Börn með fjölþættan vanda og vanræksla ríkisstjórnarinnar Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 3. maí 2022 19:01 Félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins og VG hafa á síðustu árum látið undir höfuð leggjast að taka á málum barna og ungmenna með fjölþættan vanda. Áhugaleysi ríkisstjórnarflokkanna á þessum málaflokki er sláandi. Ríkið hefur komið vandanum yfir á sveitarfélögin og þau hafa að stórum hluta útvistað þjónustunni til einkaaðila án nauðsynlegrar umræðu. Málið hefur verið til umfjöllunar á síðustu fundum fjölskylduráðs Hafnarfjarðar enda brýnt að taka þessi mál til skoðunar. Mikilvægt er að líta til öryggis skjólstæðinga og starfsmanna en fyrir skemmstu varð starfsmaður einkarekins vistunarúrræðis fyrir börn með fjölþættan vanda fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu skjólstæðings og það er algjörlega óásættanlegt að slíkt gerist Kostnaðaraukning lendir á sveitarfélögum Úrræði sem áður voru á hendi ríkisins hafa flust yfir til sveitarfélaganna án þess að fjármagn hafi fylgt með. Á sama tíma hefur ríkið lokað vistunarúrræðum á vegum Barnaverndarstofu án þess að nokkuð hafi komið í stað þeirra. Kostnaðaraukningin vegna vistunar barna með fjölþættan vanda hefur svo öll lent á sveitarfélögunum en á síðasta ári nam kostnaðurinn tveimur milljörðum króna. Hér er gamalkunnugt stef á ferðinni þar sem ríkið sker niður rekstur hjá sér til að bæta afkomu sína en lætur sveitarfélögin taka skellinn. Hér er á ferðinni fjármálastefna Sjálfstæðisflokksins og hún kemur niður á velferðarþjónustunni. Eðlilega hafa einkaaðilar stigið inn í þetta tómarúm og boðið upp á þessa mikilvægu þjónustu og hjá þeim er vafalítið unnið mjög gott starf af metnaði í þágu skjólstæðinganna. Engu að síður hefur þessi þróun átt sér stað án nokkurrar umræðu og það er ekki ásættanlegt. Ekki nóg að breyta heiti ráðherra í barnamálaráðherra Á síðasta kjörtímabili var Framsóknarflokkurinn með félags- jafnréttismálaráðuneytið en nafninu var breytt árið 2019 í félags- og barnamálaráðuneytið til að leggja áherslu á málefni barna. Nafnabreytingin hafði því miður ekki mikið að segja fyrir börn með fjölþættan vanda því lítið miðaði í þeim málum undir forystu Ásmundar Einars Daðasonar á síðasta kjörtímabili. Og því miður hefur staðan lítið breyst eftir að VG tók við félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið virðist nánast líta svo á málið sé því óviðkomandi. Meðvirkni meirihlutans með ríkisstjórninni Þetta virðingar- og skeytingarleysi gagnvart hópi í mjög viðkvæmri stöðu er ekki boðlegt. Meðvirkni núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirðis gagnvart ríkisstjórninni hefur um of stýrt för hjá bæjarfélaginu. Samfylkingin mun berjast fyrir því að málin verði tekin fastari tökum og krefjast þess að ríki og sveitarfélög setjist strax niður og ræði skipulag og umgjörð þjónustunnar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins og VG hafa á síðustu árum látið undir höfuð leggjast að taka á málum barna og ungmenna með fjölþættan vanda. Áhugaleysi ríkisstjórnarflokkanna á þessum málaflokki er sláandi. Ríkið hefur komið vandanum yfir á sveitarfélögin og þau hafa að stórum hluta útvistað þjónustunni til einkaaðila án nauðsynlegrar umræðu. Málið hefur verið til umfjöllunar á síðustu fundum fjölskylduráðs Hafnarfjarðar enda brýnt að taka þessi mál til skoðunar. Mikilvægt er að líta til öryggis skjólstæðinga og starfsmanna en fyrir skemmstu varð starfsmaður einkarekins vistunarúrræðis fyrir börn með fjölþættan vanda fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu skjólstæðings og það er algjörlega óásættanlegt að slíkt gerist Kostnaðaraukning lendir á sveitarfélögum Úrræði sem áður voru á hendi ríkisins hafa flust yfir til sveitarfélaganna án þess að fjármagn hafi fylgt með. Á sama tíma hefur ríkið lokað vistunarúrræðum á vegum Barnaverndarstofu án þess að nokkuð hafi komið í stað þeirra. Kostnaðaraukningin vegna vistunar barna með fjölþættan vanda hefur svo öll lent á sveitarfélögunum en á síðasta ári nam kostnaðurinn tveimur milljörðum króna. Hér er gamalkunnugt stef á ferðinni þar sem ríkið sker niður rekstur hjá sér til að bæta afkomu sína en lætur sveitarfélögin taka skellinn. Hér er á ferðinni fjármálastefna Sjálfstæðisflokksins og hún kemur niður á velferðarþjónustunni. Eðlilega hafa einkaaðilar stigið inn í þetta tómarúm og boðið upp á þessa mikilvægu þjónustu og hjá þeim er vafalítið unnið mjög gott starf af metnaði í þágu skjólstæðinganna. Engu að síður hefur þessi þróun átt sér stað án nokkurrar umræðu og það er ekki ásættanlegt. Ekki nóg að breyta heiti ráðherra í barnamálaráðherra Á síðasta kjörtímabili var Framsóknarflokkurinn með félags- jafnréttismálaráðuneytið en nafninu var breytt árið 2019 í félags- og barnamálaráðuneytið til að leggja áherslu á málefni barna. Nafnabreytingin hafði því miður ekki mikið að segja fyrir börn með fjölþættan vanda því lítið miðaði í þeim málum undir forystu Ásmundar Einars Daðasonar á síðasta kjörtímabili. Og því miður hefur staðan lítið breyst eftir að VG tók við félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið virðist nánast líta svo á málið sé því óviðkomandi. Meðvirkni meirihlutans með ríkisstjórninni Þetta virðingar- og skeytingarleysi gagnvart hópi í mjög viðkvæmri stöðu er ekki boðlegt. Meðvirkni núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirðis gagnvart ríkisstjórninni hefur um of stýrt för hjá bæjarfélaginu. Samfylkingin mun berjast fyrir því að málin verði tekin fastari tökum og krefjast þess að ríki og sveitarfélög setjist strax niður og ræði skipulag og umgjörð þjónustunnar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar