Apple þarf að breyta hleðslutengjum fyrir 2024 Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2022 13:09 Apple hefur notað Lightning-tengi (t.v.) en þarf nú að skipta yfir í USB-C (t.h.) í Evrópu innan tveggja ára. Vísir/Getty Evrópusambandið og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um að snjalltæki þurfi að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Samkomulagið þýðir að tæknirisinn Apple þarf að breyta hleðslutengjum í snjalltækjum sínum í Evrópu. Meira en áratugur er liðinn frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byrjaði fyrst að leggja áherslu á að aðeins ein tegund af hleðslutengjum væri fyrir snjalltæki. Raftækjaframleiðendum hefur hins vegar ekki tekist að ná saman um hvaða tegund skuli nota. Apple-tæki hafa svonefnd Lightning-tengi en Android-tæki hafa USB-C-tengi. Samkvæmt tölum ESB voru 29% snjallsíma sem voru seldir árið 2018 með USB-C-tengi, 21% með Lightning-tengi og helmingurinn með eldra USB-B-tengi. Með samkomulaginu sem var kynnt í dag þurfa öll snjalltæki að hafa USB-C-tengi, þar á meðal snjallsímar, spjaldtölvur og myndavélar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þannig dugar eigendum tækjanna að eiga eina hleðslusnúru í stað þess að þurfa halda utan um nokkrar fyrir mismunandi raftæki heimilisins með tilheyrandi ergelsi. Thierry Breton, iðnaðarmálastjóri ESB, segir að breytingin eigi að spara evrópskum neytendum um 250 milljónir evra, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Markmið nýju reglnanna er einnig að draga úr rafeindaúrgangi í Evrópu. Evrópuþingið segir að samkomulagið eigi að tryggja að USB-C verði ráðandi fyrir alla snjallsíma, spjaldtölvur og myndavélar innan Evrópusambandsins fyrir haustið 2024. Önnur smærri raftæki eins og lesbretti, heyrnartól, ferðaleikjatölvur og ferðahátalarar þurfa einnig að hafa USB-C-tengi. Nýju reglurnar munu á endanum einnig ná yfir fartölvur en framleiðendur þeirra fá lengri frest til að aðalgast breytingunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Apple Evrópusambandið Tækni Tengdar fréttir Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Meira en áratugur er liðinn frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byrjaði fyrst að leggja áherslu á að aðeins ein tegund af hleðslutengjum væri fyrir snjalltæki. Raftækjaframleiðendum hefur hins vegar ekki tekist að ná saman um hvaða tegund skuli nota. Apple-tæki hafa svonefnd Lightning-tengi en Android-tæki hafa USB-C-tengi. Samkvæmt tölum ESB voru 29% snjallsíma sem voru seldir árið 2018 með USB-C-tengi, 21% með Lightning-tengi og helmingurinn með eldra USB-B-tengi. Með samkomulaginu sem var kynnt í dag þurfa öll snjalltæki að hafa USB-C-tengi, þar á meðal snjallsímar, spjaldtölvur og myndavélar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þannig dugar eigendum tækjanna að eiga eina hleðslusnúru í stað þess að þurfa halda utan um nokkrar fyrir mismunandi raftæki heimilisins með tilheyrandi ergelsi. Thierry Breton, iðnaðarmálastjóri ESB, segir að breytingin eigi að spara evrópskum neytendum um 250 milljónir evra, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Markmið nýju reglnanna er einnig að draga úr rafeindaúrgangi í Evrópu. Evrópuþingið segir að samkomulagið eigi að tryggja að USB-C verði ráðandi fyrir alla snjallsíma, spjaldtölvur og myndavélar innan Evrópusambandsins fyrir haustið 2024. Önnur smærri raftæki eins og lesbretti, heyrnartól, ferðaleikjatölvur og ferðahátalarar þurfa einnig að hafa USB-C-tengi. Nýju reglurnar munu á endanum einnig ná yfir fartölvur en framleiðendur þeirra fá lengri frest til að aðalgast breytingunum, að sögn AP-fréttastofunnar.
Apple Evrópusambandið Tækni Tengdar fréttir Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21