Bjarni óskar eftir hraðri afgreiðslu Alþingis á verðbólguaðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2022 19:21 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra óskar eftir því að Alþingi afgreiði með hraði frumvarp um sérstakar aðgerðir til að koma til móts við viðkvæmustu hópa samfélagsins vegna aukinnar verðbólgu. Aðgerðirnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag eru í megindráttum þrískiptar. Fólk sem fær barnabætur fær eingreiðslu, sérstakan barnabótaauka hinn 1. júlí, upp á 20 þúsund krónur með hverju barni vegna ársins í ár með þeim börnum sem áttu heimili hér á síðasta ári. „Sérstakur barnabótaauki telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra tekna svo sem bóta frá Tryggingastofnun ríkisins. Þá verður hinum sérstaka barnabótaauka ekki skuldajafnað á móti vangreiddum opinberum gjöldum til ríkissjóðs eða sveitarfélaga eða vangreiddum meðlögum,“ sagði Bjarni þegar hann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga og vegna félagslegrar aðstoðar hækki um þrjú prósent frá 1. júní umfram fyrri hækkanir um áramótin. Þá verða húsaleigubætur hækkaðar. „Hér er lagt til að grunnfjárhæð húsnæðisbóta hækki um 10 prósent frá 1. júní næst komandi og að frítekjumörk húsnæðisbóta hækki jafnframt um þrjú prósent til samræmis við fyrirhugaða hækkun almannatrygginga. Lagt er til að hækkun frítekjumarka um þrjú prósent taki gildi með afturvirkum hætti frá 1. janúar á þessu ári,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Aðgerðirnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag eru í megindráttum þrískiptar. Fólk sem fær barnabætur fær eingreiðslu, sérstakan barnabótaauka hinn 1. júlí, upp á 20 þúsund krónur með hverju barni vegna ársins í ár með þeim börnum sem áttu heimili hér á síðasta ári. „Sérstakur barnabótaauki telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra tekna svo sem bóta frá Tryggingastofnun ríkisins. Þá verður hinum sérstaka barnabótaauka ekki skuldajafnað á móti vangreiddum opinberum gjöldum til ríkissjóðs eða sveitarfélaga eða vangreiddum meðlögum,“ sagði Bjarni þegar hann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga og vegna félagslegrar aðstoðar hækki um þrjú prósent frá 1. júní umfram fyrri hækkanir um áramótin. Þá verða húsaleigubætur hækkaðar. „Hér er lagt til að grunnfjárhæð húsnæðisbóta hækki um 10 prósent frá 1. júní næst komandi og að frítekjumörk húsnæðisbóta hækki jafnframt um þrjú prósent til samræmis við fyrirhugaða hækkun almannatrygginga. Lagt er til að hækkun frítekjumarka um þrjú prósent taki gildi með afturvirkum hætti frá 1. janúar á þessu ári,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir