Tvennt í boði í borginni Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir skrifa 13. maí 2022 07:45 Á morgun, laugardag, gefst borgarbúum færi á því að velja það hvernig borginni okkar er stýrt næstu fjögur árin. Reykjavík er að mörgu leyti frábær og skemmtileg borg. Hún er iðandi af mannlífi og menningu og ósnortin náttúran er skammt undan. Skíðasvæði í túnfætinum, laxveiðiá í miðju þéttbýlinu, golfvöllur innan borgarmarka og þéttofnar reiðleiðir á útjaðrinum eru aðeins nokkur sérkenni borgarinnar okkar. Reykjavík er einstök á heimsvísu. Það er hins vegar hökt í borginni. Borgarbúar eru óánægðir með þjónustuna. Framkvæmdir standa á sér. Rekstur borgarinnar er losaralegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Vandræðagangur í leikskólamálum veldur því að tæplega þúsund börn sitja föst á biðlistum um alla borg. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Skattar og álögur eru í hæstu hæðum. Borgin okkar á skilið að nýtt fólk taki við stjórnartaumunum. Sjálfstæðismenn í Reykjavík boða Reykjavík þar sem forgangsraðað er í þágu grunnþjónustu við borgarbúa. Borg þar sem reksturinn er tekinn föstum tökum. Borg sem stendur með íbúum sínum og atvinnurekendum þegar þau finna fyrir verðhækkunum á öllum vígstöðvum, frystir fasteignagjöld þannig hægt sé að koma böndum á hækkandi útgjöld heimilanna. Borg sem tekur utan um öflugt atvinnulíf í stað þess að leggja stein í götu þess. Reykvíkingar ganga að kjörkössunum á laugardag og valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði með breyttri og betri stjórn á borginni. Atkvæði greitt öðrum er atkvæði með áframhaldandi losarabrag. Það er bara tvennt í boði. Kjósum aðgerðir í stað orða. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Á morgun, laugardag, gefst borgarbúum færi á því að velja það hvernig borginni okkar er stýrt næstu fjögur árin. Reykjavík er að mörgu leyti frábær og skemmtileg borg. Hún er iðandi af mannlífi og menningu og ósnortin náttúran er skammt undan. Skíðasvæði í túnfætinum, laxveiðiá í miðju þéttbýlinu, golfvöllur innan borgarmarka og þéttofnar reiðleiðir á útjaðrinum eru aðeins nokkur sérkenni borgarinnar okkar. Reykjavík er einstök á heimsvísu. Það er hins vegar hökt í borginni. Borgarbúar eru óánægðir með þjónustuna. Framkvæmdir standa á sér. Rekstur borgarinnar er losaralegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Vandræðagangur í leikskólamálum veldur því að tæplega þúsund börn sitja föst á biðlistum um alla borg. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Skattar og álögur eru í hæstu hæðum. Borgin okkar á skilið að nýtt fólk taki við stjórnartaumunum. Sjálfstæðismenn í Reykjavík boða Reykjavík þar sem forgangsraðað er í þágu grunnþjónustu við borgarbúa. Borg þar sem reksturinn er tekinn föstum tökum. Borg sem stendur með íbúum sínum og atvinnurekendum þegar þau finna fyrir verðhækkunum á öllum vígstöðvum, frystir fasteignagjöld þannig hægt sé að koma böndum á hækkandi útgjöld heimilanna. Borg sem tekur utan um öflugt atvinnulíf í stað þess að leggja stein í götu þess. Reykvíkingar ganga að kjörkössunum á laugardag og valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði með breyttri og betri stjórn á borginni. Atkvæði greitt öðrum er atkvæði með áframhaldandi losarabrag. Það er bara tvennt í boði. Kjósum aðgerðir í stað orða. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar