Íhuga að taka eigin herbergi undir starfsfólk Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2022 20:31 Ferðasumarið lítur vel út, að sögn framkvæmdastjóra SAF. VÍSIR/VILHELM Áskorun verður að anna eftirspurn eftir gistingu á Norður- og Austurlandi í sumar, að mati framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar - en þar er allt að fyllast. Í höfuðborginni íhuga hóteleigendur að taka eigin herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts. Tvær milljónir ferðamanna komu til landsins fyrir faraldur 2019. Algjört hrun varð vitanlega í ferðamannafjölda árið 2020, bransinn tók aðeins við sér í fyrra en búist er við sprengingu í ár; Íslandsbanki spáði 1,2 milljónum í byrjun árs en hefur nú hækkað spána upp í 1,5 milljónir. Þannig að útlitið er bjart. En önnum við þessu? Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir eftirspurn í sumar meiri en vonast var til - og þegar orðið mjög þétt bókað á ákveðnum vígstöðvum. „Til dæmis gisting á Norður- og Austurlandi, við sjáum líka ýmsa afþreyingu, bílaleigubíla og fleira, þar sem verður áskorun að anna eftirspurn væntanlega hjá fyrirtækjum,“ segir Jóhannes. Húsnæðisskorturinn bítur Já, gisting á Norður og Austurlandi - fréttamaður gerði lauslega athugun. Það virðist einmitt geta orðið þrautinni þyngri að finna gistingu í sumar. Þegar leitað er í gegnum bókunarvélina Booking.com eru það oftar en ekki skilaboð af þessu tagi sem blasa við: „94 prósent gististaða eru ekki með framboð á völdum dagsetningum.“ Eða hreinlega ekkert í boði. Jóhannes segir meira þarna að baki en aðeins hina gríðarlegu eftirspurn. Ferðamenn, einkum frá Bandaríkjunum og Þýskalandi, eyði nú til dæmis lengri tíma í fríinu hér á landi en fyrir faraldur - og svo er það húsnæðisvandinn sem bítur um allt land. „Hér á höfuðborgarsvæðinu hafa hótel verið að velta því fyrir sér hvort þau þurfi að taka töluvert af herbergjum undir starfsfólk sem náttúrulega minnkar framboðið og tekjumöguleikana. Við sjáum það líka úti á landi, sem hefur verið í gangi fyrir faraldur líka, en bara einfaldlega að versna.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Tvær milljónir ferðamanna komu til landsins fyrir faraldur 2019. Algjört hrun varð vitanlega í ferðamannafjölda árið 2020, bransinn tók aðeins við sér í fyrra en búist er við sprengingu í ár; Íslandsbanki spáði 1,2 milljónum í byrjun árs en hefur nú hækkað spána upp í 1,5 milljónir. Þannig að útlitið er bjart. En önnum við þessu? Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir eftirspurn í sumar meiri en vonast var til - og þegar orðið mjög þétt bókað á ákveðnum vígstöðvum. „Til dæmis gisting á Norður- og Austurlandi, við sjáum líka ýmsa afþreyingu, bílaleigubíla og fleira, þar sem verður áskorun að anna eftirspurn væntanlega hjá fyrirtækjum,“ segir Jóhannes. Húsnæðisskorturinn bítur Já, gisting á Norður og Austurlandi - fréttamaður gerði lauslega athugun. Það virðist einmitt geta orðið þrautinni þyngri að finna gistingu í sumar. Þegar leitað er í gegnum bókunarvélina Booking.com eru það oftar en ekki skilaboð af þessu tagi sem blasa við: „94 prósent gististaða eru ekki með framboð á völdum dagsetningum.“ Eða hreinlega ekkert í boði. Jóhannes segir meira þarna að baki en aðeins hina gríðarlegu eftirspurn. Ferðamenn, einkum frá Bandaríkjunum og Þýskalandi, eyði nú til dæmis lengri tíma í fríinu hér á landi en fyrir faraldur - og svo er það húsnæðisvandinn sem bítur um allt land. „Hér á höfuðborgarsvæðinu hafa hótel verið að velta því fyrir sér hvort þau þurfi að taka töluvert af herbergjum undir starfsfólk sem náttúrulega minnkar framboðið og tekjumöguleikana. Við sjáum það líka úti á landi, sem hefur verið í gangi fyrir faraldur líka, en bara einfaldlega að versna.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent