Grænn iðngarður byggður á hringrásarhugsun á Grundartanga Björgvin Helgason og Ólafur Adolfsson skrifa 11. maí 2022 08:31 Í dag fögnum við enn einum áfanga öflugs atvinnusvæðis Grundartanga sem fyrirtæki og sveitarfélög hafa byggt upp sameiginlega. Þá verður undirrituð sérstök viljayfirlýsing um uppbyggingu græns iðngarðs byggðum á hringrásarhugsun. Að verkefninu standa Þróunarfélag Grundartanga, fimm sveitarfélög, Faxaflóahafnir og 15 öflug fyrirtæki. Sérlegur verndari verkefnisins er Guðlaugi Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um 20 stór og smá iðn‐ og þjónustufyrirtæki á Grundartanga veita meira en 1.100 manns atvinnu að jafnaði. Rekja má um 2.000 afleidd störf til starfsemi svæðisins. Þetta samfélag fyrirtækja eru langstærstu vinnuveitendur Hvalfjarðarsveitar og Akraness. Tvö stærstu fyrirtækin, Norðurál og Elkem Ísland, greiða laun og kaupa þjónustu fyrir meira en 20 milljarða króna á ári. Atvinnusvæðið hefur verið byggt upp í sameiningu kröftugra fyrirtækja og framsýnna sveitarfélaga. Til frekari framfaraskrefa var Þróunarfélag Grundartanga stofnað 2016. Að því standa Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Akraneskaupstaður, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Það sameinar krafta sveitarfélaganna, Faxaflóahafna og fyrirtækja á atvinnusvæðinu til að skapa öflugt sóknarsvæði og þróa nýja vaxtarmöguleika. Uppbyggingu græns iðngarðs á Grundartanga er ætlað að styðja við sjálfbærni með því að innleiða félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið í skipulag, stýringu og framkvæmd. Ávinningur verkefnisins er í takt við stefnu stjórnvalda og sveitarfélaga um þróun í átt að hringrásarhagkerfi og styður aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Grænn iðngarður Grundartanga hefur alla burði til að geta orðið leiðandi á heimsvísu með áherslu á sjálfbærni, bætta fjölnýtingu auðlinda og innviða í gegnum hringrásarhagkerfi. Þar liggja mörg tækifæri í að minnka áhrif loftslagsbreytinga, auka skynsemi í hráefnanotkun, koma á fjölnýtingarverkefnum og bæta enn frekar endurheimt auðlinda. Þessi viljayfirlýsing er mikilvæg fyrir framtíðaruppbyggingu athafnalífs á Grundartanga. Hún veit á gott fyrir íbúa nærliggjandi sveitarfélaga sem og framtíðarkynslóðir. Í dag verður undirrituð yfirlýsing um grænan iðngarð hringrásarhugsunar á Grundartanga. Björgvin Helgason er oddviti Hvalfjarðarsveitar. Ólafur Adolfsson er formaður Þróunarfélags Grundartanga og bæjarfulltrúi á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalfjarðarsveit Akranes Vinnumarkaður Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við enn einum áfanga öflugs atvinnusvæðis Grundartanga sem fyrirtæki og sveitarfélög hafa byggt upp sameiginlega. Þá verður undirrituð sérstök viljayfirlýsing um uppbyggingu græns iðngarðs byggðum á hringrásarhugsun. Að verkefninu standa Þróunarfélag Grundartanga, fimm sveitarfélög, Faxaflóahafnir og 15 öflug fyrirtæki. Sérlegur verndari verkefnisins er Guðlaugi Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um 20 stór og smá iðn‐ og þjónustufyrirtæki á Grundartanga veita meira en 1.100 manns atvinnu að jafnaði. Rekja má um 2.000 afleidd störf til starfsemi svæðisins. Þetta samfélag fyrirtækja eru langstærstu vinnuveitendur Hvalfjarðarsveitar og Akraness. Tvö stærstu fyrirtækin, Norðurál og Elkem Ísland, greiða laun og kaupa þjónustu fyrir meira en 20 milljarða króna á ári. Atvinnusvæðið hefur verið byggt upp í sameiningu kröftugra fyrirtækja og framsýnna sveitarfélaga. Til frekari framfaraskrefa var Þróunarfélag Grundartanga stofnað 2016. Að því standa Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Akraneskaupstaður, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Það sameinar krafta sveitarfélaganna, Faxaflóahafna og fyrirtækja á atvinnusvæðinu til að skapa öflugt sóknarsvæði og þróa nýja vaxtarmöguleika. Uppbyggingu græns iðngarðs á Grundartanga er ætlað að styðja við sjálfbærni með því að innleiða félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið í skipulag, stýringu og framkvæmd. Ávinningur verkefnisins er í takt við stefnu stjórnvalda og sveitarfélaga um þróun í átt að hringrásarhagkerfi og styður aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Grænn iðngarður Grundartanga hefur alla burði til að geta orðið leiðandi á heimsvísu með áherslu á sjálfbærni, bætta fjölnýtingu auðlinda og innviða í gegnum hringrásarhagkerfi. Þar liggja mörg tækifæri í að minnka áhrif loftslagsbreytinga, auka skynsemi í hráefnanotkun, koma á fjölnýtingarverkefnum og bæta enn frekar endurheimt auðlinda. Þessi viljayfirlýsing er mikilvæg fyrir framtíðaruppbyggingu athafnalífs á Grundartanga. Hún veit á gott fyrir íbúa nærliggjandi sveitarfélaga sem og framtíðarkynslóðir. Í dag verður undirrituð yfirlýsing um grænan iðngarð hringrásarhugsunar á Grundartanga. Björgvin Helgason er oddviti Hvalfjarðarsveitar. Ólafur Adolfsson er formaður Þróunarfélags Grundartanga og bæjarfulltrúi á Akranesi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun