Hugmynd um að lækka laun Flosi Eiríksson skrifar 3. júní 2022 07:31 Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Það að slíkar hugmyndir séu upp hjá forsvarsmönnum Atvinnufjelagsins á kannski ekki að koma á óvart þeir hafa a áður kynnt hugmyndir um að skerða veikindarétt vinnandi fólks og auka heimildir atvinnurekenda til að lögsækja starfsmenn og gera þá bótaskylda ef þeir hætta í vinnu. En kíkjum aðeins á nýjustu hugmynd Sigmars og umhverfið á Íslandi. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í marga áratugi hefur snúist um að gera fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi á dagvinnulaunum. Það hefur verið nokkuð breytt samkomulag í samfélaginu að reyna að stytta vinnudaginn og auka þann tíma sem fólk getur t.d. varið með fjölskyldu eða til að sinna sínum hugðarefnum. Stór skref í þessu hafa verið að afnema það að vinna á laugardögum, stytta vinnudaginn, leggja niður eftirvinnutaxta svo fátt sé nefnt. Samfélagið og stofnanir þess eins og skólar og leikskólar eru almennt miðaðar við þessa þjóðfélagsgerð. Um leið hefur öllum verið ljóst að sum starfsemi og störf er ekki eingöngu hægt að vinna á dagvinnutíma. Sjúkrahús eru augljósasta dæmið en auðvitað margvíslegt þjónusta önnur, eins og til dæmis veitingahús. Því hefur verið samið um það að þeir sem þurfa að vinna til að halda uppi þjónustu við okkur hin, utan dagvinnumarka, fái greitt fyrir það, ýmist í formi yfirvinnu eða með sérstökum vaktaálögum. Rannsóknir sína líka að langvarandi vaktavinna er óholl og getur leitt af sér heilsufarsvandamál og styttri lífslíkur. Fyrir þetta er líka verið að greiða með hærra kaupi. Með vaktaálögum er verið að hvetja eða þvinga atvinnurekendur til að haga skipulagi þannig að megnið af vinnunni fari fram á daginn og það sé dýrara að vinna á kvöldin og nóttunni. Nú kemur Sigmar fram með þá nýstárlegu hugmynd að það sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem ,,ekki getið unnið á kvöldin“ að þeir fái engin vaktaálög. Og til þess að gæta ,,sanngirni“ eigi að jafna öll kjör niður á við. Að fyrstu 8 tímarnir á vakt séu alltaf dagvinna – þó þeir væru frá 4 síðdegis til miðnættis! Í reynd kæmi þetta út að svo til enginn starfsmaður á nokkru veitingahúsi eða í ferðaþjónustu fengi greidda yfirvinnu eða vaktaálag – þau væru alltaf í ,,dagvinnunni“. Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög, sem reka svo til allar sjúkra- og öldrunarstofnanir, eru byggðir upp til að tryggja þjónustu meira og minna allan sólarhringinn og kjörin eru í samræmi við það. Nú er ekki ljóst hvort Sigmar er að tala um að breyta þeim líka, eða hvort hugmyndin er að búa til réttindalítinn láglaunahóp í ferðaþjónustunni sem er meira og minna alltaf í ,,dagvinnu“ á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Það er svo óvenjuleg þvæla að halda því fram að með því að lækka laun þeirra sem vinna á vöktum þá sé verið að ,,jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis“. Það er sjálfsagt að ræða fyrirkomulag kjarasamninga og innihald, en það er nú eiginlega lágmark að það sé gert af einhverri þekkingu og standist einhverja skoðun. Nú eru dagvinnumörk í kjarasamningum frá kl. 8:00 – 17:00 , en hann vil færa þessi mörk í 08:00 til 24:00 ef ég skil hann rétt. Kíkjum á staðreyndir. Sérþjálfaður starfsmaður á veitingahúsi í fullu starfi (172 tímar) í launaflokki 6, sem vinnur eingöngu dagvinnu er með 372,762 kr. í mánaðarlaun eða 2.167,22 kr. á tímann. Ef hann vinnur eingöngu á kvöldin, frá 16:30 til 24:00 – bættist 33% álag á unnar stundir. Mánaðarlaunin eru þá 506.480 kr. eða 2.944,65 á tímann. Hvað telur Sigmar að sanngjarnt sé að lækka tímakaupið á kvöldin mikið til að hækka dagvinnuna og hvaða ,,meðalkaup“ er hann með í huga? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. 1. júní 2022 15:01 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Það að slíkar hugmyndir séu upp hjá forsvarsmönnum Atvinnufjelagsins á kannski ekki að koma á óvart þeir hafa a áður kynnt hugmyndir um að skerða veikindarétt vinnandi fólks og auka heimildir atvinnurekenda til að lögsækja starfsmenn og gera þá bótaskylda ef þeir hætta í vinnu. En kíkjum aðeins á nýjustu hugmynd Sigmars og umhverfið á Íslandi. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í marga áratugi hefur snúist um að gera fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi á dagvinnulaunum. Það hefur verið nokkuð breytt samkomulag í samfélaginu að reyna að stytta vinnudaginn og auka þann tíma sem fólk getur t.d. varið með fjölskyldu eða til að sinna sínum hugðarefnum. Stór skref í þessu hafa verið að afnema það að vinna á laugardögum, stytta vinnudaginn, leggja niður eftirvinnutaxta svo fátt sé nefnt. Samfélagið og stofnanir þess eins og skólar og leikskólar eru almennt miðaðar við þessa þjóðfélagsgerð. Um leið hefur öllum verið ljóst að sum starfsemi og störf er ekki eingöngu hægt að vinna á dagvinnutíma. Sjúkrahús eru augljósasta dæmið en auðvitað margvíslegt þjónusta önnur, eins og til dæmis veitingahús. Því hefur verið samið um það að þeir sem þurfa að vinna til að halda uppi þjónustu við okkur hin, utan dagvinnumarka, fái greitt fyrir það, ýmist í formi yfirvinnu eða með sérstökum vaktaálögum. Rannsóknir sína líka að langvarandi vaktavinna er óholl og getur leitt af sér heilsufarsvandamál og styttri lífslíkur. Fyrir þetta er líka verið að greiða með hærra kaupi. Með vaktaálögum er verið að hvetja eða þvinga atvinnurekendur til að haga skipulagi þannig að megnið af vinnunni fari fram á daginn og það sé dýrara að vinna á kvöldin og nóttunni. Nú kemur Sigmar fram með þá nýstárlegu hugmynd að það sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem ,,ekki getið unnið á kvöldin“ að þeir fái engin vaktaálög. Og til þess að gæta ,,sanngirni“ eigi að jafna öll kjör niður á við. Að fyrstu 8 tímarnir á vakt séu alltaf dagvinna – þó þeir væru frá 4 síðdegis til miðnættis! Í reynd kæmi þetta út að svo til enginn starfsmaður á nokkru veitingahúsi eða í ferðaþjónustu fengi greidda yfirvinnu eða vaktaálag – þau væru alltaf í ,,dagvinnunni“. Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög, sem reka svo til allar sjúkra- og öldrunarstofnanir, eru byggðir upp til að tryggja þjónustu meira og minna allan sólarhringinn og kjörin eru í samræmi við það. Nú er ekki ljóst hvort Sigmar er að tala um að breyta þeim líka, eða hvort hugmyndin er að búa til réttindalítinn láglaunahóp í ferðaþjónustunni sem er meira og minna alltaf í ,,dagvinnu“ á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Það er svo óvenjuleg þvæla að halda því fram að með því að lækka laun þeirra sem vinna á vöktum þá sé verið að ,,jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis“. Það er sjálfsagt að ræða fyrirkomulag kjarasamninga og innihald, en það er nú eiginlega lágmark að það sé gert af einhverri þekkingu og standist einhverja skoðun. Nú eru dagvinnumörk í kjarasamningum frá kl. 8:00 – 17:00 , en hann vil færa þessi mörk í 08:00 til 24:00 ef ég skil hann rétt. Kíkjum á staðreyndir. Sérþjálfaður starfsmaður á veitingahúsi í fullu starfi (172 tímar) í launaflokki 6, sem vinnur eingöngu dagvinnu er með 372,762 kr. í mánaðarlaun eða 2.167,22 kr. á tímann. Ef hann vinnur eingöngu á kvöldin, frá 16:30 til 24:00 – bættist 33% álag á unnar stundir. Mánaðarlaunin eru þá 506.480 kr. eða 2.944,65 á tímann. Hvað telur Sigmar að sanngjarnt sé að lækka tímakaupið á kvöldin mikið til að hækka dagvinnuna og hvaða ,,meðalkaup“ er hann með í huga? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. 1. júní 2022 15:01
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar