barna frá stofnun skólans, 1926, eða í tæpa öld. Sá skóli fer í öllu að grunn- og leikskólalögum og hefur lengi verið góð fyrirmynd í íslensku skólakerfi. Þessi tilhögun þar hefur ætíð gefist mjög vel. Þá má geta þess að börn hefja grunnskólanám við fimm ára aldur í mörgum þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Samfella skólastiga Grunnþættir menntunar eru þeir sömu í aðalnámskrá grunn – og leikskóla og eiga að fléttast inn í allt nám nemenda. Fimm ára bekkur í grunnskóla tæki þannig mið af blönduðu kerfi þar sem stuðst yrði við kennsluaðferðir beggja skólastiga. Í fimm ára bekk yrði grunnurinn sem áður nám í gegnum leik. Það góða og faglega starf sem nú er innt af hendi í leikskólanum gefur okkur færi á að brúa bilið enn frekar milli leik- og grunnskóla. Það er mikilvægt að samfella sé í námi og að nám á fyrri skólastigum nýtist á því næsta. Rannsóknir benda til að námsefni skarist á mörkum skólastiga. Það gefur til kynna að hægt sé að stytta leikskólann um eitt ár þannig að grunnskólaganga hefjist við fimm ára aldur og ljúki við fimmtán ára aldur. Nemendur hæfu þá framhaldsskólanám, og síðar háskólanám, á sama aldri og jafnaldrar þeirra víða um heim.. Sóknarfæri fyrir leikskóla Ef Reykjavíkurborg riði á vaðið með þessa breytingu gæfist strax raunverulegur kostur á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Öllum tólf mánaða börnum verður þá tryggð leikskólavist án tafar. Hér hreyfa eflaust ýmsir þeirri mótbáru að til lítils sé að losa leikskólann við einn árgang, ef hann bætist svo hvort sem er við grunnskólann. En flestir grunnskólarnir hafa mun meira svigrúm til að sinna þessum eina árgangi, fremur en leikskólarnir. Í öllum grunnskólum eru t.d. starfandi frístundaheimili sem gætu nýst vel fimm ára börnum við endurskipulagningu skóladagsins. Þessi frístundaheimili sinna nemendum að loknum hefðbundnum skóladegi, en standa yfirleitt auð fyrir hádegi. Öllum til hagsbóta Að lokum ber þess að geta að við þessa breytingu mun skólaganga leik- og grunnskólans styttast um eitt ár. Slíkar breytingar hefðu í för með sér feykilegan sparnað. Þær spara nemandanum heilt ár. En Reykjavíkurborg myndi spara um fjóra milljarða á ári. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta verulega launakjör leik- og grunnskólakennara, bæta kennslubúnað og starfsaðstæður nemenda og kennara og yfirleitt gera góða leik- og grunnskóla borgarinnar enn betri. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið tímabært að færa grunnskólann niður um einn árgang þannig að börn hér á landi hefji grunnskólanám fimm ára og ljúki því fimmtán ára. Fyrir þessu má færa veigamikil rök, ekki síst á sviði uppeldis- og kennslufræði. Sú fræðigrein hefur á undanförnum áratugum gagnrýnt margar eldri höfuð kenningar sínar sem augljóslega vanmátu greind og þroska barna. Áhrif þessarar gagnrýni má m.a. finna stað í þeirri viðleitni að breyta leikskólum í síauknum mæli úr dagvistun í metnaðarfulla skóla með skipulagt námsefni. Auk þess yrði þessi breyting stórt skref í átt að einstaklingsmiðuðu námi sem nú er mjög í deiglunni. Góð reynsla í 94 ár Skóli Ísaks Jónssonar er sjálfseignarstofnun sem sinnt hefur markvissri kennslu fimm ára barna frá stofnun skólans, 1926, eða í tæpa öld. Sá skóli fer í öllu að grunn- og leikskólalögum og hefur lengi verið góð fyrirmynd í íslensku skólakerfi. Þessi tilhögun þar hefur ætíð gefist mjög vel. Þá má geta þess að börn hefja grunnskólanám við fimm ára aldur í mörgum þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Samfella skólastiga Grunnþættir menntunar eru þeir sömu í aðalnámskrá grunn – og leikskóla og eiga að fléttast inn í allt nám nemenda. Fimm ára bekkur í grunnskóla tæki þannig mið af blönduðu kerfi þar sem stuðst yrði við kennsluaðferðir beggja skólastiga. Í fimm ára bekk yrði grunnurinn sem áður nám í gegnum leik. Það góða og faglega starf sem nú er innt af hendi í leikskólanum gefur okkur færi á að brúa bilið enn frekar milli leik- og grunnskóla. Það er mikilvægt að samfella sé í námi og að nám á fyrri skólastigum nýtist á því næsta. Rannsóknir benda til að námsefni skarist á mörkum skólastiga. Það gefur til kynna að hægt sé að stytta leikskólann um eitt ár þannig að grunnskólaganga hefjist við fimm ára aldur og ljúki við fimmtán ára aldur. Nemendur hæfu þá framhaldsskólanám, og síðar háskólanám, á sama aldri og jafnaldrar þeirra víða um heim.. Sóknarfæri fyrir leikskóla Ef Reykjavíkurborg riði á vaðið með þessa breytingu gæfist strax raunverulegur kostur á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Öllum tólf mánaða börnum verður þá tryggð leikskólavist án tafar. Hér hreyfa eflaust ýmsir þeirri mótbáru að til lítils sé að losa leikskólann við einn árgang, ef hann bætist svo hvort sem er við grunnskólann. En flestir grunnskólarnir hafa mun meira svigrúm til að sinna þessum eina árgangi, fremur en leikskólarnir. Í öllum grunnskólum eru t.d. starfandi frístundaheimili sem gætu nýst vel fimm ára börnum við endurskipulagningu skóladagsins. Þessi frístundaheimili sinna nemendum að loknum hefðbundnum skóladegi, en standa yfirleitt auð fyrir hádegi. Öllum til hagsbóta Að lokum ber þess að geta að við þessa breytingu mun skólaganga leik- og grunnskólans styttast um eitt ár. Slíkar breytingar hefðu í för með sér feykilegan sparnað. Þær spara nemandanum heilt ár. En Reykjavíkurborg myndi spara um fjóra milljarða á ári. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta verulega launakjör leik- og grunnskólakennara, bæta kennslubúnað og starfsaðstæður nemenda og kennara og yfirleitt gera góða leik- og grunnskóla borgarinnar enn betri. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun