Talnablekkingar í Hafnarfirði Arnhildur Ásdís Kolbeins skrifar 10. maí 2022 10:30 Ábyrg fjármálastjórnun sveitarfélaga er afar mikilvæg og hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði stært sig af því að hafa sýnt ábyrga fjármálastjórnun, sérstaklega hvað varðar árangur við að ná niður skuldum. En er það svo? Sér rýnt í nýjasta ársreikning sveitarfélagsins og hann borinn saman við ársreikning 2017 kemur í ljós að árangur meirihlutans í þessum efnum er einfaldlega alls ekki góður. Á kjörtímabilinu hafa skuldir aukist um 10 milljarða, eða úr 40 milljörðum í 50 milljarða. Hér er um að ræða 25% aukningu skulda á kjörtímabilinu og því alrangt að halda því fram að skuldir hafi lækkað á kjörtímabilinu. Skuldahlutfall í ársreikningi hefur vissulega lækkað úr 159% í 148% á tímabilinu, en þá þarf að hafa í huga að þegar skuldahlutfall er reiknað, er deilt í heildarskuldir með heildartekjum. Á árinu 2021 er tekjufærð lóðasala upp á 2,5 milljarð sem skekkir verulega myndina. Sala á lóðum hefur ekkert að gera með raunverulegan rekstrarlegan árangur, enda hefur lóðasala verið stopul í sveitarfélaginu og því er hér um að ræða óreglulegar tekjur. Séu tekjur vegna lóðasölu teknar út fyrir sviga kemur í ljós að skuldahlutfall án tekna vegna lóðasölu er nákvæmlega það sama á árinu 2021 og 2017. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur því ekki náð neinum árangri á kjörtímabilinu varðandi lækkun skulda eða bættan rekstur. Enda hefur íbúum ekki fjölgað og skattstofnar því ekki stækkað svo sem nauðsynlegt er til að halda uppi heilbrigðum rekstri og mæta auknum kröfum um þjónustu. Þrátt fyrir framangreindar tekjur vegna lóðasölu er tap á rekstri sveitarfélagins sem nemur 709 milljónum, en tapið væri ríflega 3 milljarðar án lóðasölunnar. Því er ljóst að reksturinn er fjarri því að vera sjálfbær. Á meðan skatttekjur hafa aukist um 22% á kjörtímabilinu hefur íbúafjöldi staðið í stað, rekstrargjöld hafa hækkað um 44% og skuldir um 25%. Stærsti gjaldaliður sveitarfélagsins eru launaútgjöld, eða ríflega helmingur. Launaútgjöld sveitarfélagsins hafa aukist um 45% á sama tíma og launavísitala Hagstofunnar hefur einungis hækkað um 27%, enda hefur stöðugildum bæjarfélagsins fjölgað um 14% á kjörtímabilinu, þrátt fyrir að íbúum bæjarins hafi ekki fjölgað. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði munu beita sér fyrir raunverulegum árangri í fjármálastjórnun sveitarfélagsins. Við ætlum að sjá til þess að lóðaframboð verði nægt og stöðugt, þannig að sveitarfélagið geti vaxið jafnt og þétt og auka íbúalýðræði á þann hátt að íbúar fái þann sjálfsagða rétt að kjósa um allar meiriháttar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Með þeim hætti fáum við íbúar Hafnarfjarðar að ráða því hver forgangsröðun er við ráðstöfun okkar fjármuna. Jafnframt munum við gera úttekt á rekstri sveitarfélagsins og finna leiðir til aukinnar hagkvæmni, m.a. með auknum útboðum vegna framkvæmda og viðhalds eigna. Settu X við M á kjördag fyrir ábyrga fjármálastjórnun. Höfundur er viðskiptafræðingur og viðskiptalögfræðingur og skipar 2. sætið á M lista Miðflokks og óháðra í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Ábyrg fjármálastjórnun sveitarfélaga er afar mikilvæg og hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði stært sig af því að hafa sýnt ábyrga fjármálastjórnun, sérstaklega hvað varðar árangur við að ná niður skuldum. En er það svo? Sér rýnt í nýjasta ársreikning sveitarfélagsins og hann borinn saman við ársreikning 2017 kemur í ljós að árangur meirihlutans í þessum efnum er einfaldlega alls ekki góður. Á kjörtímabilinu hafa skuldir aukist um 10 milljarða, eða úr 40 milljörðum í 50 milljarða. Hér er um að ræða 25% aukningu skulda á kjörtímabilinu og því alrangt að halda því fram að skuldir hafi lækkað á kjörtímabilinu. Skuldahlutfall í ársreikningi hefur vissulega lækkað úr 159% í 148% á tímabilinu, en þá þarf að hafa í huga að þegar skuldahlutfall er reiknað, er deilt í heildarskuldir með heildartekjum. Á árinu 2021 er tekjufærð lóðasala upp á 2,5 milljarð sem skekkir verulega myndina. Sala á lóðum hefur ekkert að gera með raunverulegan rekstrarlegan árangur, enda hefur lóðasala verið stopul í sveitarfélaginu og því er hér um að ræða óreglulegar tekjur. Séu tekjur vegna lóðasölu teknar út fyrir sviga kemur í ljós að skuldahlutfall án tekna vegna lóðasölu er nákvæmlega það sama á árinu 2021 og 2017. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur því ekki náð neinum árangri á kjörtímabilinu varðandi lækkun skulda eða bættan rekstur. Enda hefur íbúum ekki fjölgað og skattstofnar því ekki stækkað svo sem nauðsynlegt er til að halda uppi heilbrigðum rekstri og mæta auknum kröfum um þjónustu. Þrátt fyrir framangreindar tekjur vegna lóðasölu er tap á rekstri sveitarfélagins sem nemur 709 milljónum, en tapið væri ríflega 3 milljarðar án lóðasölunnar. Því er ljóst að reksturinn er fjarri því að vera sjálfbær. Á meðan skatttekjur hafa aukist um 22% á kjörtímabilinu hefur íbúafjöldi staðið í stað, rekstrargjöld hafa hækkað um 44% og skuldir um 25%. Stærsti gjaldaliður sveitarfélagsins eru launaútgjöld, eða ríflega helmingur. Launaútgjöld sveitarfélagsins hafa aukist um 45% á sama tíma og launavísitala Hagstofunnar hefur einungis hækkað um 27%, enda hefur stöðugildum bæjarfélagsins fjölgað um 14% á kjörtímabilinu, þrátt fyrir að íbúum bæjarins hafi ekki fjölgað. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði munu beita sér fyrir raunverulegum árangri í fjármálastjórnun sveitarfélagsins. Við ætlum að sjá til þess að lóðaframboð verði nægt og stöðugt, þannig að sveitarfélagið geti vaxið jafnt og þétt og auka íbúalýðræði á þann hátt að íbúar fái þann sjálfsagða rétt að kjósa um allar meiriháttar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Með þeim hætti fáum við íbúar Hafnarfjarðar að ráða því hver forgangsröðun er við ráðstöfun okkar fjármuna. Jafnframt munum við gera úttekt á rekstri sveitarfélagsins og finna leiðir til aukinnar hagkvæmni, m.a. með auknum útboðum vegna framkvæmda og viðhalds eigna. Settu X við M á kjördag fyrir ábyrga fjármálastjórnun. Höfundur er viðskiptafræðingur og viðskiptalögfræðingur og skipar 2. sætið á M lista Miðflokks og óháðra í Hafnarfirði.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun