Höldum áfram að gera þetta saman – Gerum gott betra Gísli Sigurðsson skrifar 14. maí 2022 08:00 Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara. Tækifæri í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru mikil, blómlegt líf, öflugt atvinnulíf og eigum við Skagfirðingar mikla möguleika sem við getum nýtt til að efla enn frekar samfélagið okkar, frábært fólk, skólasamfélög, fyrirtæki og félagasamtök til þess. Við skiljum sátt við okkar störf á líðandi kjörtímabili en það voru margar áskoranir í mörgum málum sem við höfum klárað eða komið í farveg. Á þessu kjörtímabil hefur meðal annars mikið áunnist í fjölgun leikskólaplássa, nýr leikskóli á Hofsósi, viðbygging við Ársali Sauðárkróki og undirbúningur að framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð. Mikill árangur náðist í að fjölga lóðum og stuðla að uppbyggingu á húsnæðismarkaðnum, sundlaugarbygging á Sauðárkróki hélt áfram, unnið var að áframhaldandi hitaveituvæðingu, auk þess sem lagning á ljósleiðara í dreifbýli var kláruð. En í ört stækkandi sveitarfélagi þá verður ekki verkefnaskortur og erum við spennt að fá að takast á við þau. Við ætlum að halda áfram uppbyggingu með byggingu íþróttahúss og grunnskóla á Hofsósi, leik- og grunnskóla í Varmahlíð, Menningarhús á Sauðárkróki og hefja undirbúning á byggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki, stuðla að ljósleiðarvæðingu á þéttbýlisstöðum svo eitthvað sé nefnt. Styðja þarf við öflugt starf eldri borgara með bættri aðstöðu dagdvalar, uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis, tryggja áfram góða þjónustu fyrir fatlað fólk og vera leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra. Mikilvægt er að halda áfram aðgerðum til að bæta aðgengi að mannvirkjum sveitarfélagsins og jafnframt hvetja einkaaðila til að gera hið sama. Þetta getum við gert með áframhaldandi ábyrgð og aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins og með metnaðarfulla stefnuskrá og framtíðarsýn með orðunum Ábyrgð – Árangur – Ánægja. Í stefnuskránni eru mál sem snerta alla íbúa Skagafjarðar á einhvern hátt. Við leggjum áherslu á samtal við íbúa og íbúalýðræði, opnari stjórnsýslu og gagnsæi. Sjálfstæðisflokkurinn býður þér að kjósa hóp fólks til setu í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Framboðslistinn er skipaður kraftmiklu fólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni við stjórn sveitarfélagsins okkar. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkt afl í okkar samfélagi og ætlar sér að vera það áfram og til þess þurfum við ykkar stuðning. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skagafjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara. Tækifæri í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru mikil, blómlegt líf, öflugt atvinnulíf og eigum við Skagfirðingar mikla möguleika sem við getum nýtt til að efla enn frekar samfélagið okkar, frábært fólk, skólasamfélög, fyrirtæki og félagasamtök til þess. Við skiljum sátt við okkar störf á líðandi kjörtímabili en það voru margar áskoranir í mörgum málum sem við höfum klárað eða komið í farveg. Á þessu kjörtímabil hefur meðal annars mikið áunnist í fjölgun leikskólaplássa, nýr leikskóli á Hofsósi, viðbygging við Ársali Sauðárkróki og undirbúningur að framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð. Mikill árangur náðist í að fjölga lóðum og stuðla að uppbyggingu á húsnæðismarkaðnum, sundlaugarbygging á Sauðárkróki hélt áfram, unnið var að áframhaldandi hitaveituvæðingu, auk þess sem lagning á ljósleiðara í dreifbýli var kláruð. En í ört stækkandi sveitarfélagi þá verður ekki verkefnaskortur og erum við spennt að fá að takast á við þau. Við ætlum að halda áfram uppbyggingu með byggingu íþróttahúss og grunnskóla á Hofsósi, leik- og grunnskóla í Varmahlíð, Menningarhús á Sauðárkróki og hefja undirbúning á byggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki, stuðla að ljósleiðarvæðingu á þéttbýlisstöðum svo eitthvað sé nefnt. Styðja þarf við öflugt starf eldri borgara með bættri aðstöðu dagdvalar, uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis, tryggja áfram góða þjónustu fyrir fatlað fólk og vera leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra. Mikilvægt er að halda áfram aðgerðum til að bæta aðgengi að mannvirkjum sveitarfélagsins og jafnframt hvetja einkaaðila til að gera hið sama. Þetta getum við gert með áframhaldandi ábyrgð og aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins og með metnaðarfulla stefnuskrá og framtíðarsýn með orðunum Ábyrgð – Árangur – Ánægja. Í stefnuskránni eru mál sem snerta alla íbúa Skagafjarðar á einhvern hátt. Við leggjum áherslu á samtal við íbúa og íbúalýðræði, opnari stjórnsýslu og gagnsæi. Sjálfstæðisflokkurinn býður þér að kjósa hóp fólks til setu í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Framboðslistinn er skipaður kraftmiklu fólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni við stjórn sveitarfélagsins okkar. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkt afl í okkar samfélagi og ætlar sér að vera það áfram og til þess þurfum við ykkar stuðning. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun