Ólíklegt að skýrsla um Íslandsbankasölu verði tilbúin fyrir þinglok Smári Jökull Jónsson skrifar 11. maí 2022 18:13 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Smáranum í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verði ekki tilbúin fyrr en Alþingi er komið í sumarfrí. Stofnunin á að leggja mat á hvort salan hafi samrýmst lögum og stjórnsýsluháttum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, óskaði eftir því þann 7.apríl að Ríkisendurskoðun myndi gera úttekt á því hvort sala á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar þann 8.apríl, þar sem tilkynnt var að stofnunin myndi verða við beiðni ráðherra um úttekt, var sagt að niðurstöður úttektarinnar yrði birtar í opinberri skýrslu til Alþingis í júnímánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú gert ráð fyrir að niðurstöður úttektarinnar verði kynntar í lok júnímánaðar. Ef starfsáætlun Alþingis er skoðuð sést að starfslok þingsins eru áætluð þann 10.júní en starfslok frestast þó oft miðað við útgefna áætlun. Ef Alþingi hefur lokið störfum þegar niðurstöður úttektarinnar verða birtar er talið líklegt að óskað verði eftir að þing komi saman til að ræða niðurstöðurnar úttektarinnar. Í umræðum á Alþingi þann 7.apríl kom fram að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, vildi ganga skrefinu lengra en fjármála- og efnahagsráðherra og að komið yrði á fót óháðri og sjálfstæðri rannsóknarnefnd á vegum þingsins sem færi ofan í saumana á málinu. Stjórnarþingmennirnir Óli Björn Kárason og Orri Páll Jóhannsson tóku undir þau orð og sögðu sjálfsagt að slík nefnd yrði sett á fót ef þingheimur teldi að úttekt Ríkisendurskoðunar væri ekki nóg. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, óskaði eftir því þann 7.apríl að Ríkisendurskoðun myndi gera úttekt á því hvort sala á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar þann 8.apríl, þar sem tilkynnt var að stofnunin myndi verða við beiðni ráðherra um úttekt, var sagt að niðurstöður úttektarinnar yrði birtar í opinberri skýrslu til Alþingis í júnímánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú gert ráð fyrir að niðurstöður úttektarinnar verði kynntar í lok júnímánaðar. Ef starfsáætlun Alþingis er skoðuð sést að starfslok þingsins eru áætluð þann 10.júní en starfslok frestast þó oft miðað við útgefna áætlun. Ef Alþingi hefur lokið störfum þegar niðurstöður úttektarinnar verða birtar er talið líklegt að óskað verði eftir að þing komi saman til að ræða niðurstöðurnar úttektarinnar. Í umræðum á Alþingi þann 7.apríl kom fram að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, vildi ganga skrefinu lengra en fjármála- og efnahagsráðherra og að komið yrði á fót óháðri og sjálfstæðri rannsóknarnefnd á vegum þingsins sem færi ofan í saumana á málinu. Stjórnarþingmennirnir Óli Björn Kárason og Orri Páll Jóhannsson tóku undir þau orð og sögðu sjálfsagt að slík nefnd yrði sett á fót ef þingheimur teldi að úttekt Ríkisendurskoðunar væri ekki nóg.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira