Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 19. maí 2022 08:00 Í gær birtum við í Greiningu Íslandsbanka nýja og ferska þjóðhagsspá. Þar er spáð fyrir um þróun efnahagsmála hér á landi árin 2022-2024. Í slíkum spám er yfirleitt litið á stóru tölurnar en eðlilegt er að við spyrjum okkur hvaða áhrif þróun þeirra hefur á fjárhag hvers og eins okkar. Eins og spurt er í útvarpinu „hvaða þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?“. Reynum að svara því helsta. Almennt talað Grunnhagkerfið er á góðum stað og til lengri tíma litið er mjög bjart framundan hér á Íslandi. Störfum fjölgar allhratt og meiri verðmætasköpun í landinu verður til þess að kjör almennings batna jafnt og þétt. En verð er hins vegar vandamálið. Verð á vörum, húsnæði, vinnuafli og lánsfé er allt á uppleið og því köllum við spána að þessu sinni Allt á uppleið, en bætum við spurningarmerki í lokin þar sem þetta er jú spá. En lítum nánar á nokkur atriði sem skipta okkur einna mestu máli hvað heimilisfjármálin varðar: Íbúðaverð Miklar verðhækkanir næstu mánuði en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn hægir á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið. 13% hækkun íbúðaverðs að raunvirði á þessu ári en 1% á því næsta. Það verður erfiðara að kaupa nýja íbúð þegar verðið hækkar hraðar en launin. Sú var raunin í fyrra og verður enn frekar nú í ár. Aðstæður fólks sem á eftir að koma sér þaki yfir höfuðið verða verri og erfiðara verður fyrir fólk að flytja í stærra húsnæði, en arðbærara getur verið að minnka við sig. Framboð íbúða til sölu hefur aldrei verið jafn lítið, sölutími er í sögulegu lágmarki og mikill fjöldi selst yfir ásettu verði. Þetta virðist þó vera að fara að lagast og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að verið sé að selja síðustu íbúðina á Íslandi. Mikill fjöldi íbúða hefur verið í byggingu að undanförnu (um 7.000) og þær fara að detta inn á markaðinn síðar á þessu ári. Það, ásamt hækkandi vöxtum og strangari skilyrðum við lántöku, ætti að kæla þennan sjóðandi heita markað. Ekki til að lækka verð íbúða heldur til að hægja á hækkunum. Fordæmi eru fyrir að slíkt hafi gerst mjög hratt hér á landi. Jafnvægi verður því vonandi komið á markaðinn á næsta ári og þá ætti íbúðaverð að fylgja kaupmætti launanna okkar mun betur en að undanförnu. Verðbólga Þrálát verðbólgan fari hæst í 8,4% fyrir lok ársins, hjaðni eftir það en verði þó vel yfir 2,5% markmiði Seðlabankans allan spátímann (út árið 2024). Því miður lítur út fyrir að verðbólga verði óþægilega mikil á næstunni. Þessi mikla verðbólga þýðir að dagleg útgjöld verða dýrari og launin okkar duga ekki eins langt og áður. Verðtryggð lán hækka sömuleiðis enn frekar og erfiðara verður að ávaxta sparifé. Lítilsháttar verðbólga er eðlileg og svo sem ekkert til að kvarta yfir en þetta er allt of mikið og getur nagað í veskið okkar. Verðbólgan hefur verið og verður enn um sinn drifin áfram af hækkandi íbúðaverði og verðlagi í útlöndum og því ræðst framhaldið að miklu leyti af því hvenær þau áhrif líða hjá. Merkilegt nokk er verðbólga til dæmis enn meiri í Bandaríkjunum og á Evrusvæðinu en hér þessa dagana þannig að verðbólgan er langt í frá séríslenskt vandamál. Vextir Stýrivextir Seðlabankans munu hækka enn frekar og nái toppi í 5-6% í lok þessa árs. Fari svo lítillega lækkandi eftir það ef allt gengur upp. Við erum að kveðja það lágvaxtaumhverfi sem við höfum búið við að undanförnu, í það minnsta um skeið. Seðlabankinn hækkar vexti til að reyna að ná niður verðbólgunni og það getur haft umtalsverð áhrif á heimilisfjármálin okkar. Fyrir það fyrsta er til mikils að vinna ef okkur tekst að ná böndum á verðbólguna. Það eykur stöðugleika og ver launin okkar. Hærri stýrivextir hafa svo áhrif á aðra vexti í landinu. Dýrara verður að taka lán en bankareikningar gefa líka hærri vexti. Með öðrum orðum ættu hærri vextir að hvetja til sparnaðar og draga úr áhuga á lántöku. Krónan Enn frekari styrking gæti verið í kortunum. Eftir tæplega 3% styrkingu í fyrra og um 5% til viðbótar fyrstu fjóra mánuði ársins gæti krónan enn átt nokkra styrkingu inni og verið um 5% sterkari í lok spátímans (2024) en nú í lok apríl. Sterkari króna hefur bein áhrif á rekstur heimilisins. Verð innfluttra vara lækkar og sömuleiðis verður ódýrara að fara til útlanda. Þetta verður í sjálfu sér til þess að draga úr verðbólgu en hin hliðin á peningnum er að dýrara verður fyrir erlenda ferðamenn að sækja okkur heim og við fáum færri krónur en ella fyrir álið okkar, fisk og hugverk. Aðalatriðið er þó að krónan verði tiltölulega stöðug og það virðist hún hafa alla burði í að vera á næstunni. Bjart framundan þrátt fyrir allt Verð verður til vandræða á næstunni og það gæti orðið nokkuð erfiðara en oft áður að passa upp á heimilisfjármálin. Það jákvæða er þó að þetta lítur út fyrir að ætla að líða hjá áður en langt um líður. Við þurfum að fara varlega og sýna fyrirhyggju, meðal annars með að búa okkur undir umtalsverðar vaxtahækkanir og að verðbólgan gæti mögulega orðið meiri og langvinnari en spáð er. Efnahagslífið stendur þó á traustum grunni og sannarlega bjart framundan, þegar þessi leiðindi líða hjá. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær birtum við í Greiningu Íslandsbanka nýja og ferska þjóðhagsspá. Þar er spáð fyrir um þróun efnahagsmála hér á landi árin 2022-2024. Í slíkum spám er yfirleitt litið á stóru tölurnar en eðlilegt er að við spyrjum okkur hvaða áhrif þróun þeirra hefur á fjárhag hvers og eins okkar. Eins og spurt er í útvarpinu „hvaða þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?“. Reynum að svara því helsta. Almennt talað Grunnhagkerfið er á góðum stað og til lengri tíma litið er mjög bjart framundan hér á Íslandi. Störfum fjölgar allhratt og meiri verðmætasköpun í landinu verður til þess að kjör almennings batna jafnt og þétt. En verð er hins vegar vandamálið. Verð á vörum, húsnæði, vinnuafli og lánsfé er allt á uppleið og því köllum við spána að þessu sinni Allt á uppleið, en bætum við spurningarmerki í lokin þar sem þetta er jú spá. En lítum nánar á nokkur atriði sem skipta okkur einna mestu máli hvað heimilisfjármálin varðar: Íbúðaverð Miklar verðhækkanir næstu mánuði en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn hægir á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið. 13% hækkun íbúðaverðs að raunvirði á þessu ári en 1% á því næsta. Það verður erfiðara að kaupa nýja íbúð þegar verðið hækkar hraðar en launin. Sú var raunin í fyrra og verður enn frekar nú í ár. Aðstæður fólks sem á eftir að koma sér þaki yfir höfuðið verða verri og erfiðara verður fyrir fólk að flytja í stærra húsnæði, en arðbærara getur verið að minnka við sig. Framboð íbúða til sölu hefur aldrei verið jafn lítið, sölutími er í sögulegu lágmarki og mikill fjöldi selst yfir ásettu verði. Þetta virðist þó vera að fara að lagast og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að verið sé að selja síðustu íbúðina á Íslandi. Mikill fjöldi íbúða hefur verið í byggingu að undanförnu (um 7.000) og þær fara að detta inn á markaðinn síðar á þessu ári. Það, ásamt hækkandi vöxtum og strangari skilyrðum við lántöku, ætti að kæla þennan sjóðandi heita markað. Ekki til að lækka verð íbúða heldur til að hægja á hækkunum. Fordæmi eru fyrir að slíkt hafi gerst mjög hratt hér á landi. Jafnvægi verður því vonandi komið á markaðinn á næsta ári og þá ætti íbúðaverð að fylgja kaupmætti launanna okkar mun betur en að undanförnu. Verðbólga Þrálát verðbólgan fari hæst í 8,4% fyrir lok ársins, hjaðni eftir það en verði þó vel yfir 2,5% markmiði Seðlabankans allan spátímann (út árið 2024). Því miður lítur út fyrir að verðbólga verði óþægilega mikil á næstunni. Þessi mikla verðbólga þýðir að dagleg útgjöld verða dýrari og launin okkar duga ekki eins langt og áður. Verðtryggð lán hækka sömuleiðis enn frekar og erfiðara verður að ávaxta sparifé. Lítilsháttar verðbólga er eðlileg og svo sem ekkert til að kvarta yfir en þetta er allt of mikið og getur nagað í veskið okkar. Verðbólgan hefur verið og verður enn um sinn drifin áfram af hækkandi íbúðaverði og verðlagi í útlöndum og því ræðst framhaldið að miklu leyti af því hvenær þau áhrif líða hjá. Merkilegt nokk er verðbólga til dæmis enn meiri í Bandaríkjunum og á Evrusvæðinu en hér þessa dagana þannig að verðbólgan er langt í frá séríslenskt vandamál. Vextir Stýrivextir Seðlabankans munu hækka enn frekar og nái toppi í 5-6% í lok þessa árs. Fari svo lítillega lækkandi eftir það ef allt gengur upp. Við erum að kveðja það lágvaxtaumhverfi sem við höfum búið við að undanförnu, í það minnsta um skeið. Seðlabankinn hækkar vexti til að reyna að ná niður verðbólgunni og það getur haft umtalsverð áhrif á heimilisfjármálin okkar. Fyrir það fyrsta er til mikils að vinna ef okkur tekst að ná böndum á verðbólguna. Það eykur stöðugleika og ver launin okkar. Hærri stýrivextir hafa svo áhrif á aðra vexti í landinu. Dýrara verður að taka lán en bankareikningar gefa líka hærri vexti. Með öðrum orðum ættu hærri vextir að hvetja til sparnaðar og draga úr áhuga á lántöku. Krónan Enn frekari styrking gæti verið í kortunum. Eftir tæplega 3% styrkingu í fyrra og um 5% til viðbótar fyrstu fjóra mánuði ársins gæti krónan enn átt nokkra styrkingu inni og verið um 5% sterkari í lok spátímans (2024) en nú í lok apríl. Sterkari króna hefur bein áhrif á rekstur heimilisins. Verð innfluttra vara lækkar og sömuleiðis verður ódýrara að fara til útlanda. Þetta verður í sjálfu sér til þess að draga úr verðbólgu en hin hliðin á peningnum er að dýrara verður fyrir erlenda ferðamenn að sækja okkur heim og við fáum færri krónur en ella fyrir álið okkar, fisk og hugverk. Aðalatriðið er þó að krónan verði tiltölulega stöðug og það virðist hún hafa alla burði í að vera á næstunni. Bjart framundan þrátt fyrir allt Verð verður til vandræða á næstunni og það gæti orðið nokkuð erfiðara en oft áður að passa upp á heimilisfjármálin. Það jákvæða er þó að þetta lítur út fyrir að ætla að líða hjá áður en langt um líður. Við þurfum að fara varlega og sýna fyrirhyggju, meðal annars með að búa okkur undir umtalsverðar vaxtahækkanir og að verðbólgan gæti mögulega orðið meiri og langvinnari en spáð er. Efnahagslífið stendur þó á traustum grunni og sannarlega bjart framundan, þegar þessi leiðindi líða hjá. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun