Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2022 22:44 Frá veginum um Dynjandisheiði. Einbreiðar brýr eru yfir allar ár á heiðinni. Arnar Halldórsson Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. Fjallað var um útboðið í fréttum Stöðvar 2 en eftir að Dýrafjarðargöng voru tekin í notkun haustið 2020 hefur verið þrýst á uppbyggingu leiðarinnar um Dynjandisheiði sem heilsársvegar. Bundið slitlag var lagt í haust á nýja kaflann í Dynjandisvogi, sem er hluti af endurbyggingu vegarins um heiðina. Síðari umferð klæðningar verður lögð í sumar jafnframt því sem kaflinn um Pennusneiðing og Þverdal verður klæddur.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Tveir áfangar náðust í fyrra. Nýr kafli um Dynjandisvog var opnaður í október og í nóvember var nýr kafli opnaður um Pennusneiðing, Bíldudalsgatnamót og að Norðdalsá, en ófrágenginn og án slitlags. Klæðning verður þó væntanlega fyrir mitt sumar komin á þann kafla, sem í upphaflegu útboði var 5,7 kílómetra langur en var lengdur upp í 8,2 kílómetra í sárabætur þegar frestað var að bjóða út næsta áfanga á Dynjandisheiði vegna fjárskorts. Núna hefur Vegagerðin fengið grænt ljós á að halda verkinu áfram og verður útboð 12,6 kílómetra kafla auglýst á morgun, að sögn Sigurþórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra Vegagerðarinnar. Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Vegarkaflinn sem núna er boðinn út liggur um hæsta hluta heiðarinnar.Grafík/Stöð 2 Sá kafli nær frá Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og liggur um hæstu hluta heiðarinnar, um efstu hlíðar Geirþjófsfjarðar og norður fyrir sýslumörk. Tilboðsfrestur er til 5. júlí næstkomandi. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum 15. júlí 2024. Samtímis er verið leggja drög að nýrri veglínu í Dynjandisvogi. Fossinn Dynjandi og umhverfi hans eru friðlýst og því er ný vegarlagning þar vandmeðfarin. Svona liti vegurinn út ef hann yrði skorinn upp í hlíðina ofan Búðavíkur.Vegagerðin Vegagerðin hafði í umhverfismati kynnt tvær leiðir; annarsvegar að skera nýjan veg upp í fjallshlíðina ofan Búðavíkur, sem þýddi talsvert rask í hlíðinni en beinni veg; og hins vegar að fylgja núverandi vegstæði, sem þýddi að fornminjar í víkinni færu undir veginn við breikkun hans, auk þess sem krappar beygjur myndu haldast. Svona liti vegurinn út ef núverandi veglínu yrði fylgt í Búðavík. Núna hefur Vegagerðin kynnt málamiðlun sem útfærslu af þessari lausn með því að láta veginn hækka fyrr upp í brekkuna hægra megin.Vegagerðin Þar sem ekki hefur náðst sátt um hvoruga leiðina hefur Vegagerðin núna kynnt sem málamiðlun að fylgja núverandi vegstæði að mestu en færa veginn ofar í brekkuna í Búðavík, hlífa fornu búðatóftunum þar í fjöruborðinu, og skera veginn upp í klettana í víkinni. Með því væri unnt að gera veginn meira aflíðandi á stallinum fyrir ofan og fækka þar kröppum beygjum. Gatnamótin að Dynjanda myndu jafnframt færast örlítið norðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Umhverfismál Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Fjallað var um útboðið í fréttum Stöðvar 2 en eftir að Dýrafjarðargöng voru tekin í notkun haustið 2020 hefur verið þrýst á uppbyggingu leiðarinnar um Dynjandisheiði sem heilsársvegar. Bundið slitlag var lagt í haust á nýja kaflann í Dynjandisvogi, sem er hluti af endurbyggingu vegarins um heiðina. Síðari umferð klæðningar verður lögð í sumar jafnframt því sem kaflinn um Pennusneiðing og Þverdal verður klæddur.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Tveir áfangar náðust í fyrra. Nýr kafli um Dynjandisvog var opnaður í október og í nóvember var nýr kafli opnaður um Pennusneiðing, Bíldudalsgatnamót og að Norðdalsá, en ófrágenginn og án slitlags. Klæðning verður þó væntanlega fyrir mitt sumar komin á þann kafla, sem í upphaflegu útboði var 5,7 kílómetra langur en var lengdur upp í 8,2 kílómetra í sárabætur þegar frestað var að bjóða út næsta áfanga á Dynjandisheiði vegna fjárskorts. Núna hefur Vegagerðin fengið grænt ljós á að halda verkinu áfram og verður útboð 12,6 kílómetra kafla auglýst á morgun, að sögn Sigurþórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra Vegagerðarinnar. Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Vegarkaflinn sem núna er boðinn út liggur um hæsta hluta heiðarinnar.Grafík/Stöð 2 Sá kafli nær frá Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og liggur um hæstu hluta heiðarinnar, um efstu hlíðar Geirþjófsfjarðar og norður fyrir sýslumörk. Tilboðsfrestur er til 5. júlí næstkomandi. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum 15. júlí 2024. Samtímis er verið leggja drög að nýrri veglínu í Dynjandisvogi. Fossinn Dynjandi og umhverfi hans eru friðlýst og því er ný vegarlagning þar vandmeðfarin. Svona liti vegurinn út ef hann yrði skorinn upp í hlíðina ofan Búðavíkur.Vegagerðin Vegagerðin hafði í umhverfismati kynnt tvær leiðir; annarsvegar að skera nýjan veg upp í fjallshlíðina ofan Búðavíkur, sem þýddi talsvert rask í hlíðinni en beinni veg; og hins vegar að fylgja núverandi vegstæði, sem þýddi að fornminjar í víkinni færu undir veginn við breikkun hans, auk þess sem krappar beygjur myndu haldast. Svona liti vegurinn út ef núverandi veglínu yrði fylgt í Búðavík. Núna hefur Vegagerðin kynnt málamiðlun sem útfærslu af þessari lausn með því að láta veginn hækka fyrr upp í brekkuna hægra megin.Vegagerðin Þar sem ekki hefur náðst sátt um hvoruga leiðina hefur Vegagerðin núna kynnt sem málamiðlun að fylgja núverandi vegstæði að mestu en færa veginn ofar í brekkuna í Búðavík, hlífa fornu búðatóftunum þar í fjöruborðinu, og skera veginn upp í klettana í víkinni. Með því væri unnt að gera veginn meira aflíðandi á stallinum fyrir ofan og fækka þar kröppum beygjum. Gatnamótin að Dynjanda myndu jafnframt færast örlítið norðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Umhverfismál Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46
Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11