Parið kynntist í kringum heimsmeistaramótið 2010 en Shakira samdi lag keppninnar – Waka Waka – það árið.
Shakira, sem er áratug eldri en hann, hefur verið ein vinsælasta söngkona heims undanfarin ár á meðan Piqué hefur unnið hvern titilinn á fætur öðrum með uppeldisfélagi sínu Barcelona.
Það hefur hins vegar hallað undan fæti hjá Barcelona og virðist það hafa elt Piqué inn í einkalífið.
Gerard Piqué and Shakira have announced their separation in a joint statement:
— B/R Football (@brfootball) June 4, 2022
"We regret to confirm that we are separating. For the well-being of our children, who are our top priority, we ask for respect for our privacy. Thank you for your understanding. pic.twitter.com/3sDRFg3oYd
Þau opinberuðu ást sína árið 2011 og voru par allt þangað til nú. Saman eiga þau tvo syni en Shakira hefur óskað eftir að einkalífi þeirra verði sýnd virðing á meðan skilnaðinum stendur. Þá tekur hún fram að synir þeirra eru og verða ávallt í fyrsta sæti.