Menntun á óvissutímum Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 1. júní 2022 16:30 Menntun er eitt skarpasta verkfæri allra þjóða til að stuðla að breytingum og búa til betra samfélag. Um þessar mundir sækja tæplega 900 manns menntaráðstefnuna NERA 2022 á Íslandi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur ráðstefnuna í samstarfi við samtökin Nordic Educational Research Association en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: Menntun og þátttaka á óvissutímum. Flestir ráðstefnugestir koma frá háskólum á Norðurlöndum en einnig hvaðan æva úr heimunum, sem dæmi eru þátttakendur frá England, Hollandi, Japan og Kína. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi hvað hefur breyst og hvar við erum stödd eftir um það bil tvö ár sem COVID-faraldurinn hefur truflað líf okkar á nánast allan mögulegan hátt. Það er erfitt að taka ekki eftir því hversu mikið það hefur leitt í ljós um samfélög okkar. Faraldurinn hefur leitt í ljós hversu brothætt við erum, en það hefur líka sýnt að við erum sterk. Skólatakmarkanir og takmarkaður aðgangur að opinberri þjónustu bitnaði vissulega harðast á þeim sem þegar eru jaðarsettir, og því miður eru þau of mörg í okkar annars velmegandi norrænum samfélögum. Og vissulega halda tímarnir áfram að vera ótryggir, með stríði og pólitískri og efnahagslegri spennu í Evrópu, eins og í of mörgum öðrum heimsálfum. Hvers vegna? Hvers vegna er þetta að gerast? Hvers vegna velur vel menntað fólk aftur og aftur stríð fram yfir frið? Fræðimenn, kennarar og hugsjónafólk hefur haldið því fram öldum saman að efling menntunar sé lykillinn að betra lífi, velmegunarsamfélögum og alþjóðlegum friði? Hvar getum við leitað svara og lausna? Er það í rannsóknum, samfélagi eða trú? Eða verðum við kannski að leita lausna og samvinnu á öllum þessum sviðum? Ég varpa fram þessum spurningum til að hvetja þig til að hugsa um hið mikilvæga hlutverk menntarannsókna í ljósi þeirra miklu alþjóðlegu og staðbundnu áskorana sem samfélög um allan heim standa frammi fyrir. Ég hvet þig til að velta fyrir þér skyldum þess fræðafólks og fagfólks sem hafa ákveðið að helga starfsferil sinn menntun og menntarannsóknum, að kanna og varpa ljósi á hvernig samfélög okkar, ef til vill markvisst eða kannski fyrir tilviljun, skipuleggja formlega og óformlega menntun. Við hvern ættum við menntarannsakendur að tala við, hlusta á, eiga samstarf við og bindast böndum? Það eru svo margir ólíkir hagsmunaaðilar sem ættu að taka virkan þátt í að móta raunveruleikann innan skóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og heimila. Sjónarhorn þeirra og upplifun mótast af mismunandi völdum, aðgengi og sýnileika. Tökum höndum saman við þá sem þurfa að vera sýnilegri, efla og taka þátt. Tökum einnig höndum saman við þau sem veita menntakerfinu faglega og pólitíska forystu til að móta stefnuna, taka virkan þátt í menntaumræðunni. Tökum líka höndum saman við þau sem leiða nýsköpun í menntakerfinu og öflugt hugsjónafólk. Flest okkar viljum það sama – við viljum betri samfélög og við viljum búa í heimi þar sem hlúð er að fólki, það er ekki myrt eða hrakið frá löndum sínum, heimilum sínum. Menntavísindasvið hefur á undanförnum árum á markvissan hátt komið á samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og sveitarfélög, ekki síst Reykjavíkurborg, til að efla íslenskt menntakerfi. Næsta haust mun Nýsköpunarstofa menntunar taka til starfa og verða spennandi vettvangur fyrir fræðimenn, kennara, frumkvöðla sem og skóla og þekkingarfyrirtæki, til að deila og þróa samfélagslega nýsköpun innan menntunar. Hlutverk fræðasamfélagsins er einnig að sinna fjölbreyttum grunnrannsóknum. Háskóli Íslands hefur síðan 2019 hlotið viðurkenningu Times Higher Education Ranking sem einn af 301 til 400 fremstu háskólum í heimi á sviði menntavísinda. Það ber vott um mikla sókn á sviði menntavísinda hér á landi. Á árunum 2020 til 2021 tvöfölduðu fræðimenn innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands alþjóðlega rannsóknarfjármögnun sína. Því ber að þakka metnaðarfullu starfi innan Háskóla Íslands en einnig sterku samstarfi við norræna og alþjóðlega samstarfsmenn, þar á meðal NERA rannsóknarnetin. Meginmarkmið okkar er að hafa áhrif, skapa þekkingu sem breytir lífi. Gerum það saman! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Greinin byggir á ávarpi sem höfundur flutti við upphaf NERA ráðstefnunnar 1. júní 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Menntun er eitt skarpasta verkfæri allra þjóða til að stuðla að breytingum og búa til betra samfélag. Um þessar mundir sækja tæplega 900 manns menntaráðstefnuna NERA 2022 á Íslandi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur ráðstefnuna í samstarfi við samtökin Nordic Educational Research Association en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: Menntun og þátttaka á óvissutímum. Flestir ráðstefnugestir koma frá háskólum á Norðurlöndum en einnig hvaðan æva úr heimunum, sem dæmi eru þátttakendur frá England, Hollandi, Japan og Kína. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi hvað hefur breyst og hvar við erum stödd eftir um það bil tvö ár sem COVID-faraldurinn hefur truflað líf okkar á nánast allan mögulegan hátt. Það er erfitt að taka ekki eftir því hversu mikið það hefur leitt í ljós um samfélög okkar. Faraldurinn hefur leitt í ljós hversu brothætt við erum, en það hefur líka sýnt að við erum sterk. Skólatakmarkanir og takmarkaður aðgangur að opinberri þjónustu bitnaði vissulega harðast á þeim sem þegar eru jaðarsettir, og því miður eru þau of mörg í okkar annars velmegandi norrænum samfélögum. Og vissulega halda tímarnir áfram að vera ótryggir, með stríði og pólitískri og efnahagslegri spennu í Evrópu, eins og í of mörgum öðrum heimsálfum. Hvers vegna? Hvers vegna er þetta að gerast? Hvers vegna velur vel menntað fólk aftur og aftur stríð fram yfir frið? Fræðimenn, kennarar og hugsjónafólk hefur haldið því fram öldum saman að efling menntunar sé lykillinn að betra lífi, velmegunarsamfélögum og alþjóðlegum friði? Hvar getum við leitað svara og lausna? Er það í rannsóknum, samfélagi eða trú? Eða verðum við kannski að leita lausna og samvinnu á öllum þessum sviðum? Ég varpa fram þessum spurningum til að hvetja þig til að hugsa um hið mikilvæga hlutverk menntarannsókna í ljósi þeirra miklu alþjóðlegu og staðbundnu áskorana sem samfélög um allan heim standa frammi fyrir. Ég hvet þig til að velta fyrir þér skyldum þess fræðafólks og fagfólks sem hafa ákveðið að helga starfsferil sinn menntun og menntarannsóknum, að kanna og varpa ljósi á hvernig samfélög okkar, ef til vill markvisst eða kannski fyrir tilviljun, skipuleggja formlega og óformlega menntun. Við hvern ættum við menntarannsakendur að tala við, hlusta á, eiga samstarf við og bindast böndum? Það eru svo margir ólíkir hagsmunaaðilar sem ættu að taka virkan þátt í að móta raunveruleikann innan skóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og heimila. Sjónarhorn þeirra og upplifun mótast af mismunandi völdum, aðgengi og sýnileika. Tökum höndum saman við þá sem þurfa að vera sýnilegri, efla og taka þátt. Tökum einnig höndum saman við þau sem veita menntakerfinu faglega og pólitíska forystu til að móta stefnuna, taka virkan þátt í menntaumræðunni. Tökum líka höndum saman við þau sem leiða nýsköpun í menntakerfinu og öflugt hugsjónafólk. Flest okkar viljum það sama – við viljum betri samfélög og við viljum búa í heimi þar sem hlúð er að fólki, það er ekki myrt eða hrakið frá löndum sínum, heimilum sínum. Menntavísindasvið hefur á undanförnum árum á markvissan hátt komið á samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og sveitarfélög, ekki síst Reykjavíkurborg, til að efla íslenskt menntakerfi. Næsta haust mun Nýsköpunarstofa menntunar taka til starfa og verða spennandi vettvangur fyrir fræðimenn, kennara, frumkvöðla sem og skóla og þekkingarfyrirtæki, til að deila og þróa samfélagslega nýsköpun innan menntunar. Hlutverk fræðasamfélagsins er einnig að sinna fjölbreyttum grunnrannsóknum. Háskóli Íslands hefur síðan 2019 hlotið viðurkenningu Times Higher Education Ranking sem einn af 301 til 400 fremstu háskólum í heimi á sviði menntavísinda. Það ber vott um mikla sókn á sviði menntavísinda hér á landi. Á árunum 2020 til 2021 tvöfölduðu fræðimenn innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands alþjóðlega rannsóknarfjármögnun sína. Því ber að þakka metnaðarfullu starfi innan Háskóla Íslands en einnig sterku samstarfi við norræna og alþjóðlega samstarfsmenn, þar á meðal NERA rannsóknarnetin. Meginmarkmið okkar er að hafa áhrif, skapa þekkingu sem breytir lífi. Gerum það saman! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Greinin byggir á ávarpi sem höfundur flutti við upphaf NERA ráðstefnunnar 1. júní 2022.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun