Hafnfirðingar eru hamingjusamir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 10. maí 2022 08:30 Í nýlegri könnun sem Gallup gerði kemur fram að um 90% íbúa Hafnarfjarðar eru ánægðir með bæinn sinn. Hamingja er fjölþætt fyrirbæri og erfitt að fullyrða hvaða þættir fylla okkur hamingju. En ánægja ásamt gleði er talinn vera einn þeirra þátta sem auka okkur hamingju og því vel hægt að ímynda sér að hamingjustuðullinn hér í Hafnarfirði sé með hæsta móti. Samkvæmt niðurstöðunum er greinilega gott að búa í Hafnarfirði. Að búa í samfélagi þar sem næstum allir eru ánægðir límir okkur saman sem hér búum og bætir samskipti og almenna lífsgleði. Hafnarfjörður var fyrsta sveitarfélagið sem varð heilsubær á Íslandi Hafnarfjörður hefur á síðustu árum unnið markvisst að því að auka ánægju bæjarbúa með ýmsum leiðum. Fyrst ber að nefna verkefnið Heilsubærinn Hafnarfjörður sem gerði Hafnarfjörð að fyrsta sveitarfélaginu sem varð heilsubær á Íslandi. Ráðist hefur verið í ýmis verkefni sem stuðla að bættri lýðheilsu eins og Janus heilsueflingu fyrir eldri borgara, hreystibrautir settar upp, opin fræðsluerindi haldin, frítt í sund fyrir alla 18 ára og yngri, heilsubótagöngur með fræðslu á sumrin og margt fleira. Menning og listir auka gleði og hamingju og við í Sjálfstæðisflokknum höfum leitað allra leiða til að styrkja betur við menningu og listir bæði með auknum styrkjum og sýnileika. Má þar til dæmis nefna bæjarhátíðina Heima í Hafnarfirði og Hjarta Hafnarfjarðar. Í Covid leituðum við einnig leiða til að sem flestir bæjarbúar gætu fundið sér afþreyingu og skreyttum meðal annars Hellisgerði jólin 2020 svo allar jólakúlur kæmust út að ganga. Höldum áfram á þessari braut og setjum X við D á laugardaginn – fyrir áframhaldandi hamingju í Hafnarfirði. Einnig til þess að við getum fundið út af hverju 10% íbúa eru ekki ánægðir og hækkað þannig ánægjuvísitöluna í bænum okkar. Höfundur er varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri könnun sem Gallup gerði kemur fram að um 90% íbúa Hafnarfjarðar eru ánægðir með bæinn sinn. Hamingja er fjölþætt fyrirbæri og erfitt að fullyrða hvaða þættir fylla okkur hamingju. En ánægja ásamt gleði er talinn vera einn þeirra þátta sem auka okkur hamingju og því vel hægt að ímynda sér að hamingjustuðullinn hér í Hafnarfirði sé með hæsta móti. Samkvæmt niðurstöðunum er greinilega gott að búa í Hafnarfirði. Að búa í samfélagi þar sem næstum allir eru ánægðir límir okkur saman sem hér búum og bætir samskipti og almenna lífsgleði. Hafnarfjörður var fyrsta sveitarfélagið sem varð heilsubær á Íslandi Hafnarfjörður hefur á síðustu árum unnið markvisst að því að auka ánægju bæjarbúa með ýmsum leiðum. Fyrst ber að nefna verkefnið Heilsubærinn Hafnarfjörður sem gerði Hafnarfjörð að fyrsta sveitarfélaginu sem varð heilsubær á Íslandi. Ráðist hefur verið í ýmis verkefni sem stuðla að bættri lýðheilsu eins og Janus heilsueflingu fyrir eldri borgara, hreystibrautir settar upp, opin fræðsluerindi haldin, frítt í sund fyrir alla 18 ára og yngri, heilsubótagöngur með fræðslu á sumrin og margt fleira. Menning og listir auka gleði og hamingju og við í Sjálfstæðisflokknum höfum leitað allra leiða til að styrkja betur við menningu og listir bæði með auknum styrkjum og sýnileika. Má þar til dæmis nefna bæjarhátíðina Heima í Hafnarfirði og Hjarta Hafnarfjarðar. Í Covid leituðum við einnig leiða til að sem flestir bæjarbúar gætu fundið sér afþreyingu og skreyttum meðal annars Hellisgerði jólin 2020 svo allar jólakúlur kæmust út að ganga. Höldum áfram á þessari braut og setjum X við D á laugardaginn – fyrir áframhaldandi hamingju í Hafnarfirði. Einnig til þess að við getum fundið út af hverju 10% íbúa eru ekki ánægðir og hækkað þannig ánægjuvísitöluna í bænum okkar. Höfundur er varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar