Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 13:00 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að verið sé að leita lausna til að bregðast við stöðunni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum Landspítalinn greindi frá því í gær að mikið álag væri á bráðamóttökunni í Fossvogi um þessar mundir og því mætti búast við langri bið eftir þjónustu vegna vægari slysa og veikinda. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri áhyggjuefni ef sjúklingar þyrftu að bíða í lengri tíma. „Við sinnum öllum“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tekur undir þessar áhyggjur en hann segir mikið álag á öllu kerfinu. Þá fylgi árstímanum aukið álag. „Þetta er svona birtingamyndin þegar að sumarið kemur og allt fer á fleygiferð, þá eykst álagið á bráðamóttökuna. Þannig það er ýmislegt sem við þurfum að skoða í þessu,“ segir Willum um stöðuna. Verið er að skoða fjölbreyttar lausnir, til að mynda að auka flæði þegar fólk er búið að fá meðferð en þarf á endurhæfingu að halda, tryggja að laus hjúkrunarrými séu til staðar og mæta aukinni þörf á endurhæfingarrýmum. Þá þurfi að bæta verkferla og efla stöðu heilbrigðiskerfisins úti á landi. „Við eigum nú frábært starfsfólk og sérfræðinga sem reyna að vinna á þessu og greiða úr þessu, en við verðum líka á móti að styðja við fólkið og sjúklinga með því að leita lausna,“ segir Willum. Úrbætur stranda ekki á fjármunum Ítrekað er rætt um fjármögnunarvanda heilbrigðiskerfisins þegar málefni spítalans koma til tals en Willum segir að fjármagn ætti ekki að vera til fyrirstöðu að úrbætur séu gerðar. „Í stóru myndinni getum við alltaf notað meiri peninga, það er bara þannig með alla þjónustu, en við látum ekki úrbætur á þessu sviði stranda á fjármunum, það er alveg klárt,“ segir Willum. Fyrst og fremst sé um að ræða mönnunarvanda en mikið álag hefur verið á heilbrigðisstarfsmönnum, ekki síst eftir faraldurinn. Willum segir skiljanlegt að greint sé frá álaginu og að vísað sé í önnur úrræði en fólk þurfi ekki að örvænta. „Það er bara það sem skiptir öllu máli þegar við erum að skipuleggja heilbrigðisþjónustu að við hittum á réttan stað á réttum tíma, en við sinnum öllum. Það hefur Landspítalinn gert alla tíð og gerir áfram,“ segir Willum. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Landspítalinn greindi frá því í gær að mikið álag væri á bráðamóttökunni í Fossvogi um þessar mundir og því mætti búast við langri bið eftir þjónustu vegna vægari slysa og veikinda. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri áhyggjuefni ef sjúklingar þyrftu að bíða í lengri tíma. „Við sinnum öllum“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tekur undir þessar áhyggjur en hann segir mikið álag á öllu kerfinu. Þá fylgi árstímanum aukið álag. „Þetta er svona birtingamyndin þegar að sumarið kemur og allt fer á fleygiferð, þá eykst álagið á bráðamóttökuna. Þannig það er ýmislegt sem við þurfum að skoða í þessu,“ segir Willum um stöðuna. Verið er að skoða fjölbreyttar lausnir, til að mynda að auka flæði þegar fólk er búið að fá meðferð en þarf á endurhæfingu að halda, tryggja að laus hjúkrunarrými séu til staðar og mæta aukinni þörf á endurhæfingarrýmum. Þá þurfi að bæta verkferla og efla stöðu heilbrigðiskerfisins úti á landi. „Við eigum nú frábært starfsfólk og sérfræðinga sem reyna að vinna á þessu og greiða úr þessu, en við verðum líka á móti að styðja við fólkið og sjúklinga með því að leita lausna,“ segir Willum. Úrbætur stranda ekki á fjármunum Ítrekað er rætt um fjármögnunarvanda heilbrigðiskerfisins þegar málefni spítalans koma til tals en Willum segir að fjármagn ætti ekki að vera til fyrirstöðu að úrbætur séu gerðar. „Í stóru myndinni getum við alltaf notað meiri peninga, það er bara þannig með alla þjónustu, en við látum ekki úrbætur á þessu sviði stranda á fjármunum, það er alveg klárt,“ segir Willum. Fyrst og fremst sé um að ræða mönnunarvanda en mikið álag hefur verið á heilbrigðisstarfsmönnum, ekki síst eftir faraldurinn. Willum segir skiljanlegt að greint sé frá álaginu og að vísað sé í önnur úrræði en fólk þurfi ekki að örvænta. „Það er bara það sem skiptir öllu máli þegar við erum að skipuleggja heilbrigðisþjónustu að við hittum á réttan stað á réttum tíma, en við sinnum öllum. Það hefur Landspítalinn gert alla tíð og gerir áfram,“ segir Willum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05