Samskipti og þjónusta við íbúa - Gerum betur Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir skrifar 13. maí 2022 09:00 Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er að mörgu að hyggja. Við þurfum að stilla saman strengi eftir þessa breytingu. Eitt af því sem leggja þarf áherslu á að mínu mati er þjónustan við íbúa, aðgengi þeirra að upplýsingum og aðstoð við að fá úrlausn sinna mála. Þegar samfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða erfiðari. En við getum unnið að því að svo verði ekki hjá nýju sveitarfélagi með því að vinna markvisst að því að bæta þjónustu og að allir íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfulltrúar rói í sömu átt varðandi það. Ég er fædd og uppalin í Skagafirði og bjó hér fram undir tvítugt, þá flutti ég suður og vann þar í 20 ár. Árið 2019 flutti ég heim að nýju í fjörðinn og samfélagið sem ég hef þekkt frá fæðingu, í fallegasta fjörð landsins. Að keyra niður Vatnsskarðið á björtu vorkvöldi er alltaf jafn fallegt. Að horfa til suðurs og sjá fram fjörð, Mælifellshnjúkinn, yfir í Blönduhlíð út fjörð og sjá sólina á bak við eyjarnar okkar. Þetta er eitthvað annað. Þegar fólk hugsar sér til hreyfings út á land er samkeppnin mikil. Atvinna, húsnæði, leikskólapláss og hvernig samfélagið tekur á móti skiptir miklu máli og þar spila allir íbúar sveitarfélagsins inn í. Þjónustustefna Sveitarfélagið Skagafjörður er fjölmennur og fjölbreyttur vinnustaður, með íbúa sem eru um 4300 dreifðir um allan fjörð og því má segja að þarfir þeirra sé misjafnar þó að grunnþarfir séu þær sömu. Þjónusta er mikilvæg í okkar lífi og því þarf alltaf að vera á tánum gagnvart því að hún sé veitt og að viðskiptavinir séu ánægðir. Með því að veita góða þjónustu eru auknar líkur á því að fólk komi aftur og láti gott orð berast út. En það skiptir líka máli hvernig hún er veitt. Við höfum trúlega öll upplifað lélega þjónustu einhversstaðar og heitið því að koma aldrei þangað aftur. Því er það mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hlutverki sínu og til hvers er ætlast. Að boðleiðir séu skýrar og að íbúar, já og starfsfólkið, viti hvert á að beina viðkomandi til að fá úrlausn sinna mála, leiðbeiningar eða aðstoð. Í kerfum almennt eru miklar torleiðir og oft held ég að fólk hætti við að sækja sér upplýsingar og þjónustu því að allt ferlið er svo flókið. Svo ekki sé minnst á hvernig þetta sé fyrir fólk af erlendum uppruna sem flytur hingað. Það þarf að hlúa að þeim hópi sérstaklega og tryggja að þau fái þá aðstoð sem þarf, sérstaklega ef um börn er að ræða varðandi skóla- og tómstundamál. Því er mikilvægt fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að setja sér þjónustustefnu og fylgja henni eftir. Með sama fyrirkomulagi og í fyrra Hugsa þarf hlutina eins og að enginn viti neitt, því enginn veit allt. Hvernig á fólk sem er nýflutt í samfélagið að vita hvernig hlutirnir voru í fyrra? Viðburður verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. Þessu þurfum við sem samfélag að breyta og taka vel á móti fólki sem flytur í fallegasta og skemmtilegasta fjörð landsins. Þessu viljum við Sjálfstæðismenn breyta því þetta er ekki boðlegt í nútímasamfélagi þar sem samskiptamáti er hraðari og auðveldar en oft áður. Vilji og samvinna er það sem þarf. Við viljum öll búa í samfélagið þar sem hlutirnir ganga vel og að íbúar séu ánægðir og geti stoltir sagt frá því að þjónustan heima sé til fyrirmyndar. Stuttar og hnitmiðaðar boðleiðir auðveldar líf allra. Ef þú kjósandi góður vilt sjá breytingar er snúa að þjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði þá hvet ég þig til að mæta á kjörstað og setja x við D. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Skagafjörður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er að mörgu að hyggja. Við þurfum að stilla saman strengi eftir þessa breytingu. Eitt af því sem leggja þarf áherslu á að mínu mati er þjónustan við íbúa, aðgengi þeirra að upplýsingum og aðstoð við að fá úrlausn sinna mála. Þegar samfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða erfiðari. En við getum unnið að því að svo verði ekki hjá nýju sveitarfélagi með því að vinna markvisst að því að bæta þjónustu og að allir íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfulltrúar rói í sömu átt varðandi það. Ég er fædd og uppalin í Skagafirði og bjó hér fram undir tvítugt, þá flutti ég suður og vann þar í 20 ár. Árið 2019 flutti ég heim að nýju í fjörðinn og samfélagið sem ég hef þekkt frá fæðingu, í fallegasta fjörð landsins. Að keyra niður Vatnsskarðið á björtu vorkvöldi er alltaf jafn fallegt. Að horfa til suðurs og sjá fram fjörð, Mælifellshnjúkinn, yfir í Blönduhlíð út fjörð og sjá sólina á bak við eyjarnar okkar. Þetta er eitthvað annað. Þegar fólk hugsar sér til hreyfings út á land er samkeppnin mikil. Atvinna, húsnæði, leikskólapláss og hvernig samfélagið tekur á móti skiptir miklu máli og þar spila allir íbúar sveitarfélagsins inn í. Þjónustustefna Sveitarfélagið Skagafjörður er fjölmennur og fjölbreyttur vinnustaður, með íbúa sem eru um 4300 dreifðir um allan fjörð og því má segja að þarfir þeirra sé misjafnar þó að grunnþarfir séu þær sömu. Þjónusta er mikilvæg í okkar lífi og því þarf alltaf að vera á tánum gagnvart því að hún sé veitt og að viðskiptavinir séu ánægðir. Með því að veita góða þjónustu eru auknar líkur á því að fólk komi aftur og láti gott orð berast út. En það skiptir líka máli hvernig hún er veitt. Við höfum trúlega öll upplifað lélega þjónustu einhversstaðar og heitið því að koma aldrei þangað aftur. Því er það mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hlutverki sínu og til hvers er ætlast. Að boðleiðir séu skýrar og að íbúar, já og starfsfólkið, viti hvert á að beina viðkomandi til að fá úrlausn sinna mála, leiðbeiningar eða aðstoð. Í kerfum almennt eru miklar torleiðir og oft held ég að fólk hætti við að sækja sér upplýsingar og þjónustu því að allt ferlið er svo flókið. Svo ekki sé minnst á hvernig þetta sé fyrir fólk af erlendum uppruna sem flytur hingað. Það þarf að hlúa að þeim hópi sérstaklega og tryggja að þau fái þá aðstoð sem þarf, sérstaklega ef um börn er að ræða varðandi skóla- og tómstundamál. Því er mikilvægt fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að setja sér þjónustustefnu og fylgja henni eftir. Með sama fyrirkomulagi og í fyrra Hugsa þarf hlutina eins og að enginn viti neitt, því enginn veit allt. Hvernig á fólk sem er nýflutt í samfélagið að vita hvernig hlutirnir voru í fyrra? Viðburður verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. Þessu þurfum við sem samfélag að breyta og taka vel á móti fólki sem flytur í fallegasta og skemmtilegasta fjörð landsins. Þessu viljum við Sjálfstæðismenn breyta því þetta er ekki boðlegt í nútímasamfélagi þar sem samskiptamáti er hraðari og auðveldar en oft áður. Vilji og samvinna er það sem þarf. Við viljum öll búa í samfélagið þar sem hlutirnir ganga vel og að íbúar séu ánægðir og geti stoltir sagt frá því að þjónustan heima sé til fyrirmyndar. Stuttar og hnitmiðaðar boðleiðir auðveldar líf allra. Ef þú kjósandi góður vilt sjá breytingar er snúa að þjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði þá hvet ég þig til að mæta á kjörstað og setja x við D. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun