Mikilvægi íþrótta og hreyfingar Guðlaugur Skúlason skrifar 12. maí 2022 06:16 Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt. En betur má ef duga skal, aðstöðumál á Hofsósi hafa verið slæm um árabil. Grunnskólakrakkar hafa þurft að iðka sínar íþróttir í félagsheimilinu sem er algjörlega barn síns tíma. Það er erfitt að vekja upp áhuga og halda honum þegar aðstaðan er ekki til staðar, en farið er að sjá fyrir endann á því með byggingu nýs íþróttahúss við grunnskólann. Verður þá kominn flottur kjarni fyrir börn á Hofsósi og nágrenni þar sem hægt er að byrja daginn í skóla og enda í íþróttum til að fá smá útrás eftir daginn. Með nýju íþróttahúsi á Hofsósi er ekki ólíklegt að spretti upp „bumbubolta“ hópar út að austan. Það kæmi til með að auka hreyfingu hjá íbúum sem annars eru ekki að gera sér ferð upp á Krók eða fram í Varmahlíð til að komast í hreyfingu innanhúss. Í Varmahlíð hefur verið flott íþróttamiðstöð um árabil og er það hús að mestu fullnýtt allan ársins hring. Skólinn nýtir húsið fyrripart dags og þegar líður á daginn eru skipulagðar æfingar hjá íþróttafélagi. Íbúar framhéraðs og víðar nýta sér þessa aðstöðu til að iðka sína hreyfingu þess á milli. Það verður að halda áfram að viðhalda íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Það er komin tími á að skoða klór- og hreinsikerfi laugarinnar og gólfið í íþróttahúsinu er komið að viðhaldi. Á Sauðárkróki er íþróttahúsið sprungið og ef við ætlum ekki að dragast aftur í þjálfun yngri flokka í öllum greinum verðum við að gera eitthvað í málinu. Barn í Sveitarfélaginu Skagafirði getur æft einu sinni til þrisvar sinnum í viku. Á sama tíma geta börn í öðrum sveitarfélögum æft fjórum sinnum án þess að stundaskránni sé stöðugt breytt. Haldist þetta óbreytt verðum við fljót að dragast aftur úr. Það þarf að byrja á hönnun og skipulagi fyrir stækkun íþróttahúss á Sauðárkróki sem fyrst. Hvort sem stækkað yrði til suðurs eða byggt nýtt fjölnota íþróttahús norðan við núverandi hús, þá höfum við ekki tíma til að bíða. Við viljum vera með íþróttafólk í fremstu röð og frekar bæta í. Þegar íþróttahúsið á Hofsósi er klárt þá eru þéttbýliskjarnarnir þrír komnir með viðeigandi aðstöðu fyrir börn og fullorðna. Það er forsenda þess að við getum skilað af okkur sterku íþróttafólki upp í meistaraflokka. Við viljum vera með landsliðsfólk í öllum greinum sem eru frábærir fulltrúar okkar Skagfirðinga utan og innan héraðs. Það er eitt að mínum áhersluatriðum að íþróttaaðstaða verði með langbesta móti í Skagafirði og að okkar iðkendur nái að stunda sínar íþróttir eða hreyfingu við bestu aðstæður hverju sinni. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði og er formaður aðalstjórnar Tindastóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skagafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt. En betur má ef duga skal, aðstöðumál á Hofsósi hafa verið slæm um árabil. Grunnskólakrakkar hafa þurft að iðka sínar íþróttir í félagsheimilinu sem er algjörlega barn síns tíma. Það er erfitt að vekja upp áhuga og halda honum þegar aðstaðan er ekki til staðar, en farið er að sjá fyrir endann á því með byggingu nýs íþróttahúss við grunnskólann. Verður þá kominn flottur kjarni fyrir börn á Hofsósi og nágrenni þar sem hægt er að byrja daginn í skóla og enda í íþróttum til að fá smá útrás eftir daginn. Með nýju íþróttahúsi á Hofsósi er ekki ólíklegt að spretti upp „bumbubolta“ hópar út að austan. Það kæmi til með að auka hreyfingu hjá íbúum sem annars eru ekki að gera sér ferð upp á Krók eða fram í Varmahlíð til að komast í hreyfingu innanhúss. Í Varmahlíð hefur verið flott íþróttamiðstöð um árabil og er það hús að mestu fullnýtt allan ársins hring. Skólinn nýtir húsið fyrripart dags og þegar líður á daginn eru skipulagðar æfingar hjá íþróttafélagi. Íbúar framhéraðs og víðar nýta sér þessa aðstöðu til að iðka sína hreyfingu þess á milli. Það verður að halda áfram að viðhalda íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Það er komin tími á að skoða klór- og hreinsikerfi laugarinnar og gólfið í íþróttahúsinu er komið að viðhaldi. Á Sauðárkróki er íþróttahúsið sprungið og ef við ætlum ekki að dragast aftur í þjálfun yngri flokka í öllum greinum verðum við að gera eitthvað í málinu. Barn í Sveitarfélaginu Skagafirði getur æft einu sinni til þrisvar sinnum í viku. Á sama tíma geta börn í öðrum sveitarfélögum æft fjórum sinnum án þess að stundaskránni sé stöðugt breytt. Haldist þetta óbreytt verðum við fljót að dragast aftur úr. Það þarf að byrja á hönnun og skipulagi fyrir stækkun íþróttahúss á Sauðárkróki sem fyrst. Hvort sem stækkað yrði til suðurs eða byggt nýtt fjölnota íþróttahús norðan við núverandi hús, þá höfum við ekki tíma til að bíða. Við viljum vera með íþróttafólk í fremstu röð og frekar bæta í. Þegar íþróttahúsið á Hofsósi er klárt þá eru þéttbýliskjarnarnir þrír komnir með viðeigandi aðstöðu fyrir börn og fullorðna. Það er forsenda þess að við getum skilað af okkur sterku íþróttafólki upp í meistaraflokka. Við viljum vera með landsliðsfólk í öllum greinum sem eru frábærir fulltrúar okkar Skagfirðinga utan og innan héraðs. Það er eitt að mínum áhersluatriðum að íþróttaaðstaða verði með langbesta móti í Skagafirði og að okkar iðkendur nái að stunda sínar íþróttir eða hreyfingu við bestu aðstæður hverju sinni. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði og er formaður aðalstjórnar Tindastóls.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun