Stéttaskipting í Reykjavík Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 10. maí 2022 09:01 Árið 2018 var ég í fullu námi með barn og kærasta horfandi á vonlausan fasteignamarkað. Þar sem annað hvort ég eða kærastinn þyrftum hætta í námi og fara að vinna til að geta keypt okkur íbúð eða hreinlega sætta okkur við það að festast á leigumarkaðnum að námi loknu. Þriðji valmöguleikinn var sá að búa heima hjá foreldrunum, vinna með námi og á sumrin, spara hverja aukakrónu og vonast til að eiga fyrir útborgun eftir örfá ár. Við völdum það og eftir ár í hreiðrinu vildi svo heppilega til að gömlu voru ólm í að koma okkur út og lánuðu okkur fyrir útborgun ofan á það sem við höfðum sparað. Við komumst út en fasteignaverðbólgan hefur haldið áfram. Í fjögur ár hafa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, verkalýðshreyfingin, seðlabankastjóri og fjölmargir sérfræðingar varað við því að ef við förum ekki að byggja meira og hraðar muni skorturinn leiða af sér enn frekari verðhækkanir á íbúðarhúsnæði og verðbólgu. Nú hefur það raungerst og við sjáum afborganirnar af húsnæðislánunum okkar hækka um tugi þúsunda. Að því gefnu að maður standi undir þessum afborgunum sem er alls ekki sjálfgefið, erum við þó þau lánsömu. Því ef baklandið getur ekki hjálpað festist fólk á leigumarkaðnum í vítahring sí hækkandi leigu þökk sé verðbólgunni og eiga því enn minni möguleika á því að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta er ein besta leiðin til að breikka bilið milli stétta og hlekkja lág- og meðallaunafólk og er að svínvirka. Árangur skortsstefnunnar stendur ekki á sér Fyrir fjórum árum var húsnæðisskorturinn orðin áberandi mikill þegar meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar lofuðu að næst myndu þau leysa málin. Núna, fjórum árum síðar, er húsnæðisvandinn enn verri og enn eru sömu veruleikafirrtu yfirlýsingarnar um metfjölda íbúða í byggingu frá sömu flokkum. Eftir 12 ár við völd geta þessir flokkað státað sig af því að hlutfall leigjenda sem þykir erfitt að verða sér úti um húsnæði hefur haldist sögulega hátt samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sífellt stækkar hópur þeirra sem þarf á félagslegu húsnæði að halda. Það þarf að sporna við aukinni stéttaskiptingu og taka stöðu með Reykvíkingum Hækkun fasteignaverðs fylgir hækkun tekna af fasteignasköttum sem greiddir eru til Reykjavíkurborgar. Fyrir vikið hagnast borgin alveg heilmikið á skortsstefnunni sem Samfylkingin, Píratar, Vinstri grænir og Viðreisn hafa verið að reka, en það er beint á kostnað íbúanna. Það er óeðlilegt að borgin sem á styðja íbúana hafi svo mikinn hvata af hækkun fasteignaverðs. Á meðan er borgarstjóri að hreykja sér af fjölgun félagslegra íbúða en þær fjárfestingar eru bara smáræði miðað við það sem borgin græðir á verðhækkun íbúðarhúsnæðis. Þessu þarf að breyta enda lítill vilji hjá meirihlutanum til að taka á húsnæðisvandanum á meðan borgin hagnast svona mikið á honum. Þess vegna ætlum við Sjálfstæðismenn að frysta frekari hækkanir á fasteignagjöldum og taka þannig stöðu með borgarbúum. Við viljum stöðva þessa þróun og snúa dæminu við. Þessi aðgerð mun leiða til þess að borgarbúar munu borgar sömu krónutölu í fasteignagjöld út kjörtímabilið, óháð hækkandi fasteignamati, og borgin hættir að græða á stéttaskiptingu í Reykjavík. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Fasteignamarkaður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 var ég í fullu námi með barn og kærasta horfandi á vonlausan fasteignamarkað. Þar sem annað hvort ég eða kærastinn þyrftum hætta í námi og fara að vinna til að geta keypt okkur íbúð eða hreinlega sætta okkur við það að festast á leigumarkaðnum að námi loknu. Þriðji valmöguleikinn var sá að búa heima hjá foreldrunum, vinna með námi og á sumrin, spara hverja aukakrónu og vonast til að eiga fyrir útborgun eftir örfá ár. Við völdum það og eftir ár í hreiðrinu vildi svo heppilega til að gömlu voru ólm í að koma okkur út og lánuðu okkur fyrir útborgun ofan á það sem við höfðum sparað. Við komumst út en fasteignaverðbólgan hefur haldið áfram. Í fjögur ár hafa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, verkalýðshreyfingin, seðlabankastjóri og fjölmargir sérfræðingar varað við því að ef við förum ekki að byggja meira og hraðar muni skorturinn leiða af sér enn frekari verðhækkanir á íbúðarhúsnæði og verðbólgu. Nú hefur það raungerst og við sjáum afborganirnar af húsnæðislánunum okkar hækka um tugi þúsunda. Að því gefnu að maður standi undir þessum afborgunum sem er alls ekki sjálfgefið, erum við þó þau lánsömu. Því ef baklandið getur ekki hjálpað festist fólk á leigumarkaðnum í vítahring sí hækkandi leigu þökk sé verðbólgunni og eiga því enn minni möguleika á því að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta er ein besta leiðin til að breikka bilið milli stétta og hlekkja lág- og meðallaunafólk og er að svínvirka. Árangur skortsstefnunnar stendur ekki á sér Fyrir fjórum árum var húsnæðisskorturinn orðin áberandi mikill þegar meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar lofuðu að næst myndu þau leysa málin. Núna, fjórum árum síðar, er húsnæðisvandinn enn verri og enn eru sömu veruleikafirrtu yfirlýsingarnar um metfjölda íbúða í byggingu frá sömu flokkum. Eftir 12 ár við völd geta þessir flokkað státað sig af því að hlutfall leigjenda sem þykir erfitt að verða sér úti um húsnæði hefur haldist sögulega hátt samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sífellt stækkar hópur þeirra sem þarf á félagslegu húsnæði að halda. Það þarf að sporna við aukinni stéttaskiptingu og taka stöðu með Reykvíkingum Hækkun fasteignaverðs fylgir hækkun tekna af fasteignasköttum sem greiddir eru til Reykjavíkurborgar. Fyrir vikið hagnast borgin alveg heilmikið á skortsstefnunni sem Samfylkingin, Píratar, Vinstri grænir og Viðreisn hafa verið að reka, en það er beint á kostnað íbúanna. Það er óeðlilegt að borgin sem á styðja íbúana hafi svo mikinn hvata af hækkun fasteignaverðs. Á meðan er borgarstjóri að hreykja sér af fjölgun félagslegra íbúða en þær fjárfestingar eru bara smáræði miðað við það sem borgin græðir á verðhækkun íbúðarhúsnæðis. Þessu þarf að breyta enda lítill vilji hjá meirihlutanum til að taka á húsnæðisvandanum á meðan borgin hagnast svona mikið á honum. Þess vegna ætlum við Sjálfstæðismenn að frysta frekari hækkanir á fasteignagjöldum og taka þannig stöðu með borgarbúum. Við viljum stöðva þessa þróun og snúa dæminu við. Þessi aðgerð mun leiða til þess að borgarbúar munu borgar sömu krónutölu í fasteignagjöld út kjörtímabilið, óháð hækkandi fasteignamati, og borgin hættir að græða á stéttaskiptingu í Reykjavík. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun