Við stöndum við bakið á foreldrum Kristófer Már Maronsson skrifar 13. maí 2022 13:00 Fjárhagsáhyggjur eru líklega algengustu áhyggjur verðandi foreldra. Ekki nóg með það að fæðingarorlof er að hámarki 80% af meðallaunum hvors foreldris 18-6 mánuðum fyrir fæðingu, þá eru það eingöngu hærri barnabætur (á næsta ári) sem taka við tekjulausum foreldrum ef ekki fæst leikskóla- eða dagforeldrapláss að loknu fæðingarorlofi. Á sama tíma og tekjur lækka ráðast foreldrar í fjárfestingu í nauðsynlegum öryggisvörum fyrir börn auk þess að rekstrarkostnaður heimilisins eykst til frambúðar. Með aukinni fjárhagslegri streitu aukast líkur á samskiptavandamálum, auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum auk þess að foreldrar með fjárhagsáhyggjur eru ólíklegri til þess að sinna þörfum barna sinna (Heimild 1). Leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi og greitt fyrir eitt barn Í Skagafirði hefur verið unnið statt og stöðugt að því að fjölga leikskólaplássum á kjörtímabilinu og er stefna okkar Sjálfstæðismanna í Skagafirði skýr. Við ætlum að tryggja öllum börnum pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri að loknu fæðingarorlofi foreldranna. Hér er ekki bara um fögur fyrirheit að ræða, heldur munum við gera það fjárhagslega hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að hafa næg pláss í boði, ef við fáum umboð frá kjósendum til þess. Þannig ætlum við að hækka skattfrjálsar foreldragreiðslur í 250 þúsund krónur á mánuði til þeirra foreldra sem ekki komast til vinnu eftir fæðingarorlof ef sveitarfélagið getur ekki boðið barninu pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri. Við ætlum einnig að tryggja fjármagn til þess að lækka kostnað foreldra við menntun barna sinna. Þannig viljum við breyta reglum þannig að foreldrar greiði eingöngu dvalargjald eitt barn óháð því hvort að börnin eru hjá dagforeldri, í leikskóla eða grunnskóla. Mönnun umfram lágmarkskröfur Sama hvernig vinna er unnin, ef álagið í vinnunni er yfirþyrmandi aukast líkur á því að við getum ekki unnið vinnuna á fullnægjandi hátt. Leikskólar eru sérstakir vinnustaðir þar sem að börnin okkar hljóta stuðning og kennslu til þess að leika og læra. Á sama tíma geta foreldrar sinnt sinni vinnu áhyggjulausir vitandi að börnin eru í góðum höndum á leikskólanum. Of mikið álag á leikskólum líkt og öðrum vinnustöðum er líklegt til að hafa áhrif á starfsfólk bæði í leik og starfi, fjölga veikindadögum, minnka starfsánægju og auka starfsmannaveltu. Í verstu tilfellum verða áhrifin slík að starfsfólk hverfur frá í langtímaveikindi eða grípa þarf til þess að takmarka starfsemi leikskóla vegna manneklu með tilheyrandi keðjuverkun í samfélaginu. Sveitarfélagið getur ekki komið með neinar töfralausnir, en getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að lágmarka líkurnar á fyrrgreindum atburðum. Stefna sjálfstæðismanna í Skagafirði er að tryggja fjármagn til þess að mannað verði umfram lágmarkskröfur á leikskólum. Í eðlilegu árferði verði barngildi á hvern starfsmann þannig lægra en í dag og í undantekningartilvikum þegar upp koma mikil veikindi verður hægt að bregðast við án þess að skerða starfsemi. Áhrifin sem við vonumst til þess að sjá af þessari aðgerð er að starfsánægja eykst, álag á starfsfólk minnkar og þar með ætti veikindadögum að fækka og starfsmannavelta að minnka að öðru óbreyttu. Kjósum betri framtíð fyrir börn og ungt fólk í Skagafirði Þetta er bara hluti þeirra fjölmörgu aðgerða sem við ætlum að láta verða að veruleika á næsta kjörtímabili. Ungt fólk sem hyggur á barneignir í Skagafirði eða flutning í fjörðinn á að geta treyst á stuðning samfélagsins á þessum mikilvægu árum. Við viljum ekki auka við fjárhagsáhyggjur foreldra sem geta haft hræðilegar afleiðingar, fyrir foreldrana og barnið. Þú hefur valið í kosningunum, besta leiðin til þess að tryggja að þessar tillögur okkar verði að veruleika er að gefa okkur skýrt umboð til þess að framkvæma þær að kosningum loknum. Setjum X við D á morgun. Höfundur er hagfræðingur og skipar 15. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skagafjörður Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáhyggjur eru líklega algengustu áhyggjur verðandi foreldra. Ekki nóg með það að fæðingarorlof er að hámarki 80% af meðallaunum hvors foreldris 18-6 mánuðum fyrir fæðingu, þá eru það eingöngu hærri barnabætur (á næsta ári) sem taka við tekjulausum foreldrum ef ekki fæst leikskóla- eða dagforeldrapláss að loknu fæðingarorlofi. Á sama tíma og tekjur lækka ráðast foreldrar í fjárfestingu í nauðsynlegum öryggisvörum fyrir börn auk þess að rekstrarkostnaður heimilisins eykst til frambúðar. Með aukinni fjárhagslegri streitu aukast líkur á samskiptavandamálum, auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum auk þess að foreldrar með fjárhagsáhyggjur eru ólíklegri til þess að sinna þörfum barna sinna (Heimild 1). Leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi og greitt fyrir eitt barn Í Skagafirði hefur verið unnið statt og stöðugt að því að fjölga leikskólaplássum á kjörtímabilinu og er stefna okkar Sjálfstæðismanna í Skagafirði skýr. Við ætlum að tryggja öllum börnum pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri að loknu fæðingarorlofi foreldranna. Hér er ekki bara um fögur fyrirheit að ræða, heldur munum við gera það fjárhagslega hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að hafa næg pláss í boði, ef við fáum umboð frá kjósendum til þess. Þannig ætlum við að hækka skattfrjálsar foreldragreiðslur í 250 þúsund krónur á mánuði til þeirra foreldra sem ekki komast til vinnu eftir fæðingarorlof ef sveitarfélagið getur ekki boðið barninu pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri. Við ætlum einnig að tryggja fjármagn til þess að lækka kostnað foreldra við menntun barna sinna. Þannig viljum við breyta reglum þannig að foreldrar greiði eingöngu dvalargjald eitt barn óháð því hvort að börnin eru hjá dagforeldri, í leikskóla eða grunnskóla. Mönnun umfram lágmarkskröfur Sama hvernig vinna er unnin, ef álagið í vinnunni er yfirþyrmandi aukast líkur á því að við getum ekki unnið vinnuna á fullnægjandi hátt. Leikskólar eru sérstakir vinnustaðir þar sem að börnin okkar hljóta stuðning og kennslu til þess að leika og læra. Á sama tíma geta foreldrar sinnt sinni vinnu áhyggjulausir vitandi að börnin eru í góðum höndum á leikskólanum. Of mikið álag á leikskólum líkt og öðrum vinnustöðum er líklegt til að hafa áhrif á starfsfólk bæði í leik og starfi, fjölga veikindadögum, minnka starfsánægju og auka starfsmannaveltu. Í verstu tilfellum verða áhrifin slík að starfsfólk hverfur frá í langtímaveikindi eða grípa þarf til þess að takmarka starfsemi leikskóla vegna manneklu með tilheyrandi keðjuverkun í samfélaginu. Sveitarfélagið getur ekki komið með neinar töfralausnir, en getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að lágmarka líkurnar á fyrrgreindum atburðum. Stefna sjálfstæðismanna í Skagafirði er að tryggja fjármagn til þess að mannað verði umfram lágmarkskröfur á leikskólum. Í eðlilegu árferði verði barngildi á hvern starfsmann þannig lægra en í dag og í undantekningartilvikum þegar upp koma mikil veikindi verður hægt að bregðast við án þess að skerða starfsemi. Áhrifin sem við vonumst til þess að sjá af þessari aðgerð er að starfsánægja eykst, álag á starfsfólk minnkar og þar með ætti veikindadögum að fækka og starfsmannavelta að minnka að öðru óbreyttu. Kjósum betri framtíð fyrir börn og ungt fólk í Skagafirði Þetta er bara hluti þeirra fjölmörgu aðgerða sem við ætlum að láta verða að veruleika á næsta kjörtímabili. Ungt fólk sem hyggur á barneignir í Skagafirði eða flutning í fjörðinn á að geta treyst á stuðning samfélagsins á þessum mikilvægu árum. Við viljum ekki auka við fjárhagsáhyggjur foreldra sem geta haft hræðilegar afleiðingar, fyrir foreldrana og barnið. Þú hefur valið í kosningunum, besta leiðin til þess að tryggja að þessar tillögur okkar verði að veruleika er að gefa okkur skýrt umboð til þess að framkvæma þær að kosningum loknum. Setjum X við D á morgun. Höfundur er hagfræðingur og skipar 15. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar